Jólatíðindin - 01.12.1927, Blaðsíða 1

Jólatíðindin - 01.12.1927, Blaðsíða 1
 JOL ÚTGEFANDI: HJÁLPRÆÐISHERINN Á AKUREYRI. I. ÁRGANGUR — AKUREYRI - DESEMBER 1 927 - UPPLAG 1200 ^.•iiiiliiiiiuiiiili,|lii,iiiiiiii1iiMiiiniiiiiMiiiiiiiiiPrfiiitiiiii** ‘i,iiiiii<r '"niiiin'' •"«iiiii, .................................................,niiin.-,|> JOLALJ OT)IN. Óaflátanlega veltur hjól tímans. Kynslóðir koma og fara, fæðast og deyja. Með miklum erfiðismunum starfar hinn síleitandi hugur mannanna og finnur ekki ró. Smátt og smátt mótast nýjar brautir í ópekta landinu ónumda, fyrir elju og viskuprá sann- leiksleitandi sálna. í djúpi mannlífsins ólgar og sýður; par eiga heima mörg öfl, svo gerólík sem framast má. Við og við rekur ófreskja, sem öfundssýki heitir, höfuðið upp úr hringiðunni og gnístir tönnum. Á „hæstu hæðum“ nötra undirstöðurnar af átökunutn í undirdjúpunum, og yfirborð jarðar er sýkt af alls konar miskliðar- efnum og böli. — Þá berast um hinn þjáða heim tónarnir af gömlum söngljóðum: Jólaljóðunum. Og sjáið! — hið sikvika, órólega hugarflug mannsandans stöðvast fáein augna- blik í sinni gömlu rás. Vísindin leggja höggvopn sitt til hliðar, og kjálkarnir á ófreskju öfundsýkinnar verða máttvana, á hæðunutn er kyrð og öruggleiki, pví að engill friðarins breiðir sina drifhvítu og fögru vængi yfir ginnungagap hatursins. — — Ó, ef mönnunum gæti skilist, að pessi göttilu ljóð bera með sér pá blessun, sem getur leyst öll vanda- mál. Því að petta eru ljóðin um hinn ódauðlega og eilífa kærleika. Getur nokkur komið með pá ráðgátu, sem hann getur ekki Ieyst? Er nokkuð svo ilt, að pað víki ekki úr vegi fyrir honum ? Þurfurn vjer að reika í ráðleysi, án leiðsögumanns, er vjer eigutn kost á leiðsögn hans? Dásamlegu jólaljóð! Ljóðin um barnið fátæka í jötunni, sem hefir gert heiminn svo ósegjanlega ríkan. Syngið pau, par til þau lifa i hjörtunum; pá muttu ófreskjurnar hopa á hæl, pvf að þetta eru Ijóðin utn hinn heilaga, ævaranda frið — hjartafriðinn, Syngið þau, svo að heimurinn heyri pau, pá mun hatrið deyja; pvi að petta eru Ijóðin um pað, að vjer erum allir bræður. Syngið þau, svo að pau endurómi I samvisku hins sjúka, seka manns, og friðurinn, sem mannlegum skilningi er ofvaxinn, mun gagníaka hjörtun, pví að petta er söngurinn ttm fyrir- gefningu og náð. Syngið pessi guðdómlegu ljóð, svo að pau heyrist út yfir brotsjóana, til peirra, sem heyja hörðu baráttuna við náttúruöflin; pá munu öld- urhafsins láta hvílastoglægjast: pví að petta eru Ijóð- um föðurinn, sem vakir yfir öllum. Já, syngið pessi gömlu, góðu jólaljóð, sem sigra alla sorg og kvíða; pá mun vonarstjarnan skína skærast; þvi að petta eru ljóðin um sæluheimkynni ódauðlegra sálna/ Gömlu, góðu jólaljóð! Fögru unaðsljóð! Jeg hefi tekið ástfóstri við ykkur, framar öðrum ljóðum. Berist pið og hljómið, í gleði og sorg, um heimkynni mannanna. Og, eins og pið forðum hljómuðuð fyrir eyrum mínum og fylgduð mjer inn í draumalandið fagra, pegar jeg hvíidi sem lítið barn i örmum inóður minnar, eins bið jeg, að pið hljómið í sálu minni, pegar degi hallar, og fylgið mjer til náða í hinsta sinni. — — Á> Y* Kæru 'J(j „Ljá mjer, fá mjer litlafingur pinn, Ijúfa smábarn; hvar er Frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi’ jeg öllu: lofti, jörðu, sjá“. ( M. J.) <@>^<iiiiiii.^^iimii..