Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 16
Elísabet og
Valgerður kenna
fólki að nýta
drauma sína til
öðlast aukinn
skilning á sjálfum
sér. Síðar í vetur
munu þær standa
fyrir draumaferð til
Lanzarote en þessi
mynd var tekin í sam-
bærilegri ferð þangað
í fyrra.
N
ýjustu rannsóknir sýna
að okkur dreymir meira
og minna alla nóttina
eða a.m.k. 75% þess
tíma sem við sofum, um
sex klukkustundir á sólarhring. Jafn-
vel þó við lítum ekki á drauma sem
neitt annað en skemmtun þá er synd
að afgreiða þá sem einskis nýta því í
þeim eru fólgin svo mikill vísdómur
og sköpun. Mér finnst það vera sóun
á verðmætum að gera ekkert við þá,“
segir félagsráðgjafinn Valgerður H.
Bjarnadóttir sem í vetur stendur fyr-
ir vetrarlöngu námi í draumfræðum
ásamt Elísabetu Lorange listmeð-
ferðarfræðingi. Þær stöllur hafa und-
anfarin ár boðið upp á bæði styttri og
lengri námskeið í draumfræðum und-
ir heitinu Draumsaga þar sem þátt-
takendur nota drauma til að skoða
eigin sögu bæði í nútíð, fortíð og til
framtíðar.
„Við kennum þátttakendum aðferð-
ir til þess að muna draumana sína og
rýna í þá. Við höfum þróað ákveðna
nálgun sem hjálpar fólki til að skoða
draumsögu sína, það er að segja, að
fylgjast með draumunum yfir ákveðið
tímabil og sjá hvort þeir breytast og
hvernig samspilið er á milli vökunnar
og draumsins. Við nýtum okkur alls-
kyns aðferðir og nálganir, til að
mynda kenningar sem hafa verið þró-
aðar út frá Carl Gustav Jung, konungi
draumasálfræðinnar, sjamanísk fræði
og fleira“ segir Valgerður.
Hugurinn frjór í draumi
Valgerður og Elísabet hafa lengi
verið uppteknar af draumum og nýtt
þá í eigin lífi sem og markvisst í öllu
sínu starfi, enda segir Valgerður það
margsannað að drauma megi nýta á
ýmsan hátt, ekki síst til þess að leysa
úr erfiðleikum. „Vísindamenn og
listafólk hafa lengi nýtt drauma til
þess að fá hugmyndir og leysa þraut-
ir. Saumavélin var til dæmis fundin
upp í draumi. Skáld, rithöfundar og
myndlistarfólk hafa nýtt draumana
sem efnivið í verk sín og tónskáld sem
hafa hreinlega vaknað upp með tón-
verk í huganum. Hugurinn er mjög
frjór í þessu ástandi og við virðumst
geta náð öðrum tengingum þegar
okkur dreymir en í vöku. Við segjum
til dæmis gjarnan; „Ég ætla að sofa á
þessu“. Og þó við
munum ekki
drauminn að
morgni þá höfum
við leyst verkefnið
í svefni og vöknum
með lausnina.“
Dreymir líka í vöku
Draumar hafa fylgt
manninum frá ómuna tíð og koma
fyrir í öllum helstu sögnum og trúar-
ritum heimsins en þrátt fyrir það er
enn margt á huldu um fyrirbærið.
„Við vitum ekki með fullri vissu
hversvegna okkur dreymir en við vit-
um heilmikið um það hvað gerist í lík-
amanum þegar
okkur dreymir
því það hefur verið
mælt með nútímavís-
indum. Okkur dreymir öll í
hvert einasta skipti sem við sofum og
okkur dreymir líka stundum í vöku í
ákveðnu ástandi. Líffræðilega er
hægt að segja að draumar verði til við
ákveðnar breytingar á heilabylgjum
en ekki bara við eina breytingu heldur
við ólíkar breytingar og við það verða
til ólíkir draumar. Það sem venjulega
er tengt við drauma er svokallað
REM ástand (rapid eye movements)
sem varir bara í stuttan tíma í senn, 5
mínútur eða svo, nokkrum sinnum yf-
ir nóttina. Í REM svefni dreymir okk-
ur drauma þar sem mikið er að ger-
ast. Þessir draumar geta verið líkir
raunveruleikanum en líka skrýtnir
eins og að barnið sem ég held á er allt
í einu orðið að hesti eða þegar ég er að
tala við Gunnu en það er í raun Sigga.
Í REM draumum eru heilabylgjurnar
hraðar og tengjast mörgum ólíkum
hlutum heilans. Okkur dreymir líka í
djúpsvefni en það eru meira pæl-
ingadraumar,“ útskýrir Valgerður.
Ýmsar kenningar um tilgang
drauma
Valgerður segir að manneskjan
hafi lengi reynt að skilja þetta merki-
lega fyrirbæri sem draumurinn sé og
til séu ýmsar draumakenningar. Þær
helstu verði kynntar á námskeiðinu.
„Þessar kenningar eru allt frá því
að segja að draumar séu bara eitt-
hvað rugl sem gerist þegar heilinn er
að endurstilla sig í það að draumar
séu annar veruleiki, engu minni en
veruleikinn sjálfur. Síðan eru kenn-
ingar þess efnis að draumar séu send-
ingar frá guðunum eða skilaboð frá
látnu fólki. Þær kenningar sem eru
hvað viðurkenndastar í dag eru að
draumar séu skilaboð undirvitund-
arinnar til meðvitundarinnar. Carl
Jung var líka með þá kenningu að
draumar væru tenging við samvit-
undina sem er vitund allra manna.
