Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 Þegar ég kynntist Baldvin Tryggva- syni í starfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík á árunum fyrir 1960 ríkti þar mikið gróskuskeið. Bald- vin varð fljótlega formaður Heim- dallar og um svipað leyti fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Formaður Fulltrúaráðsins var þá Birgir Kjaran, heitur hugsjóna- maður og baráttumaður, sem jafnframt var gæddur sérstökum skipulagshæfileikum, eins og Baldvin. Fulltrúaráðið hafði lengi verið öflugt í starfi Sjálfstæðis- flokksins, en þegar þeir Baldvin og Birgir lögðu saman krafta sína margefldist starf þess, og það varð annálað stórveldi innan flokksins. Hið daglega starf mæddi mest á Baldvin. Vinnusemi hans, nákvæmni og fyrirhyggja skiluðu sér æ ofan í æ í afburða ár- angri í flokksstarfinu. Hann naut því mikils álits forystumanna flokksins. Ekki var hann síður í miklum metum hjá hinni fjöl- mennu sveit almennra sjálfstæð- ismanna, sem hann af alúð rækt- aði sífellt samband við. Hann var sérstaklega meðvitaður um það, að grundvöllur góðs árangurs í kosningum var natinn og sam- felldur undirbúningur. Hann hafði jafnnæman skilning á hlutverki sáðmannsins og herskarans, sem þurfti til uppskerunnar. Það var því lærdómsríkt að starfa með Baldvin Tryggvasyni og eiga hann að vini. Eftir árin hjá Fulltrúa- ráðinu tóku við margvísleg önnur þýðingarmikil störf hjá Baldvin. Ég sá ekki betur en venjulega væri blómatími, þar sem Baldvin stjórnaði för. Á Fulltrúaráðsárunum hafði Baldvin og fjölskylda hans íbúð sína í Valhöll við Suðurgötu, en þar voru þá skrifstofur sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík. Var það því engin undantekning, að starfið bærist inn á heimilið. Þar tók blíð og elskuleg Júlía, fyrri eiginkona Baldvins, vel á móti starfsfélögum eiginmannsins og lét ekki á sig fá, þó að stundum væri setið fram- eftir. Um leið og Baldvin er kvaddur, er það ljúft, í þakklæt- isskyni, að leyfa huganum að reika um stund til Júlíu. Við Steinunn sendum Halldóru, Sveinbirni og Tryggva og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúðar- kveðju. Hörður Einarsson. Kveðja frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins Baldvin Tryggvason var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem nú nefnist Krabbameinsfélag höfuðborgar- svæðisins, í sextán ár, frá 1973 til 1989. Hann var lengst af gjaldkeri stjórnarinnar og gegndi einnig fleiri ábyrgðarstörfum. Öll störf sín vann hann af vandvirkni og með víðsýni að leiðarljósi og reyndist tillögugóður á miklum mótunarárum félagsins, við upp- haf hinnar árangursríku herferð- ar gegn reykingum ungs fólks. Baldvin var kjörinn heiðurs- félagi árið 1994, fyrir mikilsvert framlag til félagsins og baráttunn- ar gegn krabbameini. Baldvin Tryggvason var einn af okkar traustustu félögum. Bless- uð sé minning hans. Fyrir hönd Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir. Liðin eru rúm 70 ár síðan við bekkjarsystkini Baldvins Tryggvasonar kvöddum Mennta- skólann á Akureyri að loknu stúd- Baldvin Tryggvason ✝ BaldvinTryggvason fæddist 12. febrúar 1926. Hann lést 29. júlí 2019. Útför Baldvins fór fram 12. ágúst 2019. entsprófi vorið 1948. Hópurinn okkar dreifðist