Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 Lundar Þessir vinalegu fuglar urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins þegar sá sótti Borgarfjörð eystri heim nýverið, en fuglar af þessari tegund eru mörgum hugleiknir og þykja fagrir. Eggert Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgn- anna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köfl- um eins og í stórborg. Hér búa að- eins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir all- ar tegundir far- armáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljós- um stýrt með nútíma- tækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna fram- kvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið al- farið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undar- legt í borgum eins og Kaupmanna- höfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja? Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horf- um upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjald- tökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykja- vík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborg- arsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Sel- foss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavík- ur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; að- gerðir borgarstjórnar þyngja um- ferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni. Eftir Eyþór Arnalds » Snjallvæðing er tals- vert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýr- ingu. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Öngstræti 19 Nýjustu rannsóknir munu sýna að um það bil 1% manna gangi með einkenni sem við nefnum siðblindu (e. psychopathy). Hvað ætli siðblinda sé? Hver eru einkenni hennar og hvernig hefur hún áhrif á samfélag mannanna? Ég hef að undanförnu flett upp í bókum og skoðað um- fjöllun á internetinu til að reyna að fræðast um þetta. Einnig hef ég dregið ályktanir af reynslu sem ég tel sjálfan mig hafa af samskiptum við siðblindingja. Í stuttu máli virðist mega skil- greina siðblindu með því að viðkom- andi einstaklingur finni lítt eða ekki til með öðru fólki og skorti getu til að setja sig í spor þess. Þetta lýsir sér á marga vegu sem fræðimenn hafa flokkað og greint. Hér á eftir skulu aðalatriði nefnd. Siðblindur einstaklingur  Hefur ekki getu til að finna til með öðrum eða setja sig í spor ann- arra.  Ráðskast með annað fólk til að ná fram vilja sínum og svífst einskis til að ná takmarki sínu.  Er yfirleitt rólegur og yfirveg- aður í samskiptum við aðra.  Er oft afburðavel greindur og velst því oft til forystu á þeim vett- vangi sem hann starfar á. Hlutfalls- lega fleiri siðblindingjar komast til forystu í viðskiptum og stjórn- málum en vænta mætti miðað við fjölda þeirra meðal manna.  Getur verið ein- staklega heillandi í samskiptum við aðra en er ófær um að mynda tilfinn- ingatengsl við þá. Hann á hins vegar auðvelt með að „tala sig inn á“ annað fólk í því skyni að ná mark- miðum sínum. Þannig fær hann aðra til að samþykkja hluti sem þeir myndu annars ekki samþykkja.  Sækist eftir að- dáun annarra (jafnvel alls sam- félagsins sem hann lifir í) fyrir snilli sína.  Leggur með sjálfum sér mat á aðra fyrst og fremst til að átta sig á hvernig eigi að ná tökum á þeim. Tileinkar sér þá stundum háttsemi sem hann telur að muni ganga í augu þeirra sem hann vill ná tökum á.  Beitir andlegu ofbeldi til að ná því fram sem vilji hans stendur til.  Er sjálfhverft fórnarlamb. Ef eitthvað bjátar á er það í hans huga ávallt sök annarra.  Beitir ósannindum auðveldlega til að ná markmiðum sínum en stendur gjarnan ekki við það sem hann hefur lofað.  Er ófær um að sjá siðblindu- einkennin á sjálfum sér og hefur oftast mikið sjálfstraust.  Finnur aldrei til sektar eða iðr- unar vegna þess sem hann hefur „fengið áorkað“.  