Fréttablaðið - 23.09.2019, Side 2
ÍÞRÓTTIR Nítján ára gamall Íslend-
ingur, Fannar Þór Heiðuson, náði
frábærum árangri í sínu fyrsta hálf-
maraþoni í Osló um helgina. Hljóp
hann vegalengdina á 1 klukkustund
og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af
149 keppendum í hans aldursflokki.
Mesta athygli vakti þó klæðnaður
Fannars en hann hljóp íklæddur
svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan
fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði
tapað veðmáli við þekktan norskan
handboltakappa.
Fannar Þór hefur búið í Nor-
egi síðan árið 2010 og er efnilegur
íþróttamaður. Hann leggur aðal-
áherslu á æfingar og keppni í þrí-
þraut og það var á slíku móti sem
hann kynntist handboltakapp-
anum Frank Løke. Frank er nokkuð
þekktur í Noregi fyrir afrek sín með
norska landsliðinu á árum áður auk
þess sem hann er reglulegur gestur
í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla
athygli vakti þegar Frank dansaði
í áðurnefndri Borat-skýlu í raun-
veruleikaþættinum „Skal vi danse“
á síðasta ári og það var sú fræga
pjatla sem Fannar þurfti að klæðast
í hlaupinu um helgina.
„Ég hitti hann á þríþrautarmóti
og við vorum að spjalla saman.
Hann var að rífa kjaft og sagðist
geta unnið mig en ég hélt nú ekki.
Það endaði með því að við veðj-
uðum um að ef ég yrði meira en 15
mínútum á undan honum í mark
þá myndi hann þurfa að hlaupa
hálfmaraþon í skýlunni frægu en
annars þyrfti ég að gera það,“ segir
Fannar. Svo fór að hann varð 14
mínútum og 36 sekúndum á undan
Frank í mark og þar með var ljóst að
veðmálið var tapað.
„Það kom aldrei annað til greina
en að vera maður orða sinna. Þetta
var skrýtin en skemmtileg upp-
lifun því uppátækið vakti mun
meiri athygli en ég bjóst við. Það
voru margar myndavélar á lofti
og áhorfendur hvöttu mig óspart
áfram,“ segir Fannar.
Hann segir að það hafi verið
frekar óþægilegt að hlaupa svo langt
hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn
fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir
Fannar og skellihlær.
Eftir hlaupið skilaði hann Frank
svo skýlunni en þarf þó f ljótlega
að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo
kokhraustur að ég gerði við hann
annað veðmál um að ef ég hlypi á
innan við einni klukkustund og
korteri þá þyrfti hann að hlaupa
maraþon í skýlunni. Ef það tækist
ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég
tapaði því veðmáli og ég þarf því
að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd
á næsta ári,“ segir Fannar.
bjornth@frettabladid.is
Veður
SA og A 5-13 m/s, en 13-18 með
suðurströndinni. Rigning með
köflum, einkum sunnanvert. Hiti
víða 12 til 18 stig. Yfirleitt þurrt
norðan til, en væta í öðrum lands-
hlutum. SJÁ SÍÐU 16
Tekið á móti veikum og slösuðum böngsum
BRIDS
SKÓLINN
BYRJENDUR (stig 1) 30. sept. 8 mánudagar frá 20-23
KERFIÐ (stig 2) 2. okt. 8 miðvikudagar frá 20-23
• STIG 1 Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði er farið vel yfir
leikreglur og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis.
Ekkert mál að mæta ein/einn.
• STIG 2 Sagnkerfið er í forgrunni á þessu námskeiði,
bæði tveggja-manna-tal og ýmsar stöður í sagnbaráttu.
Mikið spilað og ekki nauðsynlegt að koma með makker.