þá víðs veg- ar til mennta og starfa, en reynt var að hittast á fimm ára fresti og þó enn meiri festa á fundum þegar minnst var áratuga afmælis útskriftar við skólaslit 17. júní á Akureyri. En „ævin líður ár- um með“ og fækkað hefur í hópn- um okkar eftir því sem lengra líð- ur frá skólaárunum nyrðra. Í dag kveðjum við Baldvin Tryggvason, sem hvað fremstur fór í okkar hópi í námi og félagslífi skólaár- anna – enda til trúnaðarstarfa val- inn á þeim vettvangi. Sama er að segja um það traust sem hann ávann sér og naut að námi loknu í mikilvægum ábyrgðar- og for- ystustörfum sem honum voru fal- in og hann gegndi með sóma og farsæld meðan heilsa entist. Hann naut virðingar og vinsælda sam- ferðafólksins vegna sinna per- sónulegu verðleika – og fyrir framlag sitt í þjóðarþágu. Þeir eru því margir og ekki síst meðal okk- ar af eldri kynslóðinni, sem minn- ast hans með söknuði og eftirsjá nú á kveðjustund. Við bekkjarsystkini hans frá árunum í MA þökkum dýrmæt kynni og vottum eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra innilega sam- úð og biðjum þeim heilla og bless- unar um ókomin ár. Sváfnir Sveinbjarnarson. Fyrstu kynni mín af Baldvini Tryggvasyni voru á blaðamanna- fundum hjá Almenna bókafélag- inu, sem hann stýrði forðum daga. Orðræða hans var til fyrirmyndar og maðurinn geðþekkur og prúð- mannlegur. Eftir að hann tók við stjórn SPRON áttum við talsverð samskipti, þar sem hann reyndist mér traustur og sannrænn. Sem framkvæmdastjóri HNLFÍ, og þegar Ólafur B. Thors lét af formennsku í rekstrarstjórn, eftir farsæla forystu, kom ég að máli við Baldvin og bað hann taka starfið að sér. Öðrum treysti ég ekki betur. Þar með hófst farsæl samvinna okkar. Baldvin studdi dyggilega tillög- ur og hugmyndir um framkvæmd- ir og breytingar, sem urðu stofn- uninni til heilla. Sjálfur lagði hann fram ýmsar ráðleggingar, sem byggðu á þekkingu hans á sviði fjármála og rekstrar. Á þessum vettvangi féll aldrei skuggi á sam- skipti okkar. Fyrir hlýju hans og góð ráð verð ég honum ávallt þakklátur. Eiginkonu hans og afkomend- um sendi ég samúðarkveðjur. Árni Gunnarsson, fyrrver- andi framkv.stj. HNLFÍ. Mikill öðlingur er nú kvaddur. Baldvin Tryggvason kom víða við í samfélaginu þó að hann væri ekki í hópi þeirra sem lögðu gott til mála sjálfum sér til brautargeng- is. En margir munu verða til að fylgja honum úr hlaði með þakk- læti og virðingu og lýsa þeim ólíku verkefnum sem honum tókst að leysa með hógværum sóma. Hér verður aðeins lýst einu þessara sviða af því að ég þekki það best. Við komum samtímis að starfi Leikfélags Reykjavikur þegar ég varð þar fyrsti leikhús- stjórinn 1963. Það var gæfa Leik- félagsins að Geir Hallgrímsson skipaði Baldvin fulltrúa borgar- innar í fyrstu leikhússtjórnina; það leysti hann svo vel að ekki hvarflaði að mönnum þó að ein- hver pólitísk veðrabrigði yrðu hjá borginni að þar væri völ á hæfari manni. Hann sat því þar í áratugi og þótti alltaf leggja gott og vit- urlegt til mála en gætti þess einn- ig að blanda sér ekki í hin listrænu álitamál nema að honum væri lagt. Þetta voru þau árin þegar hug- myndin um Borgarleikhús var að leita forms. Margar ferðir gerðum við Baldvin okkur um borgina meðal annars vegna staðsetningar þess