Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Side 6
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
Ég lít á hljóðlist sem brú á millitónlistar og listaheimsins,“segir hljóðlistakonan Ingi-
björg Friðriksdóttir.
Ingibjörg stundaði nám í elektr-
ónískum tónsmíðum og upp-
tökutækni við Mills-háskóla í Oak-
land í Bandaríkjunum, en meðfram
námi kenndi hún á hljóðgervla í
skólanum og vann í upptökuveri
skólans.
„Helsti munurinn á tónlist og
hljóðlist er sá að tónlist á sér yf-
irleitt upphaf og endi, en hljóðlist
getur verið óendanleg. Tónlist er oft
hugsuð sem ákveðnir atburðir sem
eiga sér stað á ákveðinni tímalínu,
þegar maður semur lag eru yfirleitt
afmarkaðir kaflar og ákveðin þróun,
en það er minni þörf á því innan
hljóðlistarinnar,“ segir Ingibjörg.
„Hljóðlist getur verið ótrúlega mis-
munandi. Sú hljóðlist sem ég laðast
að er í raun tilraun til að brjótast út
úr hefðbundna tónsmíðaforminu og
kanna möguleika þess að búa til
nýjar, óhefðbundnar tónlistarupplif-
anir. Í hljóðlist mætist tónlistafólk
og sjónlistarfólk, og það er alltaf
áhugavert að sjá hvernig tónlist-
arfólk nálgast sjónlist og hvernig
sjónlistarfólk nálgast tónlist. Nálg-
unin er oft ólík þó grunnhugmynd-
irnar séu svipaðar.“
Tónlist fyrir ritvél
Ingibjörg útskrifaðist úr Listahá-
skóla Íslands árið 2013 með BA-
gráðu í tónsmíðum, en lokaritgerð
hennar fjallaði um fyrirbæri sem
nefnist virk nótnaskrift. „Ég vildi
reyna að brjótast út úr hefðbundna
nótnaskriftarforminu, þar sem ég
blanda saman elektrónískum og
klassískum tónsmíðum og reyni að
finna leiðir þar sem þessir tveir
heimar geta talað saman,“ segir
Ingibjörg. „Nótnaskrift var búin til
fyrir hefðbundin hljóðfæri, löngu
fyrir þann tíma þegar við fórum að
nota óhefðbundin hljóð sem part af
tónlist.“
Í einu af verkum Ingibjargar ögr-
ar hún hefðbundinni nótnaskrift
með því að skrifa nótur fyrir ritvél.
„Ég skrifaði mjög nákvæma nótna-
skrift fyrir ritvél, sem er í raun
ómögulegt að vissu leyti því ritvélar
eru ekki hefðbundið hljóðfæri, en ef
þú myndir fylgja nótunum skrifaði
ritvélin ákveðnar leiðbeiningar sem
ritvélaspilarinn réttir til spilara sem
leika á hefðbundin hljóðfæri til túlk-
unar á óhefðbundinni nótnaskrift.“
Listasamfélag í
gamalli herstöð
Fyrr í ár var Ingibjörgu boðið að
búa í tvo mánuði hjá Headlands
Center for the Arts en af rúmlega
1.400 listamönnum sem sóttu um
var aðeins 59 boðið vinnurými.
Headlands Center for the Arts er
steinsnar norðan við San Francisco
í gamalli herstöð sem breytt hefur
verið í listasamfélag. „Við vorum
fimmtán listamenn sem bjuggum
þarna, en á svæðinu eru miklu fleiri
stúdíó sem er úthlutað til listaskóla
á svæðinu og til listamanna sem
hafa vinnuaðstöðu í stöðinni. Þetta
er mjög afskekkt, lítið síma- eða
internetsamband. Þegar maður var
kominn heim á kvöldin var maður
alveg aftengdur. Samt er þetta bara
tíu mínútur frá Golden Gate-brúnni
og San Francisco.“
Ingibjörg fékk úthlutað hljóðveri
og vinnurými í gamalli vöruskemmu
á svæðinu og setti þar upp innsetn-
inguna Reflecting. „Innsetningunni
er ætlað að skapa mörg rými í einu,
eftir því á hvað fólk trúir,“ útskýrir
Ingibjörg. „Þegar ég var að flytja
til Bandaríkjanna upplifði ég í
fyrsta skipti kvíða. Þetta var stór
ákvörðun, fyrsta skipti sem ég fer
frá Íslandi í lengri tíma til að
stunda listnám, sem hljómaði ekki
það skynsamlegasta í heiminum. En
í staðinn fyrir að fara til sálfræð-
ings ákvað ég að fara og hitta tvær
íslenskar spákonur.“
Ingibjörg segir spákonurnar hafa
hjálpað við ákvörðunina að hefja
nám í Bandaríkjunum, en henni
þótti viðeigandi að að hitta spákon-
ur í Oakland að dvölinni lokinni.
