Fréttablaðið - 23.09.2019, Side 10

Fréttablaðið - 23.09.2019, Side 10
2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HETJA HELGARINNAR Trent Alexander- Arnold Er fæddur þann 7. október árið 1998 í West Derby hverfinu í Liverpool, spottakorn frá Melwo- od-æfingasvæðinu. Hann gekk í raðir félagsins þegar hann var aðeins sex ára. Hann hefur spilað níu leiki á tímabilinu og markið gegn Chelsea var það fyrsta sem hann gerir á þessu tímabili. Trent er mjög þrosk- aður miðað við aldur. Ég lít ekki á hann sem tvítugan pilt heldur 25-26 ára en ég þakka Guði fyrir að hann sé aðeins tví- tugur. Hann er mjög þroskaður miðað við aldur, miklu meira en þegar ég var tvítugur. Jurgen Klopp Knattspyrnustjóri Liverpool Fimmtán sigrar sýnir hvernig lið við erum. Við höfum unnið alls konar leiki á þessari vegferð. Átján stig af átján mögulegum er mjög gott og vonandi getum við haldið áfram þessu góða gengi. Trent Alexander-Arnold FÓTBOLTI Það er kannski skrýtið að velja hetju helgarinnar sem var með 56 prósent sendingarhlut- fall og fékk gult spjald fyrir töf á 57. mínútu. En Trent Alexander- Arnold er bara svo ótrúlega góður og búinn að vera það svo lengi að þó að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega stórkostlegur í þessum leik þá hefur hann sett viðmiðið svo hátt að það er ekkert hægt annað en að velja hann. Alexander-Arnold skoraði fyrra mark Liverpool í sigrinum á Chel- sea í gær og kom að aukaspyrnunni sem Roberto Firmino stangaði í netið. Firmino og Mo Salah hafa nú þegar skorað þrjú og lagt upp þrjú og eru einu leikmennirnir sem hafa náð þeim áfanga. Liverpool hefur nú unnið fimmtán deildarleiki í röð. Hann virðist líka vera einn af góðu gæjunum, sem er nú ekki mikið af í fótboltanum. Þó að hann sé rétt rúmlega tvítugur er Alexander-Arnold með báða fætur á jörðinni og sinnir þeim sem minna mega sín með bros á vör. Þegar hann var að alast upp í Liverpool sór hann þess eið, ásamt þáverandi liðsfélaga sínum, að þeir myndu sinna góðgerðarstarfsemi. Mamma hans hafði kynnt fyrir þeim An hour for others, sem eru góðgerðarsamtök í Liverpool og er Alexander-Arnold mikið þar. Þegar hann skrifaði undir einn stærsta skósamning á Englandi við Under Armour lét hann hafa eftir sér að hann ætlaði að kaupa land í Liverpool til að byggja fótboltavelli svo að allir gætu spilað fótbolta. Skósamningurinn er sagður hljóða upp á 6,4 milljónir punda, sem nemur milljarði íslenskra króna. Ætlunin er að hefjast handa við að byggja strax næsta sumar. Þá hefur hann gaman af því að tef la og fékk tækifæri til að tef la við sjálfan Magnus Carlson, heimsmeistara í skák. Hann tapaði þeirri viðureign í 17 leikjum. Hann tef lir reglulega við annað ungstirni Liverpool, Ben Woodburn. Þegar hann meiddist í desember í fyrra og Liverpool spilaði við Úlfana á Molinoux skellti hann sér með félögum sínum og studdi liðið úr stúkunni. Svona mætti trúlega lengi telja. Alexander-Arnold er fæddur 1998 og verður 21 árs þann 7. októ- ber. Hann hefur spilað um 100 leiki fyrir Liverpool þar sem hann er uppalinn. Hann varð fyrirliði U16 og U18 ára liðsins og kom fyrst við sögu undir stjórn Brendans Rod- gers í lokaleik undirbúningstíma- bilsins 2015-2016. Í október 2016 kom svo fyrsti alvöru leikurinn gegn Tottenham í deildarbikarn- um. Skömmu síðar skrifaði hann undir nýjan samning við Liver- pool. Í desember kom svo fyrsti leikurinn í deildinni. Alls lék hann tólf leiki og var valinn besti ungi leikmaður Liverpool. Síðan hefur hann gert urmul mistaka en alltaf lært af þeim og er orðinn einn besti hægri bak- vörður heims. Stöðugleikinn í varnarleiknum og ógnin af honum sóknarlega er ógurleg. Hann lagði upp meira en tug marka á síðasta tímabili og er þegar búinn að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu. Enda segist hann hafa stúderað Dani Alves og Phillip Lahm þegar hann var að læra á bakvörðinn. Hann byrjaði sem djúpur miðjumaður en sá að í bakverðinum gat hann fengið meiri spilatíma. „Trent hefur mikinn hraða en það sem skiptir meira máli er að hann er of boðslega f ljótur að hugsa. Bakvörður sem getur eignað sér allan vænginn en hefur einnig getuna til að senda á framherjana, sendingar sem þeir vilja fá,“ sagði fyrrverandi þjálfari hans, Pepijn Lijnders, árið 2017. Þegar helsta hetja Liverpool síðari ára, Steven Gerrard, gaf út bókina sína My Story, minntist hann á Alexander-Arnold sem þá var aðeins 16 ára. „Hann hefur möguleika á að ná langt. Hann er innfæddur og alveg eins og ég, sem vildi verða John Barnes eða Steve McMahon, ólst hann upp við að vilja vera ég þegar hann lék sér á leikvöllunum við Merseyside,“ skrifaði Gerrard. Eftir að Alexander-Arnold færði sig af miðjunni og í bakvörðinn hefur hann blómstrað svo um munar. Merkilegt nokk þá fær hann alveg að dúndra í boltann úr aukaspyrnum þrátt fyrir margir af fremstu fótboltamönnum sam- tímans leiki með Liverpool. Fyrsta markið hans fyrir Liverpool var einmitt úr aukaspyrnu og þá hefur hann smellt einni gegn Watford. Í gær rúllaði Mo Salah boltanum af mikilli nákvæmni til Alexand- er-Arnold og þetta var svokölluð þrumudúndra, svo fast fór boltinn fram hjá markverði Chelsea, Kepa Arrizabalaga. Í viðtölum eftir leikinn þá sagði guttinn að þetta hefði komið beint af æfingarsvæðinu. „Þetta ruglaði markvörðinn aðeins og ég náði sem betur fer að koma boltanum í netið. Það var gott að horfa á eftir bolt- anum.“ benediktboas@frettabladid.is Einn sá besti í sinni stöðu Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra mark Liver- pool í 2-1 sigri liðsins á Chelsea á Stamford Bridge. Trent, sem er uppalinn hjá Liverpool, er orðinn einn besti hægri bakvörður veraldar, er góður í skák og sinnir samfélagsvinnu með bros á vör. Alexander-Arnold er yngsti leikmaðurinn í sögunni sem hefur byrjað tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni. Hann er þriðji yngsti markaskorari Liverpool í Evrópukeppni á eftir Michael Owen og David Fairclough. Þá er hann yngsti leikmaðurinn sem hefur gefið þrjár stoð- sendingar í einum og sama leiknum. 2 3 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -F 8 3 4 2 3 D 6 -F 6 F 8 2 3 D 6 -F 5 B C 2 3 D 6 -F 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.