Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN ÞOLIR EKKI ÞEGAR AÐRIR NOTA
SKÁLINA HANS.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... upphaf alls.
PÍTSA Í
KVÖLD! HEYRÐU!
HVAR FALDIRÐU
TAKKANA Á
ELDAVÉLINNI?!
ÉG VIL PEPPERÓNÍ
Á HELMINGINN OG
TVÖFALT MAGN Á
HINN
ÞÚ HEFUR BORIÐ FRAM SKJALDBÖKUSÚPU
Á HVERJUM DEGI Í HEILA VIKU! HVÍ EKKI
KJÚKLINGASÚPU?
ÞVÍ MIÐUR GET ÉG BARA EKKI HLAUPIÐ
EINS HRATT OG ÉG GAT ÁÐUR FYRR!
MÁTUNARKLEFAR
„þetta er samkvæmiskjóll. hann
lítur betur út í kertaljósi.”
Haraldur V.
Haraldsson
Jónína Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Vindási
Jón Jóhann
Kristjánsson
bóndi í Vindási í
Eyrarsveit
Jóhanna Hallgerður Jónsdóttir
húsfreyja á Grund
Gísli Karel Elísson
bóndi á Grund í
Eyrarsveit, Snæfellsn.
Vilborg Guðrún
Gísladóttir
húsmóðir í
Reykjavík
Vilborg Jónsdóttir
húsfreyja á Vatna-
búðum
Elís Gíslason
bóndi á Vatnabúðum í Eyrarsveit
Pálína Gísla-
dóttir stofnandi
Hrannarbúðarinn-
ar í Grundarfi rði
Elís Gíslason fv. skip-
stjóri í Grundarfi rði
Hólmfríður Gísla-
dóttir fv. formaður
Ættfræðifélagsins
Kristján
Ágúst Jón-
asson bif-
reiðastjóri í
Reykjavík
Sigríður Elín
Jónasdóttir
húsfreyja í
Kópavogi
Guðrún Sigurborg
Jónasdóttir hús-
freyja í Reykjavík
Jóhanna
Haralds-
dóttir
kennari
Helga Haralds-
dóttir verslun-
armaður
Ásgerður
Haraldsdóttir
húsmóðir
Kári Haraldur
Sölmundarson fi sk-
verkandi og hógvær
hægrimaður
Sveinn Vilberg
Jónsson fram-
kvæmdastjóri
Matfugls
Haraldur Smári
Gunnlaugsson starfs-
maður Marel í Seattle
og tónlistarmaður
Elínbjörg
Kristjáns-
dóttir
starfsmaður
Íslandspósts
Jóhann Ágúst
Hansen fram-
kvæmda-
stjóri Gallerís
Foldar
Ragnheiður Elísdóttir
barnalæknir
Ásgerður Jóna Flosa-
dóttir formaður Fjöl-
skylduhjálpar Íslands
Kjartan Eggertsson stofn-
andi Tónskóla Hörpunnar
Lilja Eggertsdóttir píanisti
Halla Halldórsdóttir
ljósmóðir og fv. bæjar-
fulltrúi í Kópavogi
Halldór Páll Halldórsson
skólameistari á Laugarvatni
Sólrún Halldórsdóttir
myndlistarkona
Ágúst Friðgeirsson verktaki
Ásgeir Friðgeirsson fv. vara-
þingmaður Samfylkingarinnar
Kristín Magdalena
Jóhannesdóttir
húsfreyja á
Lýsuhóli
Ágúst Ingimarsson
bóndi á Lýsuhóli í Staðarsveit
Ásgerður
Ágústa
Ágústsdóttir
húsfreyja
í Lýsudal í
Staðarsveit,
Snæfellsn.
Þorsteinn Jónasson
bóndi á Kóngsbakka ytri í
Helgafellssveit, Snæfellsn.
Ástríður Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Helgafelli
Jónas Sigurðsson
bóndi á Helgafelli í
Helgafellssveit
Úr frændgarði Haraldar V. Haraldssonar
Haraldur Breiðfjörð
Þorsteinsson
bifreiðastjóri í Reykjavík
Nýútkomin bók SigurlínarHermannsdóttur „Nágrannar.
– Stuðlamál og stuttsögur“ er góð-
ur lestur. Í Vísnahorni fyrir viku
rúmri sagðist ég hlakka til að njóta
bókarinnar og skáldskaparins í síð-
degissólinni undir suðurveggnum
þegar ég hefði fengið hana í hend-
ur. Og það hef ég svo sannarlega
gert. Stuttsögurnar eru hver með
sínu sniði og þó af sama meiði, stíll-
inn lipur og öruggur og víða óvænt-
ir orðaleikir eins og í „Hestar“.
Sigurlín hefur gott vald á hinum
ýmsu bragarháttum. Ljóðið „Katla“
er undir hrynhendum hætti, átt-
kvæður háttur þar sem skothend-
ingar og aðalhendingar skiptast á:
Leggur farg á fjallaborgir
fagur hökull Mýrdalsjökuls
dregur til sín djarfa huga;
í djúpi undir Katla blundar.
Heila öld þar hlóðir faldi
nú hristir sig sú gamla og byrstir.
Á Veðurstofu veit ei maður
hvort vakni fjallið eða slakni.
Mér þykir vel farið með myndmál
í „Sólstöfum“:
Á vesturhimni er gluggi í skýjaglóðum
þar gylltir stafir sólar dofna óðum
því líður senn að lokum þessa dags.
Ef fengið gæti staf frá hennar hlóðum,
þá hjálp hann yrði ferðlangi móðum
er þokast æ í átt til sólarlags.
Mikið hefur verið ort um veðrið
undanfarið og hér eru „Veðurvís-
urnar“ hennar Sigurlínar:
Nú kemur hér endalaust lægð eftir
lægð
en landsbúar taka því flestir með hægð
þótt rosinn sé rétt eins og gengur.
Ef umhleypingsveðurfar væri ekki til
og varla við kynnum á hálku eða byl
þá mundi enginn yrkja neitt lengur.
Þar er skemmtilegur hljómur og
taktur í Vorboðum:
Máríerlu mæri,
mín er vinan fínust.
Hrossagaukur hressir
hneggið kerlur eggjar.
Stelk með rauða stilka
á staur sá kátan gaurinn.
Músarrindlar masa
mest er samt af þresti.
Hér er „Spaka“:
Mér virðist oft sem veröldin sé galin
er vonska og grimmd í fréttum upp er
talin
en kafir þú svo undir yfirborðið
þá ef til vill þú rekst á gimstein falinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góður lestur
og skemmtilegur