Fréttablaðið - 23.09.2019, Side 6
STJÓRNSÝSLA Tillaga til þings-
ályktunar um skipun rannsóknar-
nefndar til að kanna starfshætti
ákæruvalds og dómsvalds í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálum er í
lokavinnslu á Alþingi. Samkvæmt
greinargerð með tillögunni er
tilgangur hennar að „fá loksins
skiljanlegan botn í hin gömlu Guð-
mundar- og Geirfinnsmál með
rannsókn á mögulegri misbeitingu
valds og ólögmætum aðferðum,
þeim veigamiklu þáttum sem rétt-
arkerfið hefur aldrei treyst sér til að
taka til skoðunar.“ Fyrsti f lutnings-
maður tillögunnar er Helga Vala
Helgadóttir, en samf lokksmenn
hennar í Samfylkingunni f lytja
málið með henni.
Í tillögunni er lagt til að skipuð
verði sérstök þriggja manna rann-
sóknarnefnd, í samræmi við lög um
rannsóknarnefndir, „sem geri sjálf-
stæða og óháða rannsókn á starfs-
háttum ákæruvalds og dómsvalds
í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.
Nefndin kanni hvort og þá hvaða
meinbugir voru á starfsháttum
ákæruvalds og lögreglu við með-
ferð málanna sem og málsmeðferð
fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig
til aðkomu þýska rannsóknarlög-
reglumannsins Karls Schütz.“
Í greinargerð með tillögunni eru
tiltekin nokkur dæmi sem f lutn-
ingsmenn telja að rannsaka þurfi
nánar; svo sem ítrekuð brot á réttar-
farsreglum, fjarvistarsannanir sem
ekki voru kannaðar og fölsuð gögn
sem lögð voru fram í sakadómi.
Flutningsmenn nefna einnig síðari
tíma dæmi af aðdraganda endur-
upptökunnar. Vísað er til gagna
um meinta refsiverða háttsemi
rannsakenda sem endurupptöku-
nefnd er sögð hafa stungið undir
stól en nefndin féllst ekki á að refsi-
verð háttsemi starfsmanna réttar-
kerfisins væri grundvöllur endur-
upptöku. Þetta þurfi að rannsaka.
Þá er einnig lögð áhersla á að
rannsaka þurfi sérstaklega mögu-
legan þátt rannsakenda í því að þrjú
ungmennanna, sem sakfelld voru á
sínum tíma, báru sakir á svokallaða
Klúbbmenn. En þau hafa enn ekki
verið sýknuð af þeim röngu sakar-
giftum sem þau voru sakfelld fyrir.
– aá
Lífsgæðasetur St. Jó., Suðurgötu 41, Hafnarfirði
gengið inn Hringbrautarmegin 24. september - fræðsla – sjálfsvíg
kl. 20:00 - 21:30 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir
flytur erindið. Að missa í sjálfsvígi, tekist á við sorgina.
Allir velkomnir.
Kynning á hópastarfi og kaffisopi.
Nánar sími: 551-4141 sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Hægt er að framleiða lífdísilolíu úr steikingarolíu og öðrum úrgangi sem safnað er á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
UMHVERFISMÁL Ein milljón lítra af
olíu er notuð í Eyjafirði sem hægt
er að skipta út fyrir lífdísil á mjög
auðveldan hátt. Unnið er að undir-
búningsvinnu innan Vistorku á
Akureyri í samstarfi við Moltu
að þessum orkuskiptum. Áætlun
gengur út á að kostnaður við orku-
skiptin borgi sig upp á aðeins fimm-
tán árum.
Þessi ein milljón lítra er olía sem
notuð er í Grímsey, í framleiðslu
Sæplasts á Dalvík, í Malbiksfram-
leiðslu og í ferjusiglingum í firðin-
um. Þar er notað jarðefnaeldsneyti
sem auðveldlega mætti skipta út
fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða
þessa olíu í firðinum úr lífrænum
úrgangi sem til fellur og steikingar-
olíu sem er safnað á Akureyri og
væri hægt að framkvæma orku-
skiptin á innan við tveimur árum.
Guðmundur Haukur Sigurðar-
son, framkvæmdastjóri Vistorku á
Akureyri, segir þetta mjög auðvelda
framkvæmd í sjálfu sér þar sem
tæknin sé fyrir hendi. „Við sjáum
fyrir okkur að vinna aðallega líf dísil
úr fitu sem kemur með sláturúr-
gangi til Moltu. Þannig mætti vinna
stærstan hluta þess. Við gerum ráð
fyrir að verkefnið muni kosta um
fimm hundruð milljónir króna og
greiðast upp á um 15 árum. Því er
þetta hagkvæmt verkefni sem og
að minnka losun í Eyjafirði,“ segir
Guðmundur Haukur
Af þessu yrði ávinningurinn skýr
því eitt kíló af eldsneyti losar um
2,6 kíló af koltvísýringi. Því myndi
þessi orkuskipti þýða minnkandi
losun sem nemur um 2.600 tonn-
um. „Það jafngildir að um þúsund
bifreiðar yrðu teknar af götunum,“
bætir Guðmundur Haukur við.
