Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2019 „Tveir mömmustrákar með mikil gestalæti segja sögur í leit að ást, samþykki og viðurkenningu,“ segir í lýsingu nýs hlaðvarpsþáttar sem hóf göngu sína í júní. Þátt- urinn, sem notið hefur mikilla vinsælda, ber nafnið Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars og eru Helgi Jean Cleassen fjölmiðlamaður og Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur stjórnendur hans. Þeir félagar skipta þættinum upp í fjóra til fimm hluta. „Það er pub-quiz spurning, topp fimm listi, með eða á móti, byrjunarsaga og svo erum við með leikþátt sem við endum alltaf á,“ segir Hjálmar. Í leikþættinum bregða þeir Hjálmar og Helgi sér í hlutverk skemmtilegra per- sóna eins og Hvítvínskonunnar og Péturs á Útvarpi Sögu. „Í nýjasta þættinum verður miðilsfundur,“ bætir Hjálmar við. „Þættirnir eru 70% grín, 20% á andlegu nótunum og svo eru 10% sem vitum ekkert hvað verður úr.“ Hjálmar segir þá Helga hafa undirbúið sig vel fyrir gerð þáttanna og ekki viljað fara út í gerð þeirra nema allt væri á hreinu. „Viðtökurnar hafa verið svakalegar. Við erum búnir að vera í fyrsta eða öðru sæti á lista Apple síðan við byrjuðum. Það eru rétt yfir 20.000 manns sem hafa hlustað á þættina,“ segir Hjálmar. Hann útilokar ekki að þeir fái gesti til sín í þáttinn þó að aðaláherslan verði á þá tvo. Þættina má finna á Spotify, hjá Apple, á Soundcloud og geta áhugasamir bæði horft á þættina í heild sinni sem og styttri innslög á Facebook-síðu þáttarins. Gleðigjöfunum og vinunum Helga Jean og Hjálmari Erni virðist hafa tekist vel til í nýjum hlaðvarpsþáttum sínum. Hvítvínskona og miðilsfundur Nýir hlaðvarpsþættir með þá Helga Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannsson innanborðs eru vinsælir meðal hlaðvarpsþyrstra Íslendinga. „Svo hrópaði hann (á íslenzku auðvitað): Komið hingað, baunadjöflar, ef þið þorið: En enginn þorði, enda hafði mað- urinn vit á að ávarpa landslýð á íslenzku, en ekki dönsku,“ segir í bréfi til Velvakanda 13. júlí 1969. Sendandi bréfsins, sem skrifar undir nafninu „Heimkominn“, var á gangi með eiginkonu sinni á Strikinu í Kaupmannahöfn í Danmörku þegar hann heyrði einkennilegan söng sem kom þó kunnuglega fyrir eyru. „Við héldum fyrst að þarna væri einhver hippíi á ferð gaul- andi en þegar nær kom sáum við skrítna sjón. Vel klæddur og snyrtilegur maður, en mjög drukkinn, stóð hnarreistur á götuhorni, veifaði rommflösku, eins og taktstokki og söng „Aldrei skal ég eiga flösku“,“ segir Heimkominn og bætir við að konan hans hafi skammast sín fyrir að vera Íslendingur á þess- ari stundu og viljað forða sér. Að sögn Heimkomins byrjaði einn hippinn að safna peningum fyrir kauða en þá var eins og runnið hefði af honum ölæðið og hann forðað sér. Hann endar svo söguna: „Mest brá okkur þegar við sáum allt í einu dauðskelkaða konu fara í humáttina á eftir honum, sýni- lega eiginkonu hans. Skemmti- leg utanlandsferð fyrir hana.“ GAMLA FRÉTTIN Ofurölvi á Strikinu Betra er að gá að sér þegar á að fá sér neðan í því í utanlandsferðum. Morgunblaðið/Jim Smart ÞRÍFARAR VIKUNNAR Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur Nihad Ðedovic körfuknattleiksmaður Zlatan Ibrahimovic knattspyrnumaður TRATTO model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla MENTORE model 3052 L 201 cm Áklæði ct. 70 Verð 389.000,- L 201 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- STAN model 3035 L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 359.000,- L 206cm Leður ct. 15 Verð 419.000,- JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.