Fréttablaðið - 23.09.2019, Side 33
Guðmundur Erlingsson og Magnús Heiðarsson vinna af fagmennsku hjá Rafstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIInniloft hefur veruleg áhrif á starfsumhverfi fólks og lélegt inniloft er algengasta umkvört-
unarefni starfsfólks á vinnu-
stöðum, segir Magnús Heiðarsson
hjá Rafstjórn.
Rafstjórn sérhæfir sig í upp-
setningu, stillingu og viðhaldi á
öllum tegundum hita-, kæli- raka-
og loftræstikerfa. Fyrirtækið hefur
umboð fyrir stjórnbúnað hita-
kerfa frá Sauter og eru starfsmenn
sérþjálfaðir með áratuga reynslu
og sækja reglulega endurmenntun.
„Rétt stillt hitakerfi getur haft
lykiláhrif á ánægju, afköst og
vellíðan starfsfólks, auk þess að
hafa verulegan sparnað í för með
sér varðandi orkukostnað,“ segir
Magnús.
„Til húshitunar á íslenskum
heimilum eru ofnakerfi algeng-
ustu hitakerfin en á síðari árum
hafa gólfhitakerfi færst í aukana
sem og loftræstikerfi sem eru nær
eingöngu notuð til hitunar og loft-
skipta í fyrirtækjum, stofnunum,
verslunar- og iðnaðarhúsnæði,“
upplýsir Magnús.
Rannsóknir sýni að óæskileg
hækkun hita í vinnurýmum geti
dregið úr afköstum um allt að 15
prósent.
„Til að starfsfólki finnist hitastig
vera við hæfi þarf að vera sam-
ræmi á milli lofthita, áreynslu og
klæðnaðar. Í kyrrsetustörfum
verður fólk næmara fyrir hita-
breytingum og sé of kalt bregst
líkaminn við með aukinni vöðva-
spennu. Við það aukast efnaskipti
og líkamshiti helst stöðugur en
erfiðara verður að hreyfa fingur,
vinnuhraði minnkar og hætta
á mistökum eykst,“ útskýrir
Magnús.
„Verði of heitt í vinnurými
slaknar á vöðvum og svitamyndun
eykst. Þá færist drungi yfir marga
sem dregur úr andlegri og líkam-
legri færni, líkur á mistökum
aukast og nokkurrar vanlíðunar
gætir, sérstaklega höfuðverks.
Flestum þykir svo þægilegast
ef hitastig er frá 21 til 23°C við
kyrrsetustörf en á móti kemur að
flestu fólki þykir óþægilegt ef hita-
breytingar yfir daginn verða meiri
en 4°C,“ upplýsir Magnús.
Kælikerfi
Með tilkomu stærri og fleiri glugga
á íslenskum skrifstofubyggingum
hefur þörf fyrir kælingu vegna
sólarálags aukist verulega.
„Rafstjórn hefur um árabil
séð fyrirtækjum, stofnunum og
heimilum fyrir kælingu á heitum
rýmum eins og tölvurýmum,
rofaherbergjum, skrifstofum og
heimilum,“ upplýsir Magnús.
Rafstjórn er með umboð fyrir
kælitæki frá þýska framleiðand-
anum Stulz.
„Öll kælitæki sem við setjum
upp byggja á kælivökva og kæli-
pressu (varmadælu). Þau eru
því ekki háð hita utanhúss, svo
framarlega sem hiti fer ekki yfir
40°C, en einnig eru mörg tækjanna
vatnskæld,“ útskýrir Magnús.
Ekki sé sama hvort kæld séu
herbergi með tækjum eða herbergi
þar sem fólk er.
„Þar sem fólk dvelur þarf sér-
staklega að huga að hávaða og
útliti. Rafstjórn býður úrval kæli-
tækja sem uppfylla þetta tvennt
og í sumum tilfellum hentar vel
að fella kælitækin inn í falskt loft,
hafa þau á vegg og eða taka niður
ofna og setja kælitæki í staðinn.
Flest kælitæki má einnig nota til
hitunar og hafa þau verið sérstak-
Gott inniloft bætir
afköst og ánægju
Rafstjórn sérhæfir sig í traustum og
orkusparandi hita-, kæli-, raka- og
loftræstikerfum. Rannsóknir sýna að
gott og heilnæmt inniloft hefur bein
áhrif á ánægju, afköst og vellíðan.
Hér á landi er algengast að þetta sé gert með því að setja upp viftu eða blásara
sem sogar út loft, en það vill
gleymast að það sem er sogað út
kemur inn annars staðar, til dæmis
inn um glugga og fleira. Það loft
getur líka verið óhreint og kalt
sem þýðir að undirþrýstingur er í
íbúðinni.
