Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Breski auðmaðurinn sir Jim Ratcliffe
fjármagnar nýja rannsókn á laxa-
stofninum á Norðausturlandi í sam-
starfi við Hafrannsóknastofnun, en
rannsóknin er hluti af fyrirætlunum
hans um vernd Atlantshafslaxins.
Þetta var kynnt á blaðamannafundi í
húsakynnum Hafrannsóknastofnun-
ar síðdegis í gær þar sem samningur
þess eðlis var undirritaður.
Ratcliffe ver 80 milljónum króna í
rannsóknina, sem unnin verður í
samstarfi Hafrannsóknastofnunar
og lífvísindadeildar Imperial Col-
lege. Tveir doktorsnemar, einn frá
hvorri stofnun, munu vinna að verk-
efninu, sem mun standa yfir í 3 til 4
ár.
Rannsóknin nær til nýrra sviða
vistfræði og hegðunar laxins, en
doktorsnemarnir tveir munu fram-
kvæma ítarlegar rannsóknir sem ná
til núverandi stærðar stofna laxins,
genakortlagningar og hátæknimerk-
inga fiska og leiða eiga í ljós tengslin
á milli umhverfis og hegðunar laxa í
ánum og endurkomu þeirra í árnar
úr hafi. Lykilþættir rannsóknar
munu snúa að mati á því hversu gott
aðgengi unglaxa er að æti, því það
hefur áhrif á lífvænleika þeirra í hafi
og fjölda einstaklinga sem á endan-
um snúa aftur í árnar til hrygningar.
Gísli Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Veiðifélagsins Strengs í
Vopnafirði, sagði á fundinum að
heildarfjárfesting Ratcliffe í gegnum
veiðifélagið gæti numið allt að 600
milljónum króna á næstu árum, en
samfara rannsókninni eru þrjú verk-
efni komin af stað hjá félaginu, meðal
annars við að grafa frjóvguð egg,
byggja laxastiga og gróðursetja tré
og plöntur nærri ánum.
Fjármagnar nýja
laxarannsókn
Ratcliffe ver 80 milljónum króna
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórlax Sir Jim Ratcliffe sést hér
við veiðar í Selá í Vopnafirði.
Hópur krakka gerði Listasafn Einars Jónssonar í
miðbæ Reykjavíkur að leiksvæði sínu nýverið og mátti
þá sjá fjörugan vinahópinn hoppa og príla á tröppum
og veggjum safnsins. Vafalaust á eitthvert þeirra eftir
að sækja safnið heim þegar áhugi á listmunum eykst,
en safnið var fyrst opnað á Jónsmessudag 23. júní 1923.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hoppað í heimi listarinnar
Listasafn Einars Jónssonar við Eiríksgötu í Reykjavík
Nokkrir landeigenda að Seljanesi í
Ingólfsfirði hafa óskað eftir endur-
skoðun á úrskurði Úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindamála
vegna framkvæmdastöðvunar á
Ófeigsfjarðarvegi. Úrskurðarnefnd
hafnaði því í júlí að framkvæmdir
yrðu stöðvaðar á meðan kæra land-
eigenda væri til umfjöllunar hjá
nefndinni. Telja landeigendur nú að í
ljósi nýrra upplýsinga sé rétt að end-
urskoða úrskurðinn.
„Við höfðum rökstuddan grun um
að þessi ákvörðun Úrskurðar-
nefndar væri ekki byggð á réttum
forsendum og svo hefur fullt af nýj-
um gögnum komið til. Þá sér-
staklega um hvernig framkvæmd-
unum hefur verið fram haldið,“ segir
Guðmundur Hrafn Arngrímsson,
talsmaður hluta landeigenda að
Seljanesi.
„Við gerum athugasemdir við það
hvernig framkvæmdinni vindur
áfram og með hvaða hætti hún er
gerð. Svo fundum við dómafordæmi
og yfirlýsingar frá hreppsnefndinni
sem tóku af allan vafa um að það
ætti ekki að fara í gegnum Selja-
nes.“
Framkvæmdir vegna Hvalár-
virkjunar hafa verið gríðarlega um-
deildar í Árneshreppi og víðar. Fyrir
liggja sjö kærur hjá Úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
vegna framkvæmdanna.