Það eru líka til kenningar sem ganga
enn lengra og segja að samvitundin
sé ekki bara vitund allra manneskja
heldur alls. Þannig hefur fjallið vit-
und og getur sent skilaboð um að það
sé að fara að gjósa eða veðrið sem
getur látið vita að von sé á óveðri.
Þannig sé komin skýring á því að
fólki geti dreymt fyrir gosi og öðrum
ókomnum hlutum. Við Elísabet tök-
um í raun enga afstöðu til þessara
kenninga en
kennum fólki fyrst
og fremst að nýta
drauma sína sem sjálfsskilnings-
tæki enda er það okkar bjargfasta
skoðun og reynsla að það eru í raun-
inni fáar leiðir sem virka eins vel til
þess að átta sig á eigin tilfinningum,
stöðu og sögu eins og draumarnir
þegar við förum að vinna markvisst
með þá. Draumar eru í raun frábært
sjálfskoðunartæki.“
Draumtákn persónubundin
Uppbygging draumsögunámsins er
á þá leið að kennt er í tveimur hópum,
bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hóp-
arnir tveir byrja og enda á því að eyða
heilli helgi saman. Í upphafi kynnast
þátttakendur ólíkum nálgunum á
draumavinnu og fá heim með sér tól
og tæki til þess að muna draumana
sína og skrásetja þá. Síðan eru hitt-
ingar hálfsmánaðarlega í 3-6 klst í
senn, þar sem unnið er með draumana
sem fólk er búið að skrá niður. „Við
notum líka draumferðir í vöku, leiddar
hugleiðslur og ferðir inn á við. Við
skoðum drauma svefnsins en líka
drauma sem birtast í vökuástandi, átt-
um okkur á táknum þeirra og samspili
svefns og vöku.“ Valgerður segir að
lögð sé áhersla á að hver manneskja
finni sitt eigið draumtáknmál því þó
að mörg tákn hafi víðast hvar í veröld-
inni svipaða merkingu þá eru önnur
tákn menningarbundin og einnig per-
sónubundin. „Litir geta til dæmis haft
misunandi merkingu á milli fólks.
Eins ef viðkomandi dreymir ákveðna
manneskju þá þýðir það eitthvað
ákveðið í hans huga, til dæmis að hann
eða hún þurfti að fara varlega eða
undirbúa sig undir eitthvað. Viðkom-
andi hefur þá komið sér upp þessu
tákni sem varnartæki.“
Valgerður segir að ekki sé nauð-
synlegt að hafa neinn ákveðinn bak-
grunn til þess að skrá sig í draumsög-
unámið. „Viðkomandi þarf einungis
að hafa löngun til þess að skilja þenn-
an þátt lífsins betur.“ Nánari upplýs-
ingar um námið má finna á heimasíð-
unni vanadis.is en þar er líka að finna
upplýsingar um önnur spennandi
námskeið sem Valgerður er með í
vetur. Til að mynda níu mánaða nám
sem kallast „Gullveig – forn kvenna-
fræði fyrir nýja tíma“ þar sem kennd-
ar eru leiðir til að viðhalda jafnvægi
við eigið líf og umhverfi. Eins býður
hún upp á vetrarlangt nám sem kall-
ast „Brísingamen - þráðurinn frá
miklugyðju til mín“ en þar er sagan
skoðuð frá gyðjumenningu fornaldar
í gegnum feðraveldi síðustu árþús-
unda og til dagsins í dag.
Aukin sjálfsþekking
í gegnum drauma
Draumar hafa fylgt manninum frá ómuna tíð enda dreymir allar
mannverur eitthvað hverja einustu nótt. Valgerður H. Bjarnadóttir
og Elísabet Lorange kenna fólki að nýta draumana til sjálfsþekk-
ingar í gegnum nám í draumsögu.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Colorbox
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
Innritun
fyrir veturinn 2019-2020 stendur yfir
Laufásvegi 49 - 51 101 Reykjavík
Nánari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu skólans daglega
kl. 10.00-16.00, sími 552 7366.
Einnig eru mjög aðgengilegar
upplýsingar á heimasíðu skólans:
http://www.songskolinn.is
UNGDEILDIR
8-10 ára / 11-13 ára / 14-15 ára
ALMENNAR SÖNGDEILDIR
Grunn - Mið - Framhalds - Háskóla
SÖNGNÁMSKEIÐ
7 vikna námskeið fyrir söngáhugafólk á öllum aldri
Boðið er upp á fjölbreytt söngnám fyrir alla aldursflokka:
Allir fá tækifæri til að syngja tónlist við sitt hæfi:
Þjóðlagatónlist - Ljóðasöngur - Óperusöngur - Söngleikir
Söngtúkun - Sviðsframkoma - Hreyfingar við tónlist - Leikræn tjáning
Allir nemendur skólans koma fram á tónleikum minnst tvisvar á ári:
Sviðsuppfærslur - Söngleikir - Óperettur - Óperur
Áheyrnarprufur fara fram seinni hluta ágústmánaðar