Úlfar Óli Sævarsson, tæknilegur
ráðgjafi hjá Hitatækni ehf., segir að
þær loftræsisamstæður sem þeir
bjóði séu með varmaendurvinnslu
sem nýtir allt að 92% af varma
loftsins sem verið er að kasta út.
Auk þess er fersklofti blásið inn
sem nýtir þann varma og jafnvægi
í loftmagni sem er sogað út og
blásið inn. Jafnvel örlítill yfir-
þrýstingur er hafður til að forðast
að ryk, skordýr og frjókorn komist
inn í rými.
Eins og er er ekki hlutfalls-
lega mikið af íbúðarhúsnæði
á Íslandi komið með loftræsi-
Ferskt og hreint loft með loftræsisamstæðu
Loftræsisamstæður eru settar upp í flest hús í nágrannalöndunum vegna kröfu sem sett er fram
í reglugerð fyrir íbúðir. Í öllum íbúðum þarf að lofta út frá baðherbergi og eldhúsi hið minnsta.
Úlfar Óli Sævarsson, tæknilegur ráðgjafi hjá Hitatækni ehf., segir fyrirtækið
hafa áratugareynslu af sölu á loftræsikerfum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
lega hönnuð til að vera staðsett í
svefnherbergi og því einstaklega
hljóðlát,“ segir Magnús.
Í tölvurýmum er hentugast að
notast við kæliskápa sem eru sér-
hannaðir til kælingar á þess háttar
rýmum.
„Þótt útlit og hávaði skipti ekki
eins miklu máli og í mönnuðum
rýmum leggur Stulz mikið upp úr
því að kæliskáparnir séu fallegir
og fyrirferðarlitlir, með hávaða
og rekstrarkostnað í lágmarki og
mikið rekstraröryggi,“ upplýsir
Magnús.
Loftræstikerfi
Til að inniloft verði starfsfólki ekki
til ama þarf að veita fersku lofti
inn í vinnurými og tryggja góða
loftræstingu.
Magnús segir æskilegt að 15 til
20 rúmmetrar af fersku lofti berist
hverjum starfsmanni á klukku-
stund en tölurnar séu þó háðar
stærð rýmis og fjölda starfsmanna.
„Tæknilega fullkomin vélræn
loftræstikerfi geta bæði kælt loft
og hitað, en einnig bætt raka í
loftið sem um það fer,“ upplýsir
Magnús. „Verði dragsúgur til ama,
þegar köldu lofti er blásið inn, er
hægt að vinna gegn því með því að
hita upp loftið. Þannig má spara
orku með því að nota varmaskipta
því þá er heitt loft á útleið notað
til að hita upp kalda loftið sem er
dregið inn,“ segir Magnús.
Hönnun og uppsetning vél-
rænna loftræstikerfa krefst
sérfræðikunnáttu til að uppfylla
kröfur sem þarf til að árangur
verði góður og hvorki gæti drag-
súgs né orkusóunar.
„Best er að hafa inntak loft-
ræstikerfa á þaki bygginga,
fjarri útblástursopi eða öðru
sem mengað getur loftið,“ segir
Magnús. „Í ljós hefur komið að
mikill ávinningur er að því að vera
með reglubundið, fyrirbyggjandi
viðhald loftræstikerfa til að koma
í veg fyrir mikinn og óvæntan
kostnað, viðhalda verðgildi þeirra
og halda í góðu ástandi.“
Rakakerfi
Rafstjórn býður tvær gerðir raka-
tækja sem eru sérstaklega hönnuð
til að halda hæfilegum loftraka í
innilofti.
„Með loftraka er átt við hlut-
fallslegt magn vatnsgufu í and-
rúmsloftinu. Raki er mældur og
gefinn upp sem hundraðshluti
rakamagns sem getur verið í loft-
inu við tiltekið hitastig, en hækki
hitastigið getur loftið geymt meiri
vatnsgufu,“ útskýrir Magnús.
Í köldu lofti sé næstum engin
vatnsgufa.
„Þess vegna mælist lágt raka-
stig innanhúss á veturna. Kalt loft
berst inn, eða er blásið inn með
loftræstikerfi, það síðan hitað upp
og sé raka ekki bætt við lækkar
rakastig loftsins. Því er alla jafnan
frekar þurrt loft á Íslandi á veturna
en mun rakara á sumrin,“ segir
Magnús.
