Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ítölsk stjórn-mál hafa ekkiverið þekkt
fyrir mikinn stöð-
ugleika í gegnum
tíðina, að minnsta
kosti ekki mælt í líftíma rík-
isstjórna. Líftími ríkisstjórna
hefur þar iðulega verið mæld-
ur í mánuðum, jafnvel dög-
um. Eftir síðustu þingkosn-
ingar myndaðist óvenjuleg
ríkisstjórn, skipuð annars
vegar hægriflokknum Banda-
laginu og hins vegar vinstri-
sinnaða mótmælaframboðinu
Fimmstjörnuhreyfingunni.
Við fyrstu sýn var fátt sem
sameinaði flokkana tvo, en
þeir náðu að endingu saman,
enda með svipaðar áherslur
gagnvart Evrópusambandinu
sem og í málefnum flótta-
manna.
Það þurfti því kannski ekki
að koma svo mikið á óvart að
upp úr samstarfi ríkisstjórn-
arflokkanna tveggja myndi
trosna á kjörtímabilinu, en
deilur innan ríkisstjórnar-
innar náðu hápunkti fyrir
helgi þegar Matteo Salvini,
innanríkisráðherra og leið-
togi Bandalagsins, tilkynnti
að flokkur sinn styddi ekki
lengur ríkisstjórnina, og því
bæri að kalla saman þing og
boða til nýrra kosninga strax
í haust.
Þingrofsrétturinn á Ítalíu
hvílir hins vegar alfarið í
höndum forseta landsins,
Sergio Mattarelli, og hann
hefur sagt að sér þætti betra
ef þing sæti framyfir sam-
þykkt nýrra fjárlaga, en
fyrsta uppkast að þeim ber að
afhenda Evrópusambandinu í
næsta mánuði. Það að bera
fjárlögin undir Evrópusam-
bandið er ekki aðeins til
kynningar eða formsatriði,
því að þess er skemmst að
minnast þegar framkvæmda-
stjórn ESB hafnaði fjár-
lögum þessa „fullvalda“ ríkis,
Ítalíu, í fyrrahaust. Mattar-
elli forseti gæti því skipað
bráðabirgða- eða utanþings-
stjórn til þess að ljúka fjár-
lögum, og um leið frestað
kosningum fram yfir áramót.
Guiseppe Conte, forsætis-
ráðherra Ítalíu, brást reiður
við tilkynningu Salvinis og
sagði hann þurfa að réttlæta
fyrir þjóðinni þá miklu óvissu
sem nú væri komin upp í
landinu. Salvini hafði hins
vegar áður krafist þess að
minnst þrír ráðherrar Fimm-
stjörnuhreyfingarinnar
segðu af sér, en þeir hafa
staðið í vegi fyrir sumum af
baráttumálum hans.
En hvað tekur við? Kann-
anir benda til, að
Bandalagið og
Salvini gætu
hagnast verulega
á kosningum ef
þær yrðu haldnar
fljótlega. Flokkurinn mælist
með rúmlega þriðjungsfylgi í
könnunum, á meðan Fimm-
stjörnuhreyfingin nær ein-
ungis um 15%. Yrði sú raunin
hefði gengi flokkanna
tveggja snúist nokkurn veg-
inn alveg við, en Fimm-
stjörnuhreyfingin varð hlut-
skörpust allra flokka í
kosningunum í fyrra.
Verði kosið og gangi þessar
kannanir eftir lægi beinast
við að Salvini sjálfur tæki við
embætti forsætisráðherrans,
en talið er líklegt að Banda-
lagið myndi þá mynda ríkis-
stjórn með öðrum hægri-
flokki, Ítalska bræðralaginu
þó að flokkur Berlusconis
kæmi einnig til álita. Sú rík-
isstjórn myndi hins vegar
erfa erfiða skuldastöðu rík-
isins, sem og óvild Evrópu-
sambandsins þar sem líklegt
er að slík ríkisstjórn hefði
miklar efasemdir um frekari
samruna innan þess. Ný rík-
isstjórn gæti á móti gengið
samhentari til verka en sú
sem nú hefur siglt í strand.
Hvort það nægi til að binda
enda á umrót síðustu ára er
annað mál.
Annar möguleiki sem nú er
reynt að vinna fylgi á Ítalíu,
meðal annars fyrir hvatningu
fyrrverandi forsætisráðherr-
anna Matteo Renzi og Enrico
Letta, sem líst ekki á að gefa
fólki færi á að kjósa Banda-
lagið, er að forsetinn skipi
tímabundna tæknikrata-
stjórn með stuðningi margra
minni flokka en án Banda-
lagsins. Ýmsar hugmyndir
eru uppi um forsætisráð-
herra, allt frá þeim sem nú
situr yfir í Mario Draghi, sem
brátt hverfur vígamóður
mjög úr Seðlabanka evr-
unnar.
