Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
LÍFSSTÍLL
Sveppa- og
papriku-„tapenade“
1 bakki sneiddir Flúðasveppir
1 bakki paprikur frá Flúða-Jörfa
1 stk. geiralaus hvítlaukur
12 stk. grænar ólífur
50 g sólþurrkaðir tómatar
salt og pipar
Setjið sveppi og papriku í eld-
fast mót og hellið smá olíu yfir.
Bakið í 25 mínútur við 150°C.
Kælið.
Hellið því næst vökvanum
frá sveppunum og paprikunni
en hægt er að nota það síðar
sem kraft í súpu- eða sósu-
gerð.
Notið matvinnsluvél til að
grófhakka hráefnin hvert fyrir
sig.
Blandið öllu saman.
Smakkið til með salti og pip-
ar
Ýmislegt gómsætt er á matseðlinum eins og gulrót-
arbyggkaka.
„Og svo erum við með sveppaís og gulrótarís,“ segir
Emma. Blaðamaður hváir og segir sveppaís hljómi mjög
undarlega. „Hann er rosalega góður!“ segja þær báðar
og hlæja.
„Það var nú meira sveppabragð af honum áður, við er-
um búin að milda það aðeins,“ skýtur Georg inn í.
Fastakúnnar úr Reykjavík
Farmers Bistro opnaði fyrir tveimur árum og er að festa
sig í sessi í sveitinni. Bæði Íslendingar og erlendir ferða-
menn sækja staðinn og oft eru Íslendingar í meirihluta.
Opið er frá 12-17 á daginn en tekið er á móti hópum bæði
kvölds og morgna.
„Við erum hér á Flúðum í þessu sumarbústaðahéraði
þannig að það koma margir Íslendingar,“ segir Emma.
„Þegar hóparnir koma erum við að þjóna allt að
hundrað manns í einu,“ segir hún og nefnir að þau bjóði
upp á eitthvað fyrir alla.
„Við erum með bæði ketó og vegan því fólk vill það en
svo viljum við líka bjóða upp á íslenska lambið, naut og
kjúkling,“ segir Emma.
Blaðamaður nefnir að það væri tilvalið fyrir fjöl-
skyldur og vini að fá sér bíltúr úr höfuðborginni og borða
á Farmers Bistro á fallegum sumardögum.
„Það eru margir sem gera það og erum við með fasta-
kúnna úr Reykjavík,“ segir Ragnheiður og segir suma
kúnnanna jafnvel koma ríðandi.
„Við erum hér með hestagerði og rafmagnsgirðingu
og það er vinsælt hjá hópum að koma hingað á hestum.“
Á Flúðum eru ræktuð 600 tonn á ári af sveppum. Það tekur tólf vikur fyrir sveppi að vaxa.
Uppskrift af
sveppasúpunni
er leyndarmál.
145 g nautakjöt (við notum Kjöt frá
Koti)
4 sneiðar chorizo (frá Stjörnugrís)
1 sneið Maribo-ostur
íssalat frá Garðyrkjustöðinni Ösp
chipotle-sósa
tómatsalat með lauk og basil
guacamole
smjörsteiktir sveppir
smá sýrður rjómi
salsasósa til að hafa með
Steikið kjötið í u.þ.b. tvær mín-
útur á hvorri hlið og saltið og
piprið.
Þegar búið er að snúa kjötinu,
setjið fjórar sneiðar af chorizo og
eina sneið af maribo-osti ofan á
kjötið.
Raðið á diskinn í þessari röð:
íssalat fer á botninn og chi-
potle-sósa ofan á salatið. Ham-
borgarinn er svo lagður ofan á og
aftur íssalat og því næst er ham-
borgarinn toppaður með tóm-
atsalati og guacamole.
Berið fram með íslensku salsa,
sýrðum rjóma, smjörsteiktum
Flúðasveppum og brenndum
osti.
Ketóhamborgari
Farmers Bistro
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Góð og öflug vörn fyrir
meltingarveginn
Bio-Kult Candéa inniheldur góðgerla,
hvítlauk og greipkjarnaþykkni.
Öflug blanda sem eflir mótstöðuafl líkamans
l Styrkir meltinguna
l Vinnur á Candida sveppnum
l Kemur jafnvægi á
meltingaflóruna
l Bestu gæði góðgerla
Öll sykurlöngun hefur minnkað
Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða
tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri
að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og
hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins.
Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki.
Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult,
sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer.
Kolbrún