Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 24
Hún er nemendadrifin og felst í stuttum tímamældum æfingasprett- um sem eru endurteknir þar til nem- andinn nær fyrirfram ákveðnu mark- miði og hefur nýja kunnáttu og færni á hraðbergi. Nemendur skrá jafn- óðum hvað þeir bæta sig á svonefnt staðlað hröðunarkort (Standard Ce- leration Chart) sem er óaðskilj- anlegur hluti „Precision Teaching“. Hröðunarkortið mælir árangur stýrðu kennslunnar og sýnir hvað nemandanum fer fram, hversu hátt hann nær og hversu hratt það gerist. Hröðunarkortið svarar kennslu- fræðilegum spurningum kennarans, eins og hvað eigi að kenna tiltekið at- riði lengi, eða hvort nemandinn sé á réttum stað í námsefninu.“ G uðríður Adda hefur þróað efnið í starfi og var gerð þess á sínum tíma styrkt af Hag- þenki og Þróunarsjóði námsgagna eftir góða umsögn fag- félaga. Kennarar sem nota Læs í vor og kenna með bandarísku aðferðun- um „direct instruction“ og „precision teaching“, stefna að því að nemendur tvöfaldi færni sína á einni viku eða sjö skiptum, upp að vissu marki, í því efnisatriði sem verið er að kenna. Stundum gengur það þó mun hraðar, og mörg dæmi eru um að afköstin þrefaldist í einum kennslutíma,“ seg- ir Guðríður Adda en næsta námskeið hefst helgina 7. - 8. september. Aðferðirnar kallar hún „stýrð fyr- irmæli“ og „hraðfærniþjálfun“. „Brýnt er að fylgja nákvæmlega leiðbeiningum um framsetningu stýrðu fyrirmælanna sem fela í sér kennarastýrða innlögn nýrra þekk- ingaratriða. Kennsla með stýrðum fyrirmælum er einnig árangursrík fyrir hópa og heila bekki og er sam- ofin góðri bekkjarstjórnun. Henni vindur fram með „sýna – leiða – prófa“ í föstum, hröðum takti þar sem nemendur svara í kór. Allir nemendur hafa því oft heyrt rétta svarið og tekið þátt í því þegar þeir snúa sér að hraðfærniþjálfuninni. Hröðunarkortið er ekki gagna- geymsla heldur lifandi stýritæki kennarans, á því byggir hann ákvarðanir sínar. „Með þessu fyrirkomulagi eru allir nemendur sívirkir í tímunum og lítið svigrúm gefst fyrir truflanir og aðra ótæka hegðun, þannig að tíminn nýt- ist vel og kennarinn er laus undan því álagi sem agavandamál skapa. Hann fær einnig ótal tækifæri í hverjum tíma til að hrósa nemendum sem svo aftur styrkir sjálfsmynd þeirra og vellíðan. Aldrei hefði mér að óreyndu dottið í hug að ég ætti eftir að fá brennandi áhuga á lestrarkennslu. En í lok tí- unda áratugarins starfaði ég við at- ferlis- og kennsluráðgjöf í skólum og var málum barna vegna ótækrar hegðunar vísað til mín. Ég hjó eftir að börnin voru nær öll á aldrinum 10 til 12 ára gömul. Við nánari skoðun kom í ljós að þau áttu í miklum erfið- leikum með námið, voru hvorki vel læs né skrifandi og réðu heldur ekki við stærðfræðina. Með öðrum orðum, þessi börn höfðu ekki vald á þeirri færni sem miðað er við að þau hafi eftir fjögur ár í grunnskóla og gátu þar af leiðandi ekki tekist á við nýjar áskoranir með þyngra námsefni og miklum texta. Svo vildi til að á þessum árum þekkti ég þegar mæligögn um ein- stakan árangur kennsluaðferðanna „Direct Instruction“ og „Precision Teaching“ sem birst höfðu í tímarit- Tvöfalda færni sína á einni viku Læs í vor er námsefni til að kenna lestur frá grunni og fylgir efnið með í verklegum lestrarkennslunámskeiðum fyrir kennara sem Guðríður Adda Ragnarsdóttir atferl- isfræðingur og kennari hefur haldið síðustu ár. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaði/Arnþór Birkisson Guðríður Adda Ragnarsdóttir atferlisfræðingur og kennari stendur fyrir námskeiðinu Læs í vor sem hefur hjálpað mörgum einstaklingum að ná tökum á lestrinum. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 OPIÐ fyrir umsóknir Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Kanada og í Bandaríkjunum. Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hug- mynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar. Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Háskólanám erlendis á sviði skapandi greina Nám erlendis opnar þér nýjan heim, að heiman. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | s 555 1212 | handverkshusid.is VILT ÞÚ SKAPANDI ÁHUGAMÁL? Fjölmörg námskeið í handverki – Skráning, upplýsingar og myndir á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.