Að jafnaði veldur loftraki ekki
óþægindum en þó getur lítill
loftraki valdið ertingu í augum, á
vörum og í öndunarfærum.
„Yfir árið getur loftraki sveiflast
frá 20 prósentum yfir vetrar-
tímann til allt að 60 prósent að
sumarlagi. Venjulega finnur fólk
ekki fyrir rakabreytingunum en
fari hiti yfir 24°C upplifir fólk að
loftið sé þungt og þvingandi, ekki
síst ef loftraki er 50 prósent eða
meiri á sama tíma.“
Hér á landi hafa enn ekki verið
settar reglur um rakastig á vinnu-
stöðum.
„Með hækkandi hitastigi og
auknu vinnuálagi aukast slæm
áhrif loftraka á líðan starfsmanna.
Því meiri loftraki; því hærri virðist
hitinn vera,“ segir Magnús.
Hann bendir á að ítrasta hrein-
lætis þurfi að gæta þar sem raka-
tæki eru notuð svo ekki berist frá
þeim sýklar og sveppagróður.
„Rafstjórn býður upp á tvær
gerðir rakatækja sem eru sérstak-
lega hönnuð til að halda hæfi-
legum loftraka í innilofti. Annars
vegar er það gufurakatæki sem
sýður vatn og nýtir gufuna til að
auka raka í innilofti og hins vegar
Ultrasonic-rakatæki sem byggir á
annarri tækni og myndar hárfínan
úða sem blásið er í inniloftið.“
Rafstjórn er í Stangarhyl 1a. Sími
587 8890. Sjá nánar á rafstjorn.is
Óæskileg hækkun
hita í vinnurým-
um getur dregið úr
afköstum um allt að 15
prósent.
samstæður. Úlfar segir að verið
sé að byggja stóra blokk núna á
höfuðborgarsvæðinu sem verður
með þessa tegund loftræsingar,
og á hjúkrunarheimili á Selfossi
og á Akureyri er verið að bjóða út
verkefni þar sem sett verður upp
stök samstæða fyrir hvert einasta
rými. „Það tryggir bæði ferskt
loft, stöðugan hita fyrir heimilis-
fólkið og minni mengun að utan,
það er ryk, skordýr og frjókorn. Í
löndunum í kringum okkur eru
varla byggð ný hús án þess að setja
upp svona kerfi en þetta er farið
að ryðja sér til rúms hér á landi. Ég
er sannfærður um að þetta verði
staðalbúnaður í öllu húsnæði í
framtíðinni.“
Úlfar segir að best sé að koma
kerfinu fyrir í húsum þegar verið
er að byggja þau, það er hins vegar
hægt að setja þau upp í eldra hús-
næði. „Það fer svolítið eftir hverju
húsi fyrir sig hversu auðvelt er að
koma þeim fyrir eftir að þau eru
byggð, það þarf að meta hvert hús-
næði fyrir sig.“
Hjá Hitatækni ehf. er hægt að
kaupa flest öll tæki og íhluti sem
þarf til að setja upp loftræsikerfi.
Hjá fyrirtækinu er einnig hægt að
fá ráðgjöf um hönnun og upp-
setningu en fyrirtækið er í góðum
samskiptum við iðnaðarmenn og
hönnuði sem það getur mælt með
í verkið.
Hitatækni hefur yfir 33 ára
reynslu af sölu á hlutum tengdum
stýribúnaði, hitastýringum og
loftræsingu. „Við höfum í mörg ár
selt loftræsikerfi fyrir skrifstofu-
húsnæði, hótel og allt mögulegt. Á
slíkum stöðum þarf oft mjög stór
kerfi. Við seldum nýlega stæður í
verkefnið í Katrínartúni sem verið
er að klára, þar eru kerfi í öllum
stærðum. Við útveguðum loftræsi-
samstæður og allar stýringar fyrir
Fosshótel í Reykjavík, sem er eitt
f lottasta hótel landsins. Þann-
ig að við höfum mikla reynslu af
þessu í stærri verkefnum og viljum
nú einnig aðstoða einstaklinga
og fjölskyldur við að koma upp
kerfum á sín heimili,“ segir Úlfar.
Ég er sannfærður
um að þetta verði
staðalbúnaður í öllu
húsnæði í framtíðinni.
KYNNINGARBLAÐ 3 M Á N U DAG U R 2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 LOFTRÆSTIKERFI OG HITASTÝRINGAR
2
3
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
D
7
-0
7
0
4
2
3
D
7
-0
5
C
8
2
3
D
7
-0
4
8
C
2
3
D
7
-0
3
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K