húss, vitandi að flestar Evr- ópuþjóðir velja sérstakt rými og sérstakt umhverfi fyrir sín menn- ingarmusteri og eru stolt af. Hér verður ekki farið frekar út í þá sálma en óþarfi er að gleymist að það var ekki síst fyrir stuðning þessara manna, Geirs og Bald- vins, að Leikfélaginu óx fiskur um hrygg á sjöunda áratugnum þann- ig að engum duldist að sú starf- semi ætti skilið betri aðstæður. Þó að óþarfi sé að gleyma heldur dugnaði leikfélagsmanna voru þau mál öll og sú staðreynd að Davíð Oddsson léði snemma Leikfélagi Reykjavíkur liðsinni sitt ein skýr- ing þess að í dag eigum við öflugt Borgarleikhús. Þeir sem vilja byggja menningarhús eiga sem kunnugt er ekki alltaf á vísan að róa. Baldvin var einstakt ljúfmenni, hlýr og skynsamur, staðfastur án þess að vera öfgafullur, gætinn og hygginn. Og auðvitað höfðingi heim að sækja. Hann stýrði Al- menna bókafélaginu með reisn þegar vegur þess var mestur og í Sparisjóði Reykjavíkur naut hann vitaskuld almenns trausts. Mig langar í því sambandi að rifja upp ferð sem hann stóð fyrir í nafni Sparisjóðsins, til Orkneyja (hvað annað, menningarmaðurinn!). Þar var margt góðra kvenna og karla með Vigdísi Finnbogadóttur í broddi fylkingar til að undrast hversu sterk hin norrænu ein- kenni eru enn á eyjunum. Farar- stjóri var Jón Böðvarsson, sjóð- fróður, en taldi allt sem gerðist eftir 1300 ekki heyra undir sitt konungdæmi. Þessi ferð varð með afbrigðum skemmtileg og að lok- um var Baldvin hylltur, flutt löng dýrt dróttkveðin drápa og svo endurreist jarlsdæmi eyjanna honum til heiðurs. Við Baldvin sátum einnig í hin- um fyrstu framkvæmdastjórnum Listahátíðar og einnig þar naut sín þar hugkvæmni hans, hæfileiki til að finna lausnir ef menn greindi á um eitthvað, næmleiki hans og óbifanleg trú á gildi menningar til fegurra mannlífs. Við Þóra þökkum fyrir sam- kynningu við mann sem gerði okk- ar líf innihaldsríkara en ella. Dóru, Sveinbirni og Tryggva, sem og öðrum aðstandendum, sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Sveinn Einarsson. Það varð Leikfélagi Reykjavík- ur mikið happ og styrkur þegar Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, skipaði Baldvin Tryggvason fulltrúa sinn í leik- húsráð félagsins árið 1963 en ein- mitt um þær mundir urðu þau tímamót að Leikfélagið breyttist úr félagi áhugamanna um leiklist í atvinnuleikhús með tryggingu fyrir árlegum rekstrarstyrk úr borgarsjóði. Baldvin var þá for- stjóri Almenna bókafélagsins en ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 1976. Kynni hans af þessum tveimur sviðum, bókmenntum og fjár- málastarfsemi, ásamt þeim mann- kostum sem hann var gæddur áttu eftir að reynast Leikfélaginu heilladrýgri en nokkur gat vonað eða við búist. Ég átti þess kost að kynnast Baldvin náið, fyrst í leikhúsráðinu, síðar sem leikhússtjóri. Af því samstarfi frævaðist vinátta sem aldrei bar skugga á. Í ráðinu gætti hann þess í hvívetna að halda í heiðri armslengdarregluna, skipti sér hvorki af verkefnavali né mannaráðningum en gekk þeim mun fastar eftir að borgarstyrk- urinn væri reiddur af hendi reglu- lega og umfram allt síhækkandi, átti það til, meira í gamni en al- vöru, að líkja hlutverki sínu við starf dælustjórans. Þá skal það ekki liggja í láginni