Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Blaðsíða 47
Þjóðarútgjöld og skipting þeirra
í þessum kafla er birt skipting á helstu liðum í útgjaldahlið þjóðhagsreikninga. Fyrstu
töflumar, töflur 2.1 og 2.2 sýna skiptingu einkaneyslunnar milli matvæla, drykkjar-
vöm, fatnaðar o.fl. á verðlagi hvers árs svo og magnvísitölur. Með einkaneyslu er átt
við kaup heimilanna á varanlegum og óvaranlegum vömm og þjónustu til endanlegra
nota, þó ekki íbúðakaup. Frekari upplýsingar um einkaneysluna, lýsingu aðferða og
þróun einkaneysluútgjalda er að fmna í riti frá Þjóðhagsstofnun Einkaneysla 1957-
1987, sem kom út í mars 1990.
I töflu 2.3 er samneyslunni skipt efitir viðfangsefnum. Greint er á milli stjómsýslu,
réttargæslu, heilbrigðismála, fræðslumála, útgjalda til atvinnumála o.fl. Samneyslan er
einn liður í útgjöldum hins opinbera og er hún hin eiginlegu rekstrargjöld hins
opinbera. Auk samneyslunnar skiptast útgjöld hins opinbera í vaxtagjöld,
framleiðslustyrki, tekju- og fjármagnstilfærslur og fjárfestingu. í kafla 3 er nánari grein
gerð fyrir þessum liðum. Frekari upplýsingar um þessi mál er að fínna í riti
Þjóðhagsstofnunar Búskapur hins opinbera 1995-1996, sem kom út í nóvember 1997
og í eldri ritum um sama efni.
Sundurliðaðar tölur um fjárfestingu em birtar í töflum 2.4 til 2.5. Fjárfesting nær til
útgjalda atvinnugreinanna og hins opinbera til kaupa eða framleiðslu á framleiðslufjár-
munum. Framleiðsla á fjármunum til eigin nota telst einnig til fjárfestingar. Sala á not-
uðum ljármunum dregst frá fjárfestingu í þeirri grein sem selur fjármunina en kemur
fram sem fjárfesting í þeirri grein sem kaupir. Bygging íbúðarhúsnæðis telst til fjárfest-
ingar. Hins vegar teljast bifreiðakaup einstaklinga til einkaneyslu en ekki sem íjárfest-
ing. Sama gildir um önnur vömkaup einstaklinga utan atvinnurekstrar hversu varanleg
sem þau kunna að vera í augum einstaklinga. Þau em öll færð sem einkaneysla. í riti
Þjóðhagsstofnunar Fjárfesting 1945-1989, sem kom út í júní 1991, er að fínna frekari
upplýsingar um fjárfestingarútgjöldin allt frá upphafí þessarar skýrslugerðar við lok
seinni heimstyrjaldarinnar.
Tölur þessar hafa að nokkm verið endurskoðaðar, einkum íjármunamyndun í
íbúðarhúsnæði, og birtust þær í ritinu Þjóðhagsreikningar 1945-1992, sem Þjóðhags-
stofnun gaf út í ágúst 1994. Þar er einnig að finna tölur um þjóðarútgjöldin og einstaka
þætti þeirra ásamt lýsingu á aðferðum við gerð þeirra.
45