Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 27 K L A S S Í S K I L I S T D A N S S K Ó L I N N Grensásvegi 14, 108 Reykjavík Álfabakka 14a, 109 Reykjavík NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ballet.is Ó S K A N D I Eiðistorgi 11, 170 Seltjarnarnes NÁNARI UPPLÝSINGAR Á oskandi.is D A N S G A R Ð U R I N N D A N S G A R Ð U R I N N B Ý Ð U R U P P Á F A G L E G T O G F J Ö L B R E Y T T D A N S N Á M F R Á 3 Á R A A L D R I sama tíma aukið traust og skapað verðmæti fyrir aðra. Fyrsta skrefið er að nýta tækifæri sem gefast til að semja – sýna hugrekki! Aldrei samþykkja fyrsta tilboð, bæði vegna þess að það eru allar líkur á að þú getir náð betri niðurstöðu með móttilboði og vegna þess að það eru líkur á að mótaðilinn þinn verði ánægðari ef þú setur fram mót- tilboð. Alltaf finna fleiri valmöguleika en að semja við nú- verandi mótaðila; jafnvel þó að þú sért sannfærð um að geta lokið samningum borgar sig að gera það sem þú get- ur til að bæta valmöguleika þína. Ef þú ert að semja við tryggingafyrirtækið, fáðu þá tilboð frá öllum hinum fyr- irtækjunum. Því sterkari stöðu sem þú hefur utan samn- ingaborðsins, því sterkari stöðu hefur þú við samninga- borðið. Síðan er að velta vel fyrir sér hagsmunum þeirra sem þú semur við. Því betur sem þú þekkir hagsmuni og stöðu mótaðilans, þeim mun betur treystir hann þér og því er líklegra er að þú getir náð árangri í viðræðunum. Svo að undirbúa sig vel. Samningaviðræður vinnast eða tapast í undirbúningi. Góðir samningamenn hafa ekki endilega sjarma og þeir nýta alls ekki einhver „trikk“ til að afvega- leiða mótaðilann. Þeir eiga sameiginlegt að verja mestum tíma í að undirbúa sig, greina eigin stöðu, stöðu mótaðil- ans og aðstæður og nýta síðan heiðarlegar aðferðir til að ná árangri.“ Ætti fólk að fá sérfræðing í sáttameðferð til liðs við sig í stað lögmanns við skilnað? „Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í lögfræði í HR og það hefur verið mjög áhugavert og gefandi. Lög- menn eru eins misjafnir og þeir eru margir en þeim hættir til að vega og meta ólík sjónarhorn og viðhorf og finna síð- an „réttu leiðina“ á grundvelli laga, reglna, reynslu og hefðar. Aðferð samningatækninnar er að greina hagsmuni og skilja þarfir með opnum hug og finna síðan lausnir sem uppfylla sem flestar grunnþarfir allra aðila með sem minnstum tilkostnaði. Margir lögmenn eru frábærir samningamenn og átta sig vel á því að oft er hagkvæmast fyrir skjólstæðinginn að finna lausn sem þarf ekki endi- lega að vera augljós eða einu sinni rökrétt, en virkar fyrir hann. Samningatækni fjallar mikið um að skilja mótaðilann, sem er oft betra en að breyta honum – sér- staklega í hjónabandi!“ Er hægt að ná samkomulagi um allt í lífinu? „Það er ekki allt umsemjanlegt. Við semjum ekki um grundvallar- gildi og stundum þarf einfaldlega að standa á sínu. Kostnaðurinn af samningaviðræðum kann einnig að vera meiri en mögulegur ávinn- ingur. Við höfum þó mun fleiri tækifæri til að semja en við kannski höldum og ef við grípum tækifærin getum við skapað betra líf fyrir okkur og fólkið í kringum okkur.“ Hvert er erfiðasta mál sem þú hefur tekið að þér að semja um? „Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í samningaviðræðum þar sem öll sund virðast lokuð og í við- ræðum sem hafa tekið fleiri ár. Erfiðustu aðstæðurnar eru samt þær viðræður þar sem þú færð hjartslátt og ís í magann áður en sest er niður með mótaðilanum. Persónulegar viðræður um ólíkar væntingar og gildi. Í þannig kringumstæðum þarftu virki- lega að setja spurningarmerki við eigin hugmyndir og ásetning og leggja þig eftir að skilja mótaðilann.“ Hvað ætti maður aldrei að gera þegar kemur að samningatækni? „Aldrei að falla fyrir einni lausn! Ef þér finnst þú verða að fá þetta hús, þennan bíl eða þessa einu lausn ertu í vandræðum. Það er alltaf til fleiri en ein lausn og því betri valmöguleika sem þú hefur fyrir utan samningaborðið, þeim mun betri stöðu hefur þú við samningaborðið.“ Ljósmynd/Aðsend Aðalsteinn Leifsson er framkvæmdastjóri hjá EFTA og kennir samningatækni við MBA-námið hjá Háskól- anum í Reykjavík. „Rannsóknir benda hins vegar eindregið til þess að við séum flest slæmir samningamenn! Margir óttast að semja og biðja um það sem þeir vilja – og sætta sig því við það sem þeir geta fengið án teljandi samninga. Með því að nýta einfaldar og heiðarlegar aðferðir nærðu hins vegar ekki aðeins betri árangri fyrir þig heldur getur þú einnig á sama tíma auk- ið traust og skapað verðmæti fyrir aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.