að tæpast gat öflugri liðsmann en Baldvin þegar baráttan fyrir byggingu Borgar- leikhúss hófst fyrir alvöru upp úr 1973. Hann naut óskoraðs trausts allra er hann átti samskipti við og slíkt orðspor fór af trúnaði hans við málstaðinn að ekki hvarflaði að neinum oddvitanna þriggja sem settust við stjórnartaumana eftir borgarstjórnarkosningarnar 1978 að söðla um og skipa nýjan full- trúa þótt annars staðar tíðkuðust mannaskipti. Hann sat í leikhús- ráðinu tæpan aldarþriðjung. Á árunum 1989-1999 áttum við enn ánægjulega samvinnu, í þetta sinn á öðrum vettvangi, við end- urbætur og uppbyggingu Bessa- staða, hann í ráðherraskipaðri nefnd er annaðist áætlanagerð og framkvæmdir ég sem aðalhönnuð- ur í samvinnu við húsameistara ríkisins. Þetta var heillandi við- fangsefni þar sem taka þurfti tillit til byggingarlistarlegra atriða og varðveislu sögulegra minja ætti allt að ganga að sólu og ekki var ánægjan minni fyrir þá sök að meðan á verkinu stóð sat á for- setastóli sameiginleg vinkona, Vigdís Finnbogadóttir. Baldvin Tryggvason var sjálf- stæðismaður eins og þeir gerast bestir, sannur unnandi bók- mennta og lista, félagslyndur, hjartahlýr og vinfastur, lundin viðkvæm en föst fyrir væri því að skipta og gat þá bryddað á harð- fylgi. Hann var bjartsýnn að eðl- isfari og þeim kostum búinn að þætti einhverjum samverkamann- anna tekið að skyggja eygði hann í skímunni ljós er bar birtu. Er mér til efs að slíkir menn vaxi á trján- um. Halldóru J. Rafnar, sonum Baldvins, þeim Sveinbirni og Tryggva, ásamt fjölskyldum þeirra sem og öðrum aðstandend- um sendum við Valgerður hug- heilar samúðarkveðjur. Þorsteinn Gunnarsson. Leiðir okkar Baldvins lágu saman þegar hann var ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) árið 1976. Hann hóf þegar stjórnarsetu í Sambandi ís- lenskra sparisjóða sem þá hafði starfað í tíu ár. Ári síðar var hann kosinn for- maður sambandsins og gegndi því starfi allt til þess er hann lét af störfum sem sparisjóðsstjóri SPRON árið 1996. Allan þennan tíma höfðum við gott samstarf og árangursríkt í þágu sparisjóðanna á Íslandi. Með formennsku Baldvins varð mikil breyting á störfum sam- bandsins. Framkvæmdastjóri var ráðinn og styrkti það starfsemi sambandsins og jók umsvif þess og þýðingu fyrir sparisjóðina. Meðal verkefna sambandsins var að sjá um vaxta- og gjaldskrár- ákvarðanir sparisjóðanna, mark- aðsmál, tæknimál og fræðslu starfsmanna, auk þess sem það kom að málum sem vörðuðu spari- sjóði sem lent höfðu í erfiðleikum. Má segja að sambandið hafi verið haldreipi sparisjóðanna, einkum í dreifðum byggðum landsins. Baldvin stóð að stofnun eða kaup- um á nokkrum félögum, svo sem Lánastofnun sparisjóðanna (síðar Sparisjóðabanka Íslands), Tölvu- miðstöð sparisjóðanna , SP-fjár- mögnun hf. og Kaupþingi hf. Til- gangurinn var að geta veitt viðskiptavinum sem fjölbreyttasta fjármálaþjónustu. Baldvin sat í stjórnum þessara félaga í lengri eða skemmri tíma auk þess að sitja sem fulltrúi sparisjóðanna í Reiknistofu bankanna og Sam- bandi norrænna sparisjóða. Má nærri geta að öll þessi störf í þágu sparisjóðanna voru tímafrek og viðbót við erilsöm störf sem stjórnandi stærsta sparisjóðs landsins. Störf Baldvins fyrir sparisjóð- ina voru dýrmæt