^iiiHi^iiiiiiiM-."iiiiii„--'iniiii- •,||ullIl»,, •,,,iiiii„’’ ■•,|iiiii„'’ •',|iiiiiii'',,,iiiiiii’'',',iiiiiii,,,'|iiiiiii''''|iiiiiii'’ ^ HÚSMÆÐUR, KAUPMENN oq BAKARAR! ALLIR kaupa það BESTA TI L J-Ó-L-A-N-NA. AKRA-SMJÖRLÍKI er svo ljúffengt, að matvandasta fólk =! tekur það jafnvel fram yfir íslenskt smjör. HEKLU-SMJORLIKl er ódýrasta smjörlíkið, sem selt er hér á landi. Pó eru fjöldamargir, sem ekki hafa þekt það frá íslensku smjöri. A K R A-J U R T A F E I T I er það drýgsta og besta, sem hægt er að fá til að steikja jólakjötið í 1 AKRA-B0KUNARFE1T1 er tvímælalaust besta bökunarfeitin, sem framleidd er hjer á landi. Biðjið ávalt um ofangreindar vörur, með því slyðjið þið íslenskan iðnað. H F Smjörlíkisgerð Akuregrar. Simi 207. Símn.: A K R A . — íyV'?!:í ., V/ ... I Qíediíeg ^jjólí i .. .y..' .•*................ gfóíanóttin. Gftir QuSm. f/uðnumdsson. Dýrðanwtt! — þjer hneigir veröld. hljóð, Meilagsanda návist kennir ijóst, — andblœr þinn er hjartnæmt helgi-ljóð. himinn opinn við þitt móður-brjóst, — blœjan stjörnuni stráð stafar friði, náð, voldug himindjúpin, lög og láð. Stilt er sjerhver sál samklið djápum rótt, við þitt móðurmál, milda jólanótt! Himnesk eining guðdóms-lífs og Ijóss lœyst frá dufti’ að ystu vetrarbraut, tengir alt í hljómi sigurhróss hátíðlegum við þitt mikla skaut. Sigur sannleikans, sólvor kœrleikans, boðar öllu fæðing Frelsarans! Fram í /jóssins flaum fegra líjið brýst. Sjá, í dýrðardraum dauðinn sjálfur snýst! Drottins anda duftkorn sérhvert minst, dásamlegra undra safn, er fylt, — hljómbrot lœgsta’ í okkar vitund inst, œðra hljómvalds leiftursprota’ er stilt. Sjáið sigur kans sigur skaparans: duftið orðið íbúð kœrleikans! Ó, sá undra dýrð elsku, máttar, vits, birtist bjartri skýrð blukrún stjörnu-glits! Syngið, syngið — heyrið hjartaslög heilags Ouðs í jólanætur blœ! Hringið, hringið — ódauðleikans lög leiftra staðfest yfir mold og sæ! Mikli meistarinn, mannkyns leiðtoginn, hann er kominn, kominn — Frelsarinn ! Honum syngi sœtt sjerhver tunga’ á jörð, drótt af Drottins œtt, dýrð og þakkargjörð! JOLIN NAL6 AST. Þá fara menn að kaupa jólafatnaðinn og jólagjafirnar. Þess vegna leyfutn við okkur að vekja athygli yðar á hinum miklu og góðu birgöum af fatnaði og vefnaðarvörum, sem við höfutn fyrirliggjandi. Alfatnaðir karlm., yfir 200 st. úr að velja. Alfatnaðir, ungl. Alfatnaðir, drg. Drengjafrakkar á 2—8 ára. Vetrarfrakkar. karlm. Regnfrakkar, karlm. Stormjakkar, waterproof. Vetrarstórtreyjur, þykkar. Taubuxur, röndóttar. Sportbuxur, kailm. Peysur, karlm,, kv., barna. Nærföt, — — — Sokkar, — — — úr silki, ull og baðmull. Manchettskyrtur, hv., misl. Milliskyrtur, misl. Khakiskyrtur, brúnar. Vetrarhúfur úr skinni, karlmanna og drengja. Linir hattar. Enskar húfur. T I L DÆM I S Kasketter, karlm. og drg. Hanskar, karlm., kv., barna, Hálstreflar, silki og ullar. Hálslín. Hálsbindi. Slaufur. Axlabönd. Sokkabönd. Ermabönd. Vasaklútar. Vetrarkápur, kvenna. M A NEFNA: Rykkápur. Ungl. og Telpukápur. Morgunkjólar. Svuntur, hv. og misl. Náttkjólar, flónels og Ijerefts. Kvennærföt, silkitricotine. Regnhlífar, kvenna. Gardínur. Gardínutau. Borðteppi. Dívanteppi. Ðívanteppaefni. Hv.Borðdúkar 8í Servíettur. Borðdúkadreglar. Kaffidúkar. Rúmteppi, hv. og misl. Vatt teppi. Sængurveraefni, rösótt, hvít og mislit. Rekkjuvoðir, flónels og stout. Rekkjuvoðaefni. Sængurdúkar. Fiður- og dúnljerft. Bómullarteppi, dökkleit. Handklæði, 'nv. og misl. Handklæðadreglar. Tvistdúkar. Flónel. Lastingur, sv. og misl. Léreft, bl. og óbl. Cambridge. Hörléreft. Hv. Voile, í upphlutsskyrtur. Smávörur, margskonar. o. m. m. fl. Lægsta markaðsverð! Brauns Verslun Páll Sigurgeirsson. Ábyggileg viðskifti!

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/