Sá yrði vissulega líklegri
en Salvini til að ná góðu sam-
bandi við framkvæmda-
stjórnina í Brussel en síðasta
sending af svipuðu tagi, Mar-
io Monti sem sat sem for-
sætisráðherra í hálft annað
ár frá 2011 til 2013, reyndist
ekki tiltakanlega vel og óvíst
er að ítalskir kjósendur þökk-
uðu slík inngrip í næstu kosn-
ingum þó að þær yrðu eitt-
hvað lengra undan. Það er því
ekki ólíklegt að með slíkri að-
gerð væri einungis verið að
fresta hinu óumflýjanlega og
jafnvel að búa til meiri vanda
á meðan beðið væri.
Enn ein
ríkisstjórnin
riðar til falls }
Óvissa á Ítalíu
Þ
að hefur lengi verið kallað eftir flug-
stefnu á Íslandi en nú hefur starfs-
hópur samgönguráðherra skilað
drögum að grænbók um flugstefnu
Íslands á samráðsgátt stjórnvalda
og því ber að fagna. Það kemur hins vegar á
óvart hversu lítið hefur farið fyrir þessum
drögum sem birt voru í vikunni fyrir stærstu
ferðahelgi landsmanna, en frestur til at-
hugasemda rennur út 16. ágúst næstkomandi,
þegar flestir landsmenn eru rétt að skila sér
aftur í vinnu eftir sumarfrí.
Hver er ástæðan fyrir þessum feluleik?
Liggur hún mögulega í því að sumar tillögur
starfshópsins eru í algerri þversögn við sam-
starfssáttmála núverandi ríkisstjórnar?
Stóru fréttirnar í drögunum eru nefnilega að
í þeim er alveg skýrt að enginn vilji er til þess
að opna fleiri gáttir inn í landið, og raunar lítil
ástæða talin til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkur-
flugvöll sem millilandaflugvelli yfirhöfuð. Nokkuð sem er
í algerri andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem oftar
en einu sinni hefur lýst vilja til að opna fleiri hlið til lands-
ins.
Þessi niðurstaða starfshópsins kemur ef til vill ekki á
óvart þegar litið er til þess hvernig hann er skipaður. Þar
situr enginn utan stór-höfuðborgarsvæðisins og er greini-
legt að ráðherra hefur gleymt að setja upp byggðagler-
augun við skipan hans. Þá er þar heldur ekki að finna full-
trúa sveitarfélaganna, en eðlilegt hefði verið að Samband
íslenskra sveitarfélaga ætti fulltrúa í starfshópnum, enda
mikið hagsmunamál fjölmargra sveitarfélaga.
Það er áhyggjuefni ef þessi drög eins og
þau liggja fyrir núna verða tekin upp sem
stefna Íslands í flugmálum og ekki bara þegar
kemur að millilandafluginu.
Þó lagt sé til að innanlandsflug verði öfl-
ugur hluti almenningssamgöngukerfisins
skortir alfarið metnaðarfulla framtíðarsýn
fyrir innanlandsflugið, en í stað þess að við
séum að sjá tillögur að uppbyggingu og bætta
þjónustu birtist þarna tillaga um allt að því
óbreytt ástand. Er það markmiðið með flug-
stefnu fyrir Ísland?
Ég fagna þó umfjöllun starfshópsins um
umhverfismál en sú umræða rataði því miður
ekki inn í tillögur hans. Kveða ætti skýrt á um
að opinberir aðilar og flugrekendur marki sér
skýra stefnu í umhverfismálum flug-
samgangna, einkum með tilliti til útblásturs.
Sömuleiðis ætti Ísland að setja sér þá stefnu, líkt og
Norðmenn hafa þegar gert, að allt innanlandsflug verði
rafvætt fyrir árið 2040, en búast má við að níu sæta raf-
magnsflugvélar verði fáanlegar strax árið 2022. Kannski
er tækifæri í því til að endurhugsa uppsetningu innan-
landsflugs og fljúga á ný til fleiri staða en bara Reykjavík-
ur.
Ég hvet að lokum allt áhugafólk um flug, ferðaþjónustu
og umhverfismál á Íslandi að skila inn umsögnum um
málið á samráðsgátt stjórnvalda. albertinae@althingi.is
Albertína
Friðbjörg
Elíasdóttir
Pistill
Stefnulaust flug
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ekki hafa borist tilkynn-ingar um alvarleganlyfjaskort hér á landi, aðþví er fram kemur í svari
Lyfjastofnunar við fyrirspurn
Morgunblaðsins, en 70 lyf voru á
biðlista hjá Lyfjastofnun 9. ágúst.
Eitthvað af þeim lyfum var fáanlegt
en önnur höfðu verið tekin út af
markaði. Tilkynningar um lyfja-
skort frá áramótum voru flestar í
maímánuði, eða 38, en fæstar voru í
apríl, alls 11.
Bólgueyðandi lyfið íbúfen,
magalyfið asýran sem eru lausa-
sölulyf og ofnæmislyfið avamys sem
er lyfseðilsskylt hafa ekki fengist á
landinu undanfarnar vikur.