og komu fram í sífellt vaxandi markaðshlutdeild þeirra á fjármálamarkaðinum, styrkari eiginfjárstöðu og aukinni ánægju viðskiptavina. Störfum þessum tengdust ferðalög og langir og strangir fundir. Hafði Baldvin gott lag á að halda spari- sjóðunum saman í gegnum þær miklu breytingar sem urðu á fjár- málakerfinu í formannstíð hans og með því stuðlaði hann að bættri samkeppnishæfni þeirra. Sam- vinna var styrkur sparisjóðanna. Með kynslóðabreytingu í stjórnum sparisjóða hófst mikill darraðardans sem lauk með falli stærstu sparisjóðanna í banka- hruninu 2008. Þetta voru dapurleg örlög fyrir Baldvin og aðra þá sem unnið höfðu að uppbyggingu sparisjóðanna til hagsbóta fyrir samfélagið. Eftir starfslok hjá okkur Baldvini hittumst við mánaðar- lega yfir vetrarmánuðina ásamt góðum fyrrverandi félögum úr bankageiranum allt þar til heilsa Baldvins og kraftur fór að dvína. Á þessum fundum okkar bar margt á góma við upprifjun á gömlum ævintýrum og málefnum dagsins. Ég vil að lokum senda Halldóru og allri fjölskyldu þeirra Baldvins innilegar samúðarkveðjur. Hallgrímur G. Jónsson. Enn hefur maður- inn með ljáinn höggvið skarð í vina- hóp okkar æskuvin- kvennanna. Öðlingurinn og vinur okkar Sigurgeir hennar Guðrúnar er látinn eftir erfið veikindi sem dundu snögglega yfir í lok mars og gáfu ekkert eftir. Sigurgeir var góðlyndur og traustur reglumaður sem hafði góða nærveru. Þau Guðrún voru alla tíð mjög samstíga og lærðu bæði efnafræði í háskóla þar sem þau kynntust. Þau kenndu síðan bæði við Menntaskólann í Hamra- hlíð, hann efnafræði og hún stærð- fræði. Þau nýttu tímann sinn vel, sinntu fjölskyldunni, sóttu tón- leika og stunduðu golf. Þegar vinir kveðja, reikar hug- urinn yfir farinn farinn veg og liðnar samverustundir verða svo dýrmætar, þó óskar maður þess að þær hefðu orðið enn fleiri. Við minnumst skemmtilegra ferða- laga hópsins um Ísland með og án barna, þar sem ýmsir sumarbú- staðir voru nýttir. Einnig höfum við ferðast saman erlendis, t.d. hjólað um Lohr-dalinn í Frakk- landi og farið í minnisstæða ferð til Krítar, að ógleymdum leikhús- ferðum og ýmsum öðrum atburð- um tengdum saumaklúbbi okkar. Sigurgeir Jónsson ✝ Sigurgeir Jóns-son fæddist 20. nóvember 1951. Hann lést 1. ágúst 2019. Útför Sigurgeirs fór fram 12. ágúst 2019. Þetta voru ljúfar samverustundir og fyrir þær þökkum við. Sigurgeir var góður vinur og félagi og heildstæður mað- ur. Við söknum hans. Elsku Guðrúnu vinkonu okkar og fjölskyldum þeirra Sigurgeirs sendum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd saumaklúbbsins og maka, Kristín H. Traustadóttir. Allt er í heiminum hverfult. Er ótrúlegt til þess að hugsa að Sig- urgeir, okkar góði granni, sé horf- inn úr tilveru okkar. Hann sem var fullfrískur, stundaði göngu- túra með Guðrúnu sinni og golf- ferð erlendis fyrirhuguð þegar hann veiktist hastarlega og var fluttur á sjúkrahús. Var þetta fyr- ir rúmum fjórum mánuðum. Ljóst var að veikindin voru mjög alvar- leg en alltaf vonuðum við að líðan hans yrði smám saman betri og hann kæmist yfir þau, það tæki bara sinn tíma. En það fór á annan veg. Var þungbært að heyra af láti hans. Guðrún og Sigurgeir höfðu lok- ið sínum störfum sem kennarar sl. haust og voru komin á það ævi- skeið