Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
Ég tek strætó í vinnuna. Það tekur lengri tíma en að keyra í vinnuna enmér finnst það þægilegra. Á morgnana er ég þreyttur og hef lítinnáhuga á að setjast bak við stýri og einbeita mér að akstri. Í staðinn get
ég hallað mér aftur í sætinu mínu, slakað á og hlustað á hlaðvarp eða lesið
bók. Morgunumferðin er ekki nærri því eins pirrandi þegar maður er aðeins
passífur þátttakandi í henni.
Þó er eitt sem ég á erfitt með; sætisvalið. Ef þú ætlar að aka í vinnuna get-
ur þú aðeins valið eitt sæti – bílstjórasætið. Hvílík forréttindi! Í strætó eru
sætin allt upp í fimmtíu.
Vandamálið er að ég vil helst sitja
einn í strætó. Kannski flokkast það
undir andfélagslega hegðun en sann-
leikurinn er sá að það síðasta sem ég
vil klukkan sjö að morgni er að deila
olnbogarými með ókunnugri mann-
eskju.
Ég kem inn í strætóinn minn frek-
ar snemma á leiðinni, þannig að yf-
irleitt eru nokkur auð sæti við hlið-
ina á auðum sætum og venjulega
sest ég þar. En það eru í raun mis-
tök. Ég hef lært af reynslunni að
þegar líður á strætóferðina mun
strætóinn fyllast og það eina sem ég geri með því að setjast í sæti við hliðina
á auðu sæti er að framselja rétt minn til að velja hver mun enda á að sitja við
hliðina á mér. Ef ég verð að sitja við hliðina á manneskju, sem er í þessu til-
felli óhjákvæmilegur raunveruleiki, vil ég halda í þá litlu stjórn sem ég hef til
að hafa áhrif á örlög mín og ákveða sjálfur hjá hverjum ég sit. Þess vegna er
rökréttara að setjast við hliðina á annarri manneskju í strætó þótt þú getir
sest í sæti við hliðina á auðu sæti. En ég geri það samt ekki.
Ég er bjartsýnismanneskja. Þótt möguleikinn á að plássfrek manneskja
með háværa tónlist í eyrunum setjist við hliðina á mér sé einstaklega óaðl-
aðandi, er hann betri heldur en að útrýma möguleikanum á að sitja einn fyrir
fullt og allt.
Auk þess hef ég það einfaldlega ekki í mér að brjóta þá almennu íslensku
félagsvenju að halda eins mikilli fjarlægð frá ókunnugum og mögulega hægt
er. Ég þyrfti að vera gjörsamlega siðblindur til að ganga inn í nær auðan
strætisvagn og setjast við hliðina á einu manneskjunni í vagninum.
Ég er hræddur um að ég neyðist til að framselja rétt minn til að velja mér
sessunaut í nafni almennrar kurteisi.
Sessunautar og
strætisvagnar
Pistill
Pétur
Magnússon
petur@mbl.is
’Ég þyrfti að vera siðblindur til aðganga inn í nær auðanstrætisvagn og setjast
við hliðina á einu mann-
eskjunni í vagninum.
Gunnhildur Sæmundsdóttir
Hún er nú ekki uppáhalds en
Boheimian Rhapsody er mjög góð.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
uppáhalds
kvikmynd-
in þín?
Helga Friðriksdóttir
Pretty Woman.
Kristinn Hauksson
Stella í orlofi.
Sindri Snær Þorsteinsson
Þær eru nokkrar en ég segi The
Green Mile.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
TEITUR MAGNÚSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Teitur Magnússon mun koma fram á Pikknikk tónleikum Norræna
hússins á sunnudaginn. Frítt er á tónleikana sem hefjast klukkan 15.00.
Hvar ert þú að spila um helgina?
Þetta eru Pikknikk tónleikar Norræna hússins, sem eru á sunnudögum
klukkan 3, ég er ekki viss hvort þetta er alla sunnudaga. Það er ókeyp-
is á þetta, þetta er í gróðurhúsinu fyrir utan Norræna húsið, í garð-
skálanum. Ég spilaði þarna í fyrra og hittifyrra. Ég var ekki búinn að
ákveða að spila núna í sumar en síðan var ég óvænt fenginn til að leysa
af. Það var einn, hann félagi minn Árni Vil, sem átti að vera og hann gat
ekki spilað þannig ég hoppaði inn.
Hverju getur fólk búist við af þessum tónleikum?
Það er frekar hugguleg stemning þarna. Ég skoðaði veðurspána, það á
ekki að vera sólskin en það gerir ekki til, það er hægt að vera inni í þessum
garðskála. Við sjáum til hvort það rigni. Það getur orðið svolítið heitt ef
það er mikil sól, það hefur stundum verið mjög heitt þegar það er sól, þegar
ég hef spilað inni í garðskálanum hefur næstum því liðið yfir mig. En þetta
hefur verið vel sótt og góð stemning. Það er líka frábært kaffihús, veitinga-
staður.
Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni þinni?
Hún er svona kannski einhvers konar tilraunakennd fólktónlist. Oft suð-
rænt og seiðandi, í sumum lögunum. Eins og í laginu Mónika, þetta er svona
bossanóva-bræðingur. Þetta er svona blanda af öllum mögulegum áhrifum,
en oft er þetta samið í grunninn á kassagítar. Svo er byggt ofan á það.
Hvað tekur svo við í sumar?
Það verða tónleikar í Grindavík 17. ágúst og Þorlákshöfn 23. ágúst. Svo verð
ég í Grænlandi 3. til 12. ágúst. Það var verið að bjóða mér á hátíð sem heitir
Qooqqut þar sem ég mun semja tónlist með innfæddum tónlistarmönnum í
vinnubúðum. Við verðum með hálftíma tónleika með þessu prógrammi sem
verður til þannig og síðan er ég líka með hálftíma tónleika þar sem ég spila
mitt sólóefni. Svo er ég líka að semja tónlist fyrir söngleik sem verður
frumfluttur í sumar.
Tilrauna-fólktónlist
í Norræna húsinu
Morgunblaðið/Hari
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.