Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Side 29
AFP
7.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
BOND Leikarinn Rami Malek þurfti að
hugsa sig tvisvar um áður en hann samþykkti
að leika illmenni í næstu Bond-mynd.
Leikarinn, sem sló í gegn sem Freddy
Mercury í Bohemian Rhapsody, tjáði
framleiðendum myndarinnar að
hann myndi ekki þiggja hlut-
verkið ef hann þyrfti að leika
miðausturlenskan ofstækis-
mann eða íslamskan hryðju-
verkamann.
Framleiðendur staðfestu að
hvati illmennisins yrði ekki
trúarlegur.
(B)ondikall Maleks
Rami Malek mun leika á móti
Daniel Craig í næstu Bond-mynd.
AFP
BÓKSALA Í JÚNÍ
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1
Óvænt endalok
– bernskubrek
Ævar Þór Benediktsson
2 Engin málamiðlun Lee Child
3 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan
4 WOW – ris og fall flugfélags Stefán E. Stefánsson
5 Gullbúrið Camilla Läckberg
6 Keto Gunnar Már Sigfússon
7 Móðir Alejandro Palomas
8 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir
9 Síðasta stúlkan Nadia Murad
10
Gamlinginn sem hugsaði
með sér að hann væri
farinn að hugsa of mikið
Jonas Jonasson
11 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir
12 1793 Niklas Natt och Dag
13 Barist í Barcelona Gunnar Helgason
14
Þín eigin saga
– draugagangur
Ævar Þór Benediktsson
15 Gæfuspor – gildin í lífinu Gunnar Hersveinn
16 Ljóð 2007-2018 Valdimar Tómasson
17 Silfurvegurinn Stina Jackson
18 Blómamánamorðin David Grann
19 Mótíf X Stefan Ahnhem
20 Meðleigjandinn Berth O’Leary
Allar bækur
Snuðra og Tuðra í sólarlöndum er ný barnabók
eftir Iðunni Steinsdóttur og Lóu Hlín Hjálmtýs-
dóttur. Systurnar uppátækjasömu Snuðra og
Tuðra fara í fyrsta skipti til sólarlanda, þar sem
þær lenda í ýmsum ævintýrum og læra dýr-
mæta lexíu um hvernig á að haga sér í útlönd-
um. Salka gefur út.
Einmunatíð og fleiri sögur er
smásögusafn eftir skoska skáldið George Mackay
Brown. Í sögum sínum lýsir Mackay Brown lífi og
örlögum íbúa eyja norðan Skotlands. Safnið kom
fyrst út á frummálinu fyrir fimmtíu árum en með
því festi hann sig í sessi sem eitt fremsta skáld
Skota. Dimma gefur út.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
Ég les alltaf nokkrar ólíkar bæk-
ur í einu og næstum því allar á
ensku. Sem stendur eru fjórar
bækur í gangi hjá mér, en þær
eru The Untethered Soul eftir
Michael Singer, Living Dangero-
usly eftir Osho,
Lífshamingja í
hrjáðum heimi
eftir Dalai Lama
og Howard Cutl-
er, og skáldsagan
Home, létt og
spennandi, eftir
Harlan Coben.
Ég kynntist verkum M. Singers
síðastliðinn vetur og er verulega
hrifin af honum. The Untethered
Soul er skrifuð á einföldu og að-
gengilegu máli en fer samt mjög
djúpt í andlegar pælingar. Ég er
nýbúin að lesa The Surrender
Experiment eftir hann.
Ég var að
klára handbók-
ina The 5-
second Rule eft-
ir Mel Robbins
sem er vel þess
virði að lesa.
Skáldsagan
Still Me, eftir
Jojo Moyes, olli
mér vonbrigðum
en He Said She
Said eftir Erin
Kelly fannst mér
hins vegar frum-
leg og spennandi.
Það er ein bók
sem hefur verið lengi á borðinu
mínu og sem ég er að lesa hægt
og fletta í næstum því daglega.
Hún er eftir Jon Kabat-Zinn og
heitir Wherever You Go There
You Are.
Á næstunni
ætla ég að lesa
meðal annars The
Way of Effortless
Mindfulness eftir
Loch Kelly og
skáldsöguna All
The Ugly and
Wonderful Things eftir Bryn
Greenwood.
PAOLA ER AÐ LESA
Nokkrar ólíkar í einu
Paola Daziani
er framhalds-
skólakennari
og kennir
ensku við Fjöl-
brautaskóla
Suðurlands.
Dave: Psychodrama
2019 hefur verið gott fyrir breska
rappmenningu. Psychodrama er
fyrsta plata hins tvítuga enska
rappara Dave, en platan er ekki
hefðbundið byrjendaverk. Þessi
metnaðarfulla konseptplata er
listræn frásögn af sálfræðitíma þar
sem Dave glímir við fangelsun
bróður síns, andleg veikindi, stirð
sambönd og þær félagslegu að-
stæður sem hann ólst upp í.
Psychodrama er persónuleg,
íhugul, tilfinningarík og djörf.
Jamila Woods: LEGACY!
LEGACY!
Chicago-borg hefur getið af sér
fjölmargt frábært tónlistarfólk
og með þessari plötu sýnir
Jamila Woods að hún er engu
síðri en þeir allra bestu frá
þeirri vindasömu borg.
Legacy! Legacy! er sjálfsörugg
samfélagsádeila sem varpar
ljósi á menningarlandslag
Bandaríkjanna á eflandi og jafn-
vel glaðlegan hátt. Woods teflir
hér fram því allra besta sem við
má búast úr R&B tónlist.
Solange: When I Get Home
Solange Knowels hóf feril sinn
sem dansari fyrir hljómsveitina
Destiny’s Child, þar sem systir
hennar, Beyonce, var á meðal
meðlima sveitarinnar..
Á síðustu árum hefur Solange
þroskast og vaxið mikið sem tón-
listarkona, sem hún sýnir með
því að nýta sér element úr djassi,
rappi, sálartónlist, raftónlist,
R&B og nýbylgju til að færa hlust-
endum óð til uppeldisborgar
sinnar, Houston.