Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Blaðsíða 179
Peninga- og gengismál
Tölulegar upplýsingar um fjármagnsmarkaðinn eru teknar saman af Seðlabanka íslands
og í þessum kafla er stiklað á helstu þáttum. Tafla 9.1 sýnir þróun helstu peningastærða
frá 1970 til 1994. Grunnfé Seðlabankans samanstendur á eignahlið af kröfum bankans
við útlönd, ríkissjóð og innlánsstofnanir auk endurlánaðra langra lána. Á móti þessum
eignum gefúr Seðlabankinn svo út seðla og mynt og færir einnig til skuldar sjóði og
innstæður innlánsstofnana. Þrjár skilgreiningar koma fram í töflunni á peningamagni.
Þrengsta skilgreiningin (merkt Ml) sýnir eingöngu greiðslumiðla, þ.e. seðla og mynt í
umferð og innstæður á tékkareikningum. Peningamagn M2 fæst með því að leggja
almenn spariinnlán við Ml, en til almennra spariinnlána teljast óbundnir sparireikn-
ingar auk gjaldeyrisreikninga. Þriðja og síðasta skilgreiningin, M3, er víðust og tekur
einnig til bundinna innlána.
I töflu 9.2 eru peningamagnsstærðir sýndar sem hlutföll af landsframleiðslu yfir
tímabilið frá 1960. Með bankakerfí er átt við við Seðlabanka og innlánsstofnanir, en
það eru viðskiptabankar og sparissjóðir, auk póstgíró og innlánsdeilda kaupfélaganna.
Samandreginn reikningur þessara aðila er sýndur í töflu 9.4. Þessi reikningur sýnir
hvemig peningamagn myndast og hvemig það skiptist. I töflu 9.7 kemur fram
greiðslumiðlun á ámnum 1990-1996. Útlánaflokkun innlánsstofnana er viðfangsefni
töflu 9.8 sem sýnir hlutfallslega skiptingu heildarútlána eftir lántaka.
Lífeyrissjóðir eru umsvifamiklir á fjármagnsmarkaði og sýnir tafla 9.9
greiðsluyfírlit þeirra, hvaðan fjármagnið er upprunnið og hvemig því er ráðstafað á
hverju ári. Tafla 9.10 sýnir eignir lífeyrissjóða. Frá árinu 1985 hefúr Seðlabanki
íslands birt efnahagsyfirlit fjárfestingarlánasjóða í stað greiðsluyfirlits eins og tafla
9.11 sýnir. Tafla 9.12 sýnir meðalvexti innlánsstofnana, bæði nafnvexti og raunvexti
og er þróun þeirra rakin frá árinu 1960.
í töflu 9.13 er yfirlit yfir markaðsverðbréf frá 1986-1996 og í töflu 9.14 er yfirlit
yfir innlenda vexti eins og Seðlabankinn birtir þá. Síðustu tvær töflur þessa kafla fjalla
um gengismál. Tafla 9.15 sýnir kaupgengi helstu gjaldmiðla frá 1970. í töflu 9.16 er
birt vísitala verðs á erlendum gjaldeyri. Miklar sveiflur hafa verið á gengi helstu gjald-
miðla, auk þess sem gengi krónunnar hefúr lækkað umtalsvert á því tímabili sem hér er
til umfjöllunar. Það er því gagnlegt að vega saman verð á þeim gjaldmiðlum sem mest
viðskipti em með hér á landi. Tvær vogir em notaðar í þessum tilgangi, annars vegar
viðskipta- eða landavog, þar sem gengi hverrar myntar er vegið með hlutdeild viðkom-
andi lands í inn- og útflutningi, og hins vegar myntvog, sem byggir á vægi hvers gjald-
miðils í gjaldeyrisviðskiptum okkar. Á þessum tveimur vogum er nokkur munur,
einkum þar sem Bandaríkjadollar fær þyngra vægi í myntvog, vegna þess að hann er
mikið notaður í viðskiptum milli landa. Raungengi krónunnar er sýnt í næstu tveimur
dálkum, annars vegar sem hlutfall á milli verðlags landsframleiðslu hér á landi og er-
lendis reiknað í sömu mynt og hins vegar sams konar hlutfall milli launakostnaðar. Svo
dæmi sé tekið þá þýðir hækkun raungengis að verð/launahækkanir hérlendis umfram
hækkanir í umheiminum hafi orðið meiri en nemur lækkun á gengi krónunnar. Að öðru
óbreyttu ætti því samkeppnisstaða þjóðarbúsins að versna.
177