Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 14
Reuters Reuters Sue Langley Stjórnandi sem aftur á móti kann að halda ró sinni þótt á móti blási eflir teymið sem hann hefur í kringum sig og ef hann kann að ná fram góðri samkennd í hópnum fylkir vinnustað- urinn sér á bak við hann°. Ekki verður deilt um tilfinninga- greind Ellen DeGeneres. Stjórnendur sem tileinka sér fræði tilfinningagreindar ættu að geta skapað þægilegri nærveru. Unga fólkið þjálfar þennan hæfileika ekki nóg Lesendur kannast eflaust margir við þá staðalmynd að konur séu næmari á tilfinningar en karlmenn og betur lagið að fást við tilfinningar annarra. Sue segir rannsóknir þvert á móti benda til að kynin standi hér um bil jafnfætis og bara hægt að greina lítilsháttar mun, þar sem karlar virðast næmari á að greina merki um reiði, en konur eiga auðveldara með að koma auga á þegar fólk í kringum þær sýni merki depurðar. „Rannsóknirn- ar segja okkur hins vegar að tilfinningagreind fólks eykst iðulega með aldrinum, enda kennir reynslan okkur að fást betur við annað fólk og eiga í farsælum samskiptum við samferðamenn okkar.“ Er áhyggjuefni að vísbendingar eru um að tilfinningagreind ungs fólks fari hrakandi og segir Sue að ástæðan kunni að vera að unga kynslóðin lifi og hrærist í sýndarheimi. „Uppvaxtarár unga fólksins bjóða því upp á færri tækifæri til að æfa heilbrigð samskipti augliti til auglitis við annað fólk og þroska með því næmni á alls kyns látbragð og vísbendingar sem segja til um líðan annarra.“ 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Vísindin geta kennt okkur ýmislegt um þær tilfinningar sem við finnum og hjálpað okkur að vinna betur úr þeim. Færni í tilfinningagreind er líka lykillinn að góðum samskiptum og ómissandi verkfæri fyrir stjórnendur. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Þ egar allt kemur til alls virðist tilfinningagreind vera einn mikilvægasti hæfileiki sem stjórn- andi getur búið yfir. Margar rannsóknir styðja þá fullyrðingu að næmni og lipurð í mannleg- um samskiptum hafi meira að segja um árang- ur stjórnenda en t.d. hve greindir þeir eru eða hvers konar persónuleika þeir hafa. „Sumar kannanir ganga svo langt að segja að um og yfir 80% af frammistöðu stjórnenda byggi á tilfinningagreind,“ segir Sue Langley. „En sjálfri þykir mér það æði stór fullyrðing og hallast ég frekar að ítarlegri könnun sem leiðrétti fyrir ótal þætti og fékk það út að tilfinningagreind skýrði um 36% af árangri hæfra stjórnenda.“ Sue er stofnandi og framkvæmdastjóri Langley Group og hefur um árabil sérhæft sig í þjálfun og kennslu á sviði tilfinningagreindar. Hún er væntan- leg til Íslands í nóvember og mun kenna námskeiðið Tilfinningagreind í stjórnun hjá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Námskeiðið er öllum opið og fer skráning fram á vefsíðu Opna háskólans. Gráta ekki saman í hring Hún segist oft verða vör við ákveðinn misskilning á því hvað felst í tilfinninga- greind og að námskeið hennar snúist alls ekki um það að sitja í hring og gráta yfir gömlum sárum. Þess í stað er rýnt í vís- indin að baki tilfinningunum sem við og aðrir upplifa, svo að stjórnendur geti betur skilið og stýrt eigin tilfinningum en um leið haft betra skynbragð á tilfinningalíf annarra og þannig byggt upp öflugri vinnu- stað. „Tilfinningagreind snýst ekki heldur um að loka á eigin tilfinningar eða spila með tilfinningar annarra, en ef við átt- um okkur á því sem gerist í líkama okkar þegar alls kyns tilfinningar gera vart við sig getum við t.d. tekist betur á við áföll og neikvæða líðan, og jafnframt fengið meira út úr jákvæðum tilfinningum og góðum augnablikum,“ útskýrir Sue og bendir á að stjórnendur sem hafa litla sem enga stjórn á tilfinningum sínum endist oft ekki lengi í starfi eða fæli frá sér gott fólk. „Stjórnandi sem aftur á móti kann að halda ró sinni þótt á móti blási eflir teymið sem hann hefur í kringum sig, og ef hann kann að ná fram góðri samkennd í hópnum fylkir vinnu- staðurinn sér á bak við hann.“ Stjórnendur sem hafa náð góðum tökum á tilfinningagreind virðast líka ná að skapa betri menningu á vinnustað. „Rannsókn sem Gallup gerði árið 2016 leiddi í ljós að um 70% af vinnustaða- menningu mótast af því hvernig stjórn- andinn gefur tóninn,“ segir Sue. Allir geta lært að átta sig betur á eðli tilfinninga og nýtt þá þekkingu til að standa bet- ur að vígi bæði í einkalífi og starfi. „Það eru góðu frétt- irnar; að á meðan það væri óvinnandi verk fyrir flesta að ætla að t.d. verða mun greindari stjórnandi, eða þróa allt annan og stjórnun- arvænni persónuleika, þá má á skömmum tíma ná miklum fram- förum í tilfinningagreind.“ Sjónvarpsstjarnan geðþekka, Oprah Winfrey, er gott dæmi um manneskju með fádæma góða tilfinninggreind. Tilfinningagreind snýst ekki um að spila með tilfinningar annarra Þín leið til fræðslu Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is Sveitamennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.