Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Landsmennt Styrkur þinn til náms Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is Mismun- andi út- færslur á MBA- námi Í dag er MBA-nám í boði við háskóla um allan heim en ólíkt snið er á náminu eftir löndum og háskólum. Námið við HÍ myndi flokkast sem „Executive MBA“. „Í Bretlandi og Bandaríkjunum er sums staðar boðið upp á eins árs MBA-nám í fullu námi (e. full time) og yfirleitt miðað að þörfum yngri nemenda sem eru nýkomnir úr grunnnámi í háskóla og vilja styrkja sig áður en þeir fara út á vinnu- markaðinn,“ útskýrir Svala. „„Executive“ MBA er sniðið að fólki sem þegar er á vinnumarkaði og ýmist orðið stjórnendur eða með auga- stað á stjórnandastöðu. Námið fer þá fram með vinnu og hjá HÍ er kennt aðra hverja helgi frá 9 til 5 föstu- daga og laugardaga.“ Loks er svokallað „global MBA“ þar sem nemendur taka námslotur víða um heim. Námið hjá HÍ er þannig að hluta, þar sem nemendur taka tvö námskeið erlendis, en hópurinn ferðast bæði til Yale í Bandaríkjunum og IESE á Spáni og situr stremb- in MBA-námskeið frá morgni til kvölds. „Annars getur „global MBA“-gráða verið þannig að nemandinn situr fyrirlestra í Tókýó eina lotu, í Sjanghaí þá næstu, svo í New York og því næst í Lond- on, til að fá alþjóðlega innsýn og kynnast sem fjölbreytt- ustum mörkuðum, skólum og menningu.“ vinnumarkaði að námi loknu. „Við gerum kann- anir til að greina hverju námið skilar og hafa hátt í 70% þeirra sem hafa útskrifast hjá okkur fengið launahækkun og/eða stöðuhækkun í kjölfarið. Þá segja 95% að þeim þyki námið hafa aukið færni þeirra í starfi.“ Meðalaldur nýnema í MBA-námi HÍ í vetur er 43 ár. Margir þeirra hafa víðtæka reynslu úr at- vinnulífinu og hafa þegar lokið meistaragráðu og jafnvel doktorsgráðu. Klár í þær áskoranir sem stjórnendur þurfa að glíma við Komið er víða við í náminu og kafað ofan í alla mikilvægustu þætti stjórnunar, til að mynda hvaða eiginleikum góður leiðtogi þarf að búa yfir til að ná árangri. „Nemendur læra m.a. um sjálf- bærni í rekstri, nýsköpun og fjármál auk þess að fá þjálfun í miðlun upplýsinga svo þeir eigi ekki í nokkrum vanda með að koma fram opinberlega. Við leggjum einnig áherslu á að undirbúa nem- endur til að takast á við þær áskoranir sem ný tækni, aukin sjálfvirknivæðing og sífelldar breyt- ingar hafa í för með sér,“ útskýrir Svala, en MBA- nám HÍ fer fram í lotum, föstudag og laugardag, tvisvar í mánuði. Nemendur sækja sína vinnu þess á milli en þurfa að semja við vinnuveitandann um að fá að vera fjarverandi þegar sækja þarf náms- loturnar og fá þann sveigjanleika sem þeir þarfn- ast til að sinna lestri kennslubóka og verkefna- vinnu. En væri ekki hægt að öðlast sömu færni með því t.d. að sitja vel valin endurmenntunarnámskeið? „MBA-námið fer mun dýpra ofan í störf stjórn- andans, og við útskrift hafa nemendur í höndunum nýja meistaragráðu sem er alþjóðlega viðurkennd og mikils metin í atvinnulífinu,“ svarar Svala. Sambönd um allt atvinnulífið Þá öðlast nemendur meira en dýrmæta þekk- ingu. „Fyrir marga skiptir ekki síður máli hve gott tækifæri MBA-námið er til að stækka og styrkja tengslanetið. Þau tvö ár sem námið tekur starfa nemendur náið saman og mynda öflugt tengslanet sín á milli, en verða um leið hluti af stærra samfé- lagi útskrifaðra MBA-nema og leiðum við núver- andi og fyrrverandi nemendur saman á fjöl- breyttum viðburðum.“ Hver háskóli hefur sínar áherslur í MBA- náminu og segir Svala að það fari eftir mark- miðum hvers og eins hvaða skóla er best að velja. Hún segir að mörgum þyki það mikill kostur við MBA-námið hjá HÍ að þar fer kennslan að mestu fram á íslensku, en kennt á ensku í námslotunum við Yale og IESE. Þá sé námið sniðið að starfsum- hverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana og þeim reglum sem þau búa við. „Ef fólk á þess kost að fara í nám erlendis mæli ég alltaf með því, og er fengur að því fyrir atvinnulífið að íslenskir stjórn- endur sæki sér menntun sem víðast. En að stunda námið hér á landi er á margan hátt hentugra og veldur minni röskun á vinnu og fjölskylduhögum. Eftir að hafa kynnt mér MBA-nám í fremstu skól- um í heimi get ég staðfest að nemendur í MBA- nám við HÍ eru að fá virkilega góðan undirbún- ing.“ Morgunblaðið/Hari Stjórnandi þarf að geta haldið mörgum boltum á lofti og hafa breiða þekkingu á öllum hlið- um fyrirtækjarekstrar. E rla segir að krökkunum sé raðað í hópa eftir getu þar sem hinum ýmsum þjóð- ernum er blandað saman. „Námið byggist upp á skemmtilegum kennslustundum þar sem lögð er áhersla á tal, auk þess sem þau vinna saman í hópum með það að leið- arljósi að styrkja sjálfsvitund, sjálfseflingu og menningarlæsi,“ segir Erla. Hópurinn sem fór út á vegum Erlu Ara síðastliðið sumar myndaði til dæmis tengsl við hóp sem kom frá Valencia á Spáni. „Íslensku og spænsku krakkarnir unnu saman að ýmsum verkefnum og var ánægjulegt að sjá gleðina og tengslin sem mynduðust við þessa samvinnu.“ Erla segir það vera mikið atriði að krakkarnir fái að njóta sín og upplifa sjálfstæði í öruggu umhverfi. „Þau fá mikla möguleika á að styrkja ensku- kunnáttu sína og öðlast sjálfstraust í að tala hana. Allir á vegum skólans eru breskir, bæði kennarar og þau sem sjá um dagskrána eftir að hefðbundnum kennslustundum er lokið, auk þess sem þau þurfa að tala ensku við fjöl- skylduna sem þau dvelja hjá. Heimurinn er allra og því er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekki er allt eins og heima. Það sem þykir sjálfsagt hér þykir kannski ómögulegt meðal annarra þjóða og því er um að gera að öðlast hæfileika til þess að aðlagast og virða siði og menningu í öðrum löndum,“ segir hún. Að sögn Erlu má ekki gleyma mikilvægi þess að njóta lífsins, eignast nýja vini og skemmta sér í leik og námi. Koma svo heim reynslunni ríkari með góðar minningar sem seint gleymast. Enskuskóli Erlu Ara hefur um árabil boðið upp á ferðir til Englands fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára þar sem þau stunda enskunám í Kent School of English. Marta María | mm@mbl.is Mikilvægt að efla sjálfstraustið Erla Aradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.