„Raf bíll kostar um fjórar milljónir
að meðaltali. Þúsund bílar kosta um
fjóra milljarða en þetta verkefni um
500 milljónir og það borgar sig upp
hratt.“
Molta vinnur nú að því að finna
nýja staðsetningu fyrir framleiðslu
sína í Eyjafirði með það fyrir augum
að geta komist í eigið húsnæði þar
sem hægt er að byggja við. Þessi
framleiðsla gæti því hafist innan
fárra ára. sveinn@frettabladid.is
Ætla að framleiða olíu
úr sláturfitu í Eyjafirði
Hugmyndir um aukna sjálfbærni í Eyjafirði eru langt komnar. Hægt að fram-
leiða um eina milljón lítra af lífdísil úr lífrænum úrgangi sem fellur til á svæð-
inu og minnka þannig losun um sem nemur akstri eitt þúsund heimilisbíla.
Við gerum ráð fyrir
að verkefnið muni
kosta um fimm hundruð
milljónir króna og greiðast
upp á um 15 árum.
Guðmundur Haukur
Sigurðarson,
framkvæmda-
stjóri Vistorku
Rannsóknarlögreglumaðurinn Karl
Schütz ásamt hinum fræga Leir-
finni. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Vilja rannsókn á ákæru- og dómsvaldi
Samkvæmt greinargerð
er tilgangurinn að fá botn í
þá þætti Guðmundar- og
Geirfinnsmála sem réttar-
kerfið hefur ekki treyst sér
til að skoða.
Hassan Rouhani, forseti
Írans. NORDICPHOTOS/
GETTY
ÍRAN Hassan Rouhani, forseti Írans,
segir hernaðaruppbyggingu Banda-
ríkjanna við Persaflóa ógna friði á
svæðinu. Í sjónvarpsávarpi í gær
sagði hann að erlendur heraf li á
svæðinu hefði alltaf í för með sér
þjáningar og hörmungar. Hyggst
hann kynna nýjar friðarumleitanir
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á
morgun.
Nú þegar eru um
þúsund bandarískir
hermenn í Sádi-
Arabíu. Um helg-
ina sagði Mark
Esper va r na r-
málaráðherra að
f leir i her menn
yrðu sendir þang-
að í kjölfar dróna-
árása Jemena á olíu-
vinnslustöðvar fyrir
skemmstu, en bæði
Sádi-Arabar og
Bandaríkja-
m e n n
s a k a
Írani um að bera ábyrgð á þeim.
Á fundi SÞ munu Sádi-Arab-
ar fara fram á refsiaðgerðir
gegn Írönum, sem neita
alfarið að bera ábyrgð á
árásunum. Bandaríkja-
menn vilja hins vegar
forðast stríð í lengstu
lög til að valda ekki meiri
óstöðugleika á svæðinu.
– ab
Kynnir friðarumleitanir
við Persaflóa á morgun
Fjölgað verður í herliði
Bandaríkjanna við Persa-
flóa á næstunni í kjölfar
drónaárása á olíuvinnslu-
stöðvar.
Jean-Claude Juncker, forseti
framkvæmdastjórnar ESB.
NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND Koma verður á landa-
mæraeftirliti milli Írlands og Norð-
ur-Írlands ef ekki verður samið um
útgöngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu. Þetta sagði Jean-Claude
Juncker, forseti framkvæmda-
stjórnar ESB, í viðtali við Sky í gær.
Þar hafnaði hann einnig alfarið því
að ESB beri einhverja ábyrgð ef illa
fer við útgönguna, það hafi „ekki
verið ESB sem fann upp Brexit“.
Landamærin á Írlandi hafa verið
eitt helsta þrætueplið í tengslum
við útgönguna. Boris Johnson,
forsætisráðherra Bret-
lands, hefur hafnað því
að hafa svokallaða bak-
tryggingu á landamær-
unum. Dominic Raab
utanríkisráðherra tekur
í sama streng og segir
það ótækt að aðrar reglur
verði í gildi á Norður-
Írlandi en annars
staðar í landinu.
Unnið sé hörðum
höndum að sam-
komulagi við
ESB í þá átt.
J u n c k e r
segir ESB hins
vegar verða
að t r yg g ja
eigið öryggi.
„ Dý r sem
kemur frá
Norður-Írlandi til Írlands án landa-
mæraeftirlits er komið eftirlitslaust
inn í ESB. Það mun ekki gerast.
Við verðum að verja heilbrigði og
öryggi þegna okkar.“ – ab
Landamæraeftirlit ef
samningar nást ekki
Við verðum að verja
heilbrigði og öryggi
okkar þegna.
Jean-Claude Juncker, forseti
framkvæmdastjórnar ESB
2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
D
7
-1
0
E
4
2
3
D
7
-0
F
A
8
2
3
D
7
-0
E
6
C
2
3
D
7
-0
D
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K