Verður stundum ósamkvæmur sjálfum sér, þ.e. ákveður eitt í dag og annað á morgun. Þetta er talið afleiðing af því að ákvarðanir byggj- ast ekki á prinsippum eða reglum heldur fremur því sem hann telur henta sér hverju sinni. Í raun og veru er það skortur á tilfinningatengslum sem framar öðru gerir siðblindingjann hættu- legan um leið og hann kann að verða valdamikill. Honum er sama um afleiðingar sem athafnir hans og ákvarðanir hafa á aðra og óttast ekki slíkt með neinum hætti. Um hann er stundum sagt að hann þekki ekki muninn á réttu og röngu. Taka ber fram að siðblinda leynir sér stundum, einkum framan af ævi þess sem í hlut á. Það er líka vel hugsanlegt að skaðleg áhrif sið- blindu komi aldrei fram þó að hún sé í sjálfu sér fyrir hendi hjá við- komandi manni. Það kann þá að eiga rót sína að rekja til þess að hann skynjar að hugsanir hans og háttsemi eru til þess fallnar að skaða hann sjálfan, þar sem þær falla ekki í kramið hjá öðru fólki. Einnig getur verið að hann skorti að einhverju leyti þá greind sem er siðblindum nauðsynleg til að kom- ast til raunverulegra áhrifa yfir öðrum. Ekki allir glæpamenn Stórglæpamenn eins og fjölda- morðingjar eru siðblindir. Þeir finna aldrei til með fórnarlömb- unum og fá gjarnan eitthvað út úr því að fremja glæpi sína endur- tekið. Gera má líka ráð fyrir að þeir sem hafa komist til æðstu valda í sínu samfélagi og notað þau til að fremja svívirðilega glæpi á öðru fólki séu siðblindingjar. Þýskaland Hitlers er þekktasta dæmi um slíkt en mörg önnur dæmi er að finna í sögu mannkynsins og þá einkum þar sem alræðisstjórn ríkir. Venju- legu fólki er ógjörningur að skilja hvernig lifandi menn geti sýnt af sér svona háttsemi gagnvart með- bræðrum sínum. En siðblindingjar eru ekki allir glæpamenn í þessum skilningi. Margir þeirra lifa og hrærast í samfélagi okkar án þess að fremja nokkurn tíma afbrot sem kalla á refsingu. Að minnsta kosti er hátt- semi þeirra í þeim búningi að ekki leiðir til viðbragða þeirra sem fara með löggæslu og hafa því hlutverki að gegna að draga afbrotamenn til ábyrgðar fyrir misgjörðir sínar. Siðblindingjar fyrirfinnast í einka- fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, bæði á vettvangi stjórn- sýslu og dómstóla. Það felst í því kaldhæðni að þeir eru oft líklegri en aðrir til að komast til metorða, því þeir hafa yfir aðferðum að ráða sem öðrum hugnast ekki að beita. Í störfum sínum geta þeir oft unnið margvíslegt tjón á hagsmunum annarra með því að beita leikni sinni og þeim stjórntökum sem þeir gjarnan ná yfir öðrum, eins og til dæmis samstarfsmönnum, en einn- ig öðrum sem þeir þurfa að notast við í misgjörðum sínu. Þeim er lag- ið að notfæra sér kringumstæður til að ná markmiðum sínum. Í op- inberum stofnunum getur til dæmis mikið annríki hjálpað þeim, því þeir eru yfirleitt búnir meiri hæfileikum en aðrir til að fást við annríki, stundum með nær ómennskum af- köstum. Ólæknandi Talið er að siðblinda sé ekki sjúk- dómsástand sem unnt sé að lækna. Það leiði í reynd af óhagganlegum misþroska í heila sem ekki sé unnt að breyta með læknisfræðilegum aðferðum. Það gæti verið áhugavert fyrir fólk að velta fyrir sér hvort það get- ur greint siðblindingja í umhverfi sínu. Þeir eru miklu víðar en menn gera sér almennt grein fyrir og hafa komist til áhrifa í mun meiri mæli en hlutfallslegur fjöldi þeirra í mannheimi segir til um. Hvernig skal bregðast við? Spyrja má til hvaða ráða unnt sé að grípa til að fást við siðleysingja og draga úr skaðlegum áhrifum þeirra. Svarið við því er í fyrsta lagi að lúta ekki óskum þeirra eða kröf- um um háttsemi nema þær sam- rýmist þeim siðalögmálum sem við- mælandinn vill sjálfur virða. Í öðru lagi ættu menn að vera jafnan reiðubúnir til að andmæla þeim með röksemdum og þá í heyranda hljóði. Röksemdir gegn afstöðu þeirra og háttsemi blasa yfirleitt við. Séu þær settar fram þannig að annað fólk fylgist með lendir siðleysinginn í vandræðum, því hann sækist eftir aðdáun annarra og missir áhrifa- vald sitt yfir fólki ef hann verður undir í rökræðum. Þess vegna er það eitt af einkennum hans að vilja ekki tjá sig mikið í heyranda hljóði. Hann velur fremur „maður á mann“ aðferðina þar sem hann vegna hæfi- leika sinna nær gjarnan undirtök- unum. Aðferðin er þá að „svæla hann út úr greninu“ og láta hann standa fyrir máli sínu í heyranda hljóði. Þessi aðferð mun ekki breyta siðleysingjanum en hún kann að draga úr illum áhrifum hans. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Það gæti verið áhugavert fyrir fólk að velta fyrir sér hvort það getur greint sið- blindingja í umhverfi sínu. Þeir eru miklu víð- ar en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi hæsta- réttardómari. Hugleiðing um siðblindu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.