Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 23 A nna Jia útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík og fór síðan beint eftir það á skóla- styrk til Peking-háskóla. Eftir að hafa lært þar um árabil lagði hún leið sína aftur til Íslands þar sem hún lagði stund á rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hvernig kom til að þú lagðir stund á nám í Kína? „Ég lærði kínversku og kínversk fræði þar í ár. Faðir minn er frá Kína og hef ég alltaf talað kínversku við hann. Ég hafði hins vegar aldrei lært að lesa og skrifa á kínversku. Mig langaði að ná tökum á því og að kynnast Kína, þar sem rætur mínar liggja þangað.“ Hvað geta Íslendingar lært áhugavert af Kínverjum? „Mjög margt námslega, enda eru Kínverjar með bestu námsmönnum heims og ekki að ástæðulausu. Það er erfitt að lýsa því hvernig and- rúmsloftið í kennslustofunum er frá- brugðið því sem við erum vön hér heima. Til dæmis fer kennslan að miklu meira leyti fram í einhvers konar samtali kennarans við hvern nemanda bekkjarins, svo að allir taka virkan þátt og mikil umræða á sér stað. Það er einnig algengt að eftir langa setu standi allir upp og geri teygjur saman og nuddi til þess að koma blóðflæðinu aftur af stað og auka vellíðan. Mér finnst Kínverjar leggja mikla áherslu á jafnvægi milli vellíðunar, bæði líkamlegrar og and- legrar, og verkefna, bæði í vinnu og skóla, hvort sem það er að setja sam- an máltíðir á sem næringarríkastan hátt eða passa að fara og labba einn hring í hádegishléinu sínu.“ Hvernig er að vera í kínverskum háskóla? „Það var alveg dásamlegt. Maður gat byrjað alla morgna á Thai Chi úti, en það er mjög líkt því að byrja hvern einn og einasta dag á jóga. Síðan fór maður í mötuneytið að fá sér morgunmat og svo tóku við tímar yfir daginn. Eftir skóla fór maður ýmist að hitta vini eða að stunda einhver áhugamál en það voru hópar fyrir um það bil allt sem hægt er að láta detta sér í hug. Á skólavistinni var einnig allt sem til þurfti: kaffihús, veitingahús, bíó, líkamsrækt, tennis, frjálsíþrótta- aðstaða og fótboltavellir. Garðar til að sitja í svo að maður þurfti varla að fara út fyrir skólalóðina. Síðan var líka ómetanlegat að eignast vini hvaðan af úr heiminum þar sem það voru nemendur á heimavistinni með mér frá öllum heimshornum og frá mismunandi menningarheimum.“ Hvert stefnir þú? „Ég stefni næst til London, en ég er að flytja þangað í haust til þess að búa með unnustanum og fara í frek- ara nám. Ég hef ákveðið að fara í Le Cordon Bleu í Culinary Manage- ment og patisseríe-nám. En ég hef alltaf haft mikinn áhuga og ástríðu fyrir því að skapa í eldhúsinu og langaði að finna leið til þess að sam- tvinna ástríðuna og námið. Síðan er auðvitað risastórt tækifæri til þess að finna leiðir til þess að gera veit- ingahúsageirann sjálfbærari og finna leiðir til þess að minnka t.d. matarsóun og plastnotkun.“ -Áttu þér einhverja ósk í umhverf- ismálum sem þú vonar að rætist á næstunni? „Já, ég vonast til þess að sjá fólk fara að lifa eftir R-unum þremur sem er: „Reduce-Reuse-Recycle.“ Að minnka óþarfa neyslu, nýta hlut- ina aftur og endurvinna. Ég t.d. átt- aði mig ekki á því að auðvitað er ekki endanleg lausn á umhverfismálum bara að endurvinna heldur frekar að endurhugsa aðeins neysluvenjurnar sínar. Það er svo margt sem við get- um gert frá degi til dags sem þarf ekki að vera flókið, eins og að kol- efnisjafna ferðalögin sín yfir sumrin (kolvidur.is), velja frekar kjúkling en nautakjöt (eða jafnvel sleppa kjöti nokkra daga í viku) og reyna að vera meðvitaður um matarsóun og plast.“ Anna Jia, rekstrarfræðingur og fyrirsæta, hefur reynslu af því að vera í námi í Kína. Nú stefnir hún á nám í Le Cordon Bleu í Bretlandi, þar sem hún ætlar að samtvinna ástríðuna og nám. Hún sér gríðarlegt tækifæri á að gera veitingahúsageirann sjálf- bærari og finna leiðir til þess að minnka t.d. matarsóun og plastnotkun. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Að samtvinna ástríðuna námi“ Anna Jia lærði í kínverskum há- skóla og segir að margt áhugavert sé hægt að læra af Kínverjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.