• Staður . . . Síðumúli 37 í Reykjavík
• Sjá nánar á . . . bridge.is
• Upplýsingar og innritun í síma . . . 898-5427
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Fannar Þór Heiðuson kemur í mark í hálfmaraþoni í Osló. AÐSEND MYND
Tapaði veðmáli við
norska boltastjörnu
Tapað veðmál við norskan handboltakappa varð til þess að 19 ára Íslend-
ingur hljóp hálfmaraþon í Osló íklæddur Borat-skýlu. Uppátækið vakti mikla
athygli ytra. Íslendingurinn kvaðst vera aumur í afturendanum eftir hlaupið.
Það kom aldrei
annað til greina en
að vera maður orða sinna.
Fannar Þór Heiðuson, hlaupari
Kolbrún Benediktsdóttir, saksókn-
ari. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐALHEIÐUR
SAMFÉLAG Undanfarið hafa starfs-
menn embættis héraðssaksóknara
sést skjótast á milli staða í miðbæn-
um á forláta rafmagnshlaupahjólum.
Sérstaklega á milli Héraðsdóms
Reykjavíkur í Lækjargötu og skrif-
stofu embættisins á Skúlagötu 17.
Fararskjótarnir eru liður í verkefni
Umhverfisstofnunar sem nefnist
Græn skref. Markmiðið er að draga
úr umhverfisáhrifum í opinberum
rekstri og auka þekkingu starfsfólks
á umhverfismálum.
„Vinnan við innleiðingu aðgerða
Grænna skrefa hófst í fyrra. Þetta
er nokkuð viðamikið verkefni sem
verður innleitt í nokkrum skrefum,“
segir Hólmsteinn Gauti Sigurðs-
son, lögfræðingur yfirstjórnar hjá
embættinu. Fyrir utan hlaupa-
hjólin nefnir hann flokkun sorps og
úrgangs, kaup á umhverfisvottuðum
vörum og grænt bókhald sem dæmi
um skref sem hafa verið tekin.
Kolbrún Benediktsdóttir vara-
héraðssaksóknari segist ánægð með
rafhlaupahjólið enda ekki aðeins
umhverfisvænni ferðamáti en bíll
heldur mun praktískari. „Fyrir stutt
erindi í Héraðsdóm Reykjavíkur
getur verið mjög tímafrekt að fara
á bíl. Rafhlaupahjólið er fullkomið
fyrir styttri vegalengdir,“ segir Kol-
brún. – bþ
Saksóknarar á
hlaupahjólum
FÓTBOLTI Óskar Hrafn Þorvaldsson,
þjálfari Gróttu, er ekki viss hvort
hann verði áfram með liðið í Pepsi
Max-deildinni á næsta ári. Eftir að
Grótta tryggði sér sigur í Inkasso-
deildinni var Óskar rifinn í viðtal
og sagðist hann ætla njóta þess að
vera til, framtíðin væri óskrifað
blað. Ekki náðist í Óskar í gær.
Flestir eru sammála um að Óskar
sé búin að vinna nánast kraftaverk
með félagið. Leikmenn fá lítið sem
ekkert greitt fyrir sína iðkun ólíkt
öðrum liðum heldur setja þeir
allt sitt í umgjörð og
annað í kringum
liðið.
Eru mörg lið í
efstu og næstefstu
deild sögð horfa
öfundaraugum á
hvernig Grótta
hefur gert
hlutina.
– bb
Óvíst með
Óskar Hrafn
Læknanemar tóku á móti veikum og slösuðum böngsum á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Markmiðið er að sýna ungum bangsa-
eigendum að þeir þurfi ekki að vera hræddir við heilbrigðisstarfsfólk. Systkinin Ásgeir Guðni og Arney Ásta mættu með bangsana sína Lubba og
Bangsa á Bangsaspítalann í Efstaleiti þar sem bangsalæknirinn Herdís Eva Hermannsdóttir hjúkraði þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
D
6
-E
9
6
4
2
3
D
6
-E
8
2
8
2
3
D
6
-E
6
E
C
2
3
D
6
-E
5
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K