Landeigendur vilja að úr-
skurður verði endurskoðaður
Ekki byggður á réttum forsendum, segir talsmaður
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vinna Hart hefur verið deilt um
framkvæmdina að undanförnu.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni kynnti í gærkvöldi sáttatil-
lögu af félagsins hálfu sem felur í sér
niðurfellingu hluta af kostnaðarverði
íbúða þess við Árskóga 1-3.
Afslátturinn nemur samtals 149
milljónum króna sem dreifast á kaup-
endur og er afrakstur viðræðna fé-
lagsins við framkvæmdar- og fjár-
mögnunaraðila verkefnisins. Ekki
liggur fyrir hvað hlutur hvers í af-
slættinum er mikill, en FEB leggur til
tugi milljóna króna.
„Þetta þýðir að hver kaupandi
greiðir 37% minna en áður hafði verið
gerð krafa um. Sem dæmi ná nefna að
á íbúð þar sem hækkunin nam áður
7,5 milljónum verður kostnaðarhækk-
unin nú 4,4 milljónir króna. Nefna má
annað dæmi um íbúð þar sem hækk-
unin nam áður 4 milljónum, hún verð-
ur nú 2,5 milljónir króna,“ segir í til-
kynningu frá félaginu. Fram kemur
að með sáttatillögunni séu íbúðirnar
afhentar undir raunkostnaðarverði.
Þær séu nú seldar á 6,9% yfir gamla
kaupsamningsverðinu í stað allt að
11% sem áður hafði verið kynnt.
Sumir kaupenda leita réttar síns
vegna málsins enda hafi þeir ekki
fengið lykla afhenta. Ekki náðist í lög-
menn þeirra í gær og því liggur ekki
fyrir hvort gengið verður að tilboðinu
eða staðið við aðfararbeiðnir um af-
hendingu íbúða sem teknar verða fyr-
ir í dag.
Nefndin stígur til hliðar
Fram kemur í tilkynningu FEB að
þeir kaupendur sem sátu í bygging-
arnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum
hjá félaginu á byggingartímanum hafi
lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til
afsláttarins. Morgunblaðið hefur
greint frá því að Gísli Jafetsson, fram-
kvæmdastjóri FEB, og Þorbergur
Halldórsson, formaður byggingar-
nefndar, séu meðal kaupenda íbúð-
anna. Fram kemur að hlutur þessara
aðila í afslættinum dreifist til hækk-
unar á hlut annarra kaupenda sem
ganga að sáttaboðinu og er talin með í
heildarafslætti sem getið var að fram-
an. Þá hefur byggingarnefnd FEB
óskað þess að stíga til hliðar vegna
þess farvegs sem málið er komið í og
til að stuðla að sátt.
Stjórn FEB biður þá velvirðingar
sem urðu fyrir áhrifum af mistökun-
um. „Það er von Félags eldri borgara
að samstaða náist um framangreinda
tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að
Árskógum 1-3. Ljóst er að draga
verður lærdóm af þeim afdrifaríku
mistökum sem gerð voru í tengslum
við verðlagningu og samninga vegna
íbúðanna. Endurskoða þarf með
hvaða hætti staðið er að framkvæmd-
um sem þessum. Stjórnin hyggst í
framhaldinu láta fara fram rannsókn
á því hvernig mistökin áttu sér stað,“
segir í tilkynningunni.
FEB rétti kaupendunum sáttahönd
149 milljóna króna heildarafsláttur FEB, fjármögnunar- og framkvæmdaaðilar bera kostnaðinn
Byggingarnefnd FEB stígur til hliðar vegna málsins Fyrirtaka aðfararbeiðna í héraðsdómi í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árskógar Íbúðirnar eru 68 talsins í tveimur fjölbýlishúsum. Kaupendum var
tilkynnt um hækkun á verði íbúðanna eftir undirritun kaupsamnings.