Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Blaðsíða 72
Hagur atvinnuvega og hlutdeild þeirra í landsframleiðslu
Þjóðhagsstofnun annast úrvinnslu úr ársreikningum fyrirtækja í velflestum atvinnu-
greinum. Niðurstöður þessara athugana eru birtar í ritröð stofnunarinnar, Atvinnuvega-
skýrslur. Nýjasta skýrslan í þessari ritröð er Atvinnuvegaskýrsla 1995 en hún kom út í
febrúar 1998, en þar er lögð áhersla á heildarstærðir í atvinnugreinum, ásamt ýmsum
öðrum hagtölum um atvinnurekstur. I nóvember 1997 kom út skýrslan Ársreikningar
fyrirtækja 1995-1996, þar sem lögð er áhersla á að sýna breytingu á hag sömu fyrir-
tækja milli tveggja ára.
Áður gaf Þjóðhagsstofnun út sérstakar skýrslur um sjávarútveg og landbúnað, síðast
Sjávarútveg 1988-1989 í október 1991 og Landbúnað 1945-1989 í apríl 1992. Útgáfu
þessara skýrslna hefur nú verið hætt en meginefni þeirra er nú fellt inn í hinar almennu
atvinnuvegaskýrslur.
I þessum kafla hefur verið dregið saman efni um hag atvinnugreinanna úr þessum
skýrslum. í töflum 4.1 og 4.2 eru sett fram hlutfoll úr rekstrarreikningum sem sýna af-
komuþróun í nær öllum greinum atvinnulífsins.
í töflu 4.1 er sýndur hagnaður fyrir vexti, verðbreytingarfærslu og afskriftir sem
hlutfall af rekstrartekjum árin 1987-1995. Þetta hlutfall gefur til kynna það sem eftir er
til þess að mæta vaxtagjöldum,verðbreytingum birgða, afskriftum og tekju- og eignar-
skatti auk hagnaðar sem verður afgangsstærð í þessum útreikningum. Eigin laun sam-
kvæmt skattframtölum hafa verið gjaldfærð að undanskildum eigin launum sauðfjár-
og nautgripabúa en þar hafa eigin laun fram til ársins 1989 verið áætluð með hliðsjón
af vinnuframlagi og er þá meðal annars byggt á athugunum Búreikningastofu landbún-
aðarins. Samanburður á hagnaði fyrir vexti og verðbreytingarfærslu milli greina er
varhugaverður vegna þess að greinar eru mismunandi fjármagnsfrekar, en afskriftir og
vextir eru ekki gjaldfærðir eins og áður er getið. Annað atriði sem skiptir máli við
samanburð á hagnaði fyrir vexti og verðbreytingarfærslu er verðbólguleiðrétting vegna
birgða. Þeirri leiðréttingu er ætlað að koma til mótvægis við vanmat á vörunotkuninni
sem færð er til gjalda á upphaflegu kaupverði en ekki á endurkaupsverði. Ekki hefur
verið tekið tillit til þessarar leiðréttingar og af þeim sökum má leiða að því rök, að í
verðbólgu, bendi hagnaður fyrir vexti og verðbreytingarfærslu til betri afkomu en ef
um stöðugt verðlag væri að ræða.
I töflu 4.2 er sýndur hreinn hagnaður af reglulegri starfsemi sem hlutfall af
rekstrartekjum árin 1980-1995. Þar hefúr verið tekið tillit til verðbólguleiðréttingar
vegna birgða auk afskrifita og vaxta, eins og þessir liðir eru metnir í ársreikningum
fyrirtækja. Hér þarf að hafa í huga að misvægi í verðlagsþróun innanlands á móti
gengisbreytingum innan hvers árs hefúr veruleg áhrif á bókfærða afkomu fyrirtækja og
þar með þetta hagnaðarhlutfall. Verði gengisbreytingar umfram innlendar verðlags-
hækkanir verður bókfærður ijármagnskostnaður af erlendum lánum hár en aftur á móti
lágur þegar innlendar verðbreytingar verða hærri en gengisbreytingar að viðbættri
erlendri verðbólgu. Við útreikning á þessum afkomuhlutfollum er stuðst við bókfærðan
70