að njóta efri áranna sem var þeim kærkomið, þegar veikindin dundu yfir og hlutskipti þeirra breyttist. Sigurgeir var elskulegur og ljúfur maður með góða nærveru sem íbúum í húsinu þótti ætíð gott að leita til. Við höfum verið grann- ar þeirra hjóna í yfir þrjátíu ár og þannig fylgst með lífi og störfum hvert annars og barna okkar. Betri nágranna er ekki hægt að hugsa sér. Við samglöddumst Guðrúnu og Sigurgeiri þegar barnabörnin komu til sögunnar og vitum hve miklir gleðigjafar þau hafa verið afa sínum og ömmu. Er sorglegt að þau fái ekki lengur að njóta Sigurgeirs afa síns sem var þeim svo kær. Það á að sjálfsögðu einnig við um Guðrúnu, synina Óskar og Arnar Jón og tengda- dæturnar Ragnheiði og Helenu. Missir þeirra er mikill. Við minnumst Sigurgeirs með hlýhug, þakklæti og söknuði og vottum fjölskyldunni allri einlæga samúð okkar. Sigríður og Þórarinn. Með skömmu millibili hafa tveir framúrskarandi kennarar Menntaskólans við Hamrahlíð lát- ist fyrir aldur fram. Fyrst Sigur- björg Einarsdóttir íslenskukenn- ari sem lést í febrúar og nú Sigurgeir Jónsson efnafræðikenn- ari en hann lét af störfum fyrir ári. Ég kynntist þeim hjónum Guð- rúnu og Sigurgeiri er ég hóf störf við MH haustið 1975 en þau höfðu þá verið ráðin til starfa þar nokkru áður. Þau sýndu mér hina ýmsu króka og kima skólans og kynntu mig fyrir starfsmönnunum og með okkur tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Sigurgeir var flestum kostum búinn. Hann var góður sonur og bróðir, góður eiginmaður og tengdasonur, góður faðir og tengdafaðir, góður afi, góður kennari og góður vinur. Hann var skarpgreindur, hagur í höndum, stakur reglumaður og öll verkefni sem hann tók að sér leysti hann af alúð og vandvirkni. Auk þess að vera samstarfsmenn í meira en 40 ár hitti ég þau hjón oft utan vinnu. Við fórum í sólarlandaferð áður en barnauppeldið tók allan tímann, margar vinnuferðir bæði innan- lands sem utan og nú síðustu árin golfferðir en í þeirri íþrótt voru þau mér langtum fremri. Það var meira jafnræði með okkur Sigur- geiri í skák en við háðum margan hildarleikinn á skákborðinu í MH. Þar var mönnum óhikað att út í opinn dauðann og þung orð látin falla í leiðinni. Í riti sínu Siðfræði Níkomak- kosar leitast Aristótelis við að svara þeirri spurningu hvernig haga eigi lífi sínu til að verða far- sæll. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að það sé nauðsynlegt að búa við sæmilegan efnahag, hafa góða heilsu og eiga góða fjöl- skyldu en það sé ekki nægilegt ef maðurinn ræktar ekki skynsem- ina. Sigurgeir og Guðrún komust í ágæt efni með dugnaði og vinnu- semi, heilsan var mestan hluta ævinnar góð, þau bjuggu við barnalán og jafnframt var Sigur- geir einn skynsamasti maður sem ég hef kynnst og jafnframt einn farsælasti þar til hann veiktist snögglega snemma í vor. Fyrir ári létu þau hjón af störfum en í stað þess að eiga fram undan áhyggju- laust ævikvöld með golfferðum, dvöl í sumarbústaðnum og sam- vistum við börn og barnabörn er skollin á niðdimm nótt. Mikill er missir Guðrúnar, sonanna, maka þeirra, barnabarna og aldraðs tengdaföður og allra þeirra sem Sigurgeir þekktu. En minning um góðan dreng lifir. Ragna Briem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.