Sigfús Örn Guðmundsson, á
samskiptasviði Actavis, segir að íbú-
fen hafi ekki verið til á landinu frá
því í lok maí. Ástæðan sé að breyt-
ingar á skráningarferli hafi tekið
lengri tíma en reiknað var með. Sig-
fús segir margar og mismunandi
ástæður fyrir því að breyta þurfi
skráningu. Það geti verið atriði eins
og að nýtt færiband sé tekið í notk-
un eða skipt sé um birgja. Að sögn
Sigfúsar var búist við því að íbúfen
færi í dreifingu í apótek um síðustu
helgi eða í vikunni. Önnur lyf með
sömu virkun og íbúfen hafa verið til
sölu í apótekum.
„Asýran var tilbúið til sending-
ar en það var eitthvert vesen með
flutningsgögnin. Við þurftum að ný-
skrá lyfið inn í landið og það tekur
tíma. Við eigum von á lyfinu til
landsins einhvern tímann í ágúst,“
segir Sigfús.
Arnþrúður Jónsdóttir, hjá Vi-
stor, segir að avamys hafi verið ófá-
anlegt frá birgi og því hafi vantað
lyfið í tvær sendingar frá í maí og
það verið á bið síðan 15. júlí en lyfið
sé væntanlegt í lok ágúst. Arnþrúð-
ur segir fimm önnur lyf sem öll séu
fánanleg í apótekum geta komið í
stað avamys.
Almenningur getur tilkynnt
Í nóvember s.l. var leyfishöfum
fyrir markaðsleyfi lyfja gert skylt
að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfja-
skort til Lyfjastofnunar en tilkynn-
ing þarf að berast a.m.k. tveimur
mánuðum áður en skortur verður á
lyfinu eða eins fljótt og auðið er í
sérstökum aðstæðum. Þetta kemur
fram á heimasíðu Lyfjastofnunar
þar kemur einnig fram að almenn-
ingur geti sent lyfjastofnun nafn-
lausar ábendingar um lyfjaskort.
Þrátt fyrir að lyfjainnflytjandi
tilkynni lyfjaskort þá er allt eins lík-
legt að lyfið sé til í einhverju apó-
teki.
Margar ástæður geta verið fyr-
ir lyfjaskorti sem orðinn er al-
þjóðlegt vandamál og virðist fara
vaxandi. Heilbrigðisyfivöld víða um
heim hafa leitað leiða til þess að
koma í veg fyrir skort eða draga úr
áhrifum hans. Lyfjastofnun Evrópu
hefur frá árinu 2016 starfrækt
vinnuhóp sem fylgist með lyfjaferl-
um til að reyna að tryggja að fram-
boð lyfja sé nægt, að því er fram
kemur í svari frá Lyfjastofnun.
Lyfjaskortur getur m.a. stafað af
aukinni eftirspurn, skráningu lyfja,
breytingum á lyfjagreiðslulöggjöf
og greiðsluþátttöku.
Meðal þeirra lyfja sem eru á
biðlista Lyfjastofnunar eru Dolop-
roct endaþarmsstílar sem ekki hafa
fengist frá því í vor. Í þeirra stað
fæst undanþágulyfið Xyloproct en
skorturinn stafar af aukinni sölu.
Mígrenilyfið sumatriptan bluefish,
hefur verið ófáanlegt frá því í júní
og kemur líklega ekki aftur fyrr en í
október en imigram radis sem er
með sama virka innihaldsefnið er fá-
anlegt.
70 lyf eru nú á bið-
lista Lyfjastofnunar
38
Tilkynnt tilvik um lyfjaskort árið 2019
Fjöldi tilvika í janúar-júlí
Heimild:
Lyfjastofnun
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
36
54
21
11
28
34
Samkvæmt upplýsingum frá
Lyfjastofnun er talað um alvar-
legan lyfjaskort ef ekkert annað
lyf getur komið í stað þess sem
vantar og skorturinn ógnar lífi
eða heilsu. Lyfjastofnun segir
að ekki hafi borist tilkynningar
um að alvarlegur lyfjaskortur af
því tagi hafi komið upp hér-
lendis. Viðbrögð við lyfjaskorti
séu ýmisleg. Læknir geti sótt
um leyfi til Lyfjastofnunar og
óskað eftir að nota lyf sem ekki
er á markaði hér skv. svokölluðu
undanþágukerfi. Sem dæmi hafi
reglur undanþágukerfisins verið
rýmkaðar vegna lyfsins Euthyr-
ox í síðasta mánuði til að koma í
veg fyrir skort.
Á vef norsku lyfjastofnunar-
innar kemur fram að árið 2010
voru tilkynnt 44 tilvik um lyfja-
skort, 67 árið 2011, 116 árið
2012 og 90 árið 2013. Tilkynnt
var 112 sinnum um lyfjaskort ár-
ið 2014, 141 skipti 2015 og 191
árið 2016. 2017 voru 358 til-
kynningar og 684 í fyrra.
Viðbrögð við
lyfjaskorti
LYFJASKORTUR