„Það er það sem maður heyrir í
nýju innsetningunni. „Á svona
kaflaskilum hefur fólk tilhneygingu
til að segja manni hvað maður á að
gera eða hvernig hlutirnir verða,
hvort sem það er spákonur eða
ekki,“ segir Ingibjörg. „Í innsetn-
ingunni eru margir hátalarar í einu
að tala við þig og segja þér hvernig
þetta verður og hvað er í gangi.
Þeir sem trúa ekki á spákonur
segja að þær segi bara almenna
hluti sem eigi við um alla, en ef þú
trúir er þetta ofsalega persónuleg
innsetning fyrir mig og þú færð inn-
sýn í líf mitt.“
Ingibjörg mun setja innsetn-
inguna upp á Podium Festival í
Noregi í lok júlí.
Samdi rapp með föngum
Samhliða vistinni í Headlands vann
Ingibjörg að verkefni í San Quentin-
ríkisfangelsinu í Kaliforníu. Í gegn-
um íslenska vinkonu sína, sem einn-
ig stundaði nám í Kaliforníu, komst
Ingibjörg í kynni við sænska tónlist-
armanninn David Jassy, sem af-
plánar nú lífstíðardóm í San Quent-
in-fangelsinu.
Jassy hefur verið virkur í
tónlistarstarfi fangelsisins, en hann
er meðal þeirra sem semja tónlist-
ina fyrir hlaðvarpið Ear Hustle sem
tekið er upp innan veggja San
Quentin, auk þess að vinna í verk-
efni sem heitir San Quentin Mixta-
pes, sem Ingibjörg hjálpaði einnig
við.
„Þetta er verkefni þar sem ungir
fangar rappa um reynslu sína. Þetta
er eiginlega andstæðan við „gang-
ster-rapp“ því þetta eru strákar
sem eru búnir að brjóta af sér og
hljóta langa dóma og eru í raun
ákveðin forvörn fyrir aðra sem eru
að brjóta af sér,“ segir Ingibjörg,
sem hjálpaði við framleiðslu verk-
efnisins.
„Þetta var ótrúlega mögnuð lífs-
reynsla. Fólk vill trúa að þeir sem
eru komnir í þessa stöðu séu vondu
kallarnir og verðskuldi fyllilega að
vera þarna. Að kynnast föngum sem
voru börn, jafnvel niður í fimmtán
ára, þegar þeir brutu af sér, er ótrú-
lega sorglegt,“ segir Ingibjörg.
„Það var líka lífsreynsla fyrir þá
að kynnast mér. Ég held að þeim
hafi aldrei dottið í hug að stelpa
gæti unnið við að búa til og hljóð-
blanda tónlist.“
Hljóðlistakonan Ingibjörg Friðriksdóttir hefur lagt ýmislegt fyrir sig á síðustu árum. Hún hefur meðal
annars framleitt tónlist með föngum í San Quentin-fangelsinu og búið í virtu listasamfélagi í yfirgefinni
herstöð. Ingibjörg ræddi við Sunnudagsblaðið um hljóðlistarútrás sína í Kaliforníu.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Kannar útjaðra tónsmíða
Ingibjörg stundaði
nám í tónsmíðum
og upptökutækni
við Mills-háskóla.
Stúdíó Ingibjargar
í Headlands
Center of Arts.
Hérna erum
við að tala
saman
Bókaðu 8–120 manna fundarými á góðu verði
Nánar á harpa.is/fundir