Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Side 17
eins og jafnan áður til þess fallnar að auka óvissuna eða hræra hana í graut sem engan langar í. Seðla- bankastjóri evrunnar sagði nýlega að fyrri spár bankans um að aðgerðir hans hefðu komið efna- hagsþróuninni á rétta braut hefðu reynst rangar. Nú væri ekki kostur á öðru en að hefja baráttuna aftur með sömu aðferðum sem nýlega var hætt með sigur- yfirlýsingum. Minnti þetta svolítið á lækni sem segir að langvarandi og kröftugur penisilínkúr hafi eftir allt saman ekki komið að neinum notum og nú verði tekið til við að gefa sama meðal í sama magni áfram og sjá hvort þetta gangi betur næst! Sjúklingurinn og aðstandendur hans teldu varla þær yfirlýsingar upp- örvandi. Hagtölur sem bárust í vikunni frá stærsta hagkerfi ESB, því þýska, voru svo sannarlega ekki heldur uppörvandi, enda mun verri en áður hafði verið full- yrt að þær yrðu. Bretar eru að fara að gera lokaatlögu sína að Brex- it, væntanlega undir forystu Boris Johnson. Við eðli- legar aðstæður ætti það að ganga eðlilega fyrir sig. En þá bregður svo við að Evrópusambandið hefur bitið í sig að útgangan þurfi að einkennast af eins miklum erfiðleikum og möguleiki sé á að tryggja. Það er ekki vegna þess að álfan sé enn reið Bretum yfir því að hafa ásamt Bandaríkjunum bjargað henni und- an sjálfri sér í tveimur heimsstyrjöldum. Heldur vegna þess að ráðamenn í Brussel óttast að gangi út- gangan snurðulítið þá muni önnur ESB-ríki hugsa sér til hreyfings úr sambandinu. Þetta er óheilbrigð og neikvæð nálgun en sýnir fyrst og síðast að ESB hefur litla trú á sinni eigin framtíð. Allir þekkja það að fái söfnuðurinn á tilfinninguna að prédikarinn sjálfur trúi ekki eigin boðun þá tæm- ast bekkirnir fljótt. Biskupasögur Íslendingar bjuggu á síðari helmingi 20. aldar að mjög öflugum kennimanni sem náði vel til hinna trúuðu í landinu og reyndar mátu lausbeislaðir í þeim efnum eða á allt öðru róli orð hans mikils og töldu hollt að hlusta á hann. Og vegna hinnar sterku stöðu er áhættulítið að segja sögu af honum sem gæti verið sönn eða hafa fengið vængi af öðrum ástæðum. Sig- urður dýralæknir var svo elskulegur að senda bréfrit- ara bók með sögum af prestum, stjórnmálamönnum, læknum, sjúklingum og skepnum. Þar er þessi: „Biskupinn yfir Íslandi, herra Sigurbjörn Ein- arsson frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, var að vísi- tera fyrir austan Sand fyrir löngu. Það var áður en Sveinn Runólfsson í Gunnarsholti ræktaði upp Mýr- dalssand og melur og lúpína og birkihríslur náðu að draga úr sandfoki. Ófært varð yfir sandinn, ef hann blés hressilega af norðri. Þeir, sem lögðu á sandinn í slíku veðri, áttu von á því að bíll þeirra kæmi sand- blásinn úr ferðinni. Meðan biskupinn var fyrir austan skall á norðan- veður. Sandurinn varð ófær. Lítið var um opinbera gististaði fyrir austan Sand og því ekki um annað að ræða en að leita gistingar á sveitabæ. Biskup baðst gistingar hjá fermingarbróður sínum, sem átti heima í Meðallandi og var fátækur þrifamað- ur. Innréttingar í kotinu hans voru glæsilegar, gerðar úr góðviði ásamt skrauti úr strandskipi. Húsþrengsli voru þó svo mikil, að hjónin urðu að ganga úr rúmi fyrir biskupi, en tólf ára dóttursonur þeirra varð að sofa í hjónarúminu hjá biskupnum. Herra Sigurbjörn var þreyttur og leiður yfir því að komast ekki suður, þar sem hann átti brýnum erind- um að gegna, fór snemma í háttinn og dró sængina yfir höfuð. Þegar hann er að sofna, heyrir hann þrusk, lyftir upp sængurhorni og sér að drengurinn krýpur við rúmstokkinn sín megin. Biskupi bregður við. Hann hafði gleymt að fara með kvöldbænir sínar. Hann snarast fram úr rúminu, krýpur við rúmstokk- inn og fer að biðjast fyrir. Drengurinn lítur til hans og segir: „Hvað ert þú að gera?“ „Það sama og þú, drengur minn,“ segir biskup. En drengurinn segir: „Þá verður amma reið, því að ég er með koppinn.“ Morgunblaðið/Eggert 7.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.