Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
LÍFSSTÍLL
Fyrir 40 bollakökur
2 bollar hveiti
1½ bolli sykur
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
½ tsk. kanil
1 tsk. salt
Allt blandað saman
Svo er þessu blandað út í:
3 bollar rifnar íslenskar Flúðagul-
rætur
1 bolli olía
1 bolli soðið bygg
4 msk. gulrótarmarmelaði
4 stk. Flúðaegg
Hrærið vel saman og setjið í
muffins form og
bakið við 170°C í 35 mínútur.
SMJÖROSTAKREM
300 g smjör
400 g rjómaostur
500 g flórsykur
1 tsk. sítrónu safi
2 msk. rjómi
4 tsk. vanillu dropar
Látið smjörið og rjómaostinn
standa aðeins, þar til það er
orðið mjúkt.
Setjið allt hráefnið í skál og
þeytið vel saman.
Berið fram með kökunni.
Gulrótarkaka
Það var gamall draumur hjá Georg að opna svonastað þar sem hann ræktar þúsund tonn af mat-vælum á ári. Hann vildi fara með þetta alla leið á
diskinn,“ segir Emma R. Marinósdóttir sem á Farmers
Bistro ásamt manni sínum Georg Ottóssyni. „Flagg-
skipið okkar er sælkerahlaðborðið og sveppasúpan sem
er úr þremur tegundum af sveppum og með því er borið
fram heimabakað brauð úr bygginu sem við ræktum.
Svo er ýmislegt góðgæti úr sveppum, gulrótum og
paprikum sem við ræktum hér og annað hráefni sem
við notum er úr nærumhverfinu,“ segir Emma.
„Sveppasúpan er hernaðarleyndarmál; það eru margir
búnir að reyna að fá upp úr okkur uppskriftina,“ segir
Ragnheiður Georgsdóttir sem vinnur við fjölskyldufyr-
irtækið.
„Við notum síðan alls konar grænmeti í grænmet-
issúpu því sumir vilja ekki sveppasúpu,“ segir Ragn-
heiður og segist „alin upp í sveppum og paprikum“.
Emma R. Marinósdóttir og Ragnheiður Georgsdóttir standa vaktina í Farmers Bistro á Flúðum. Það er oft fullt út úr
dyrum en gestir eru bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Hráefnin eru öll úr nærumhverfinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Sveppasúpan er
hernaðarleyndarmál
Hjá Flúðasveppum eru ræktuð 600 tonn af sveppum á ári.
Nóg var til af sveppum og fannst eigendum því tilvalið að opna
veitingastað á Flúðum. Farmers Bistro var opnað fyrir tveimur árum
en þar eru glænýir sveppir, paprika og gulrætur í aðalhlutverki.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
2 dl byggmjöl
2 dl perlubygg (soðið)
2 dl heilhveiti
2 dl hveiti
1 dl haframjöl
2 msk. sólblómafræ
1 msk. sesamfræ
1 tsk. salt
½ bolli rúsínur
2 msk. lyftiduft
4 dl mjólk
2 dl rifnar íslenskar Flúðagulrætur
Deilið deiginu í köku/brauðform
og bakið við 165°C í 40 mínútur.
Byggbrauð
Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugard. í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU
Fallegt úrval af
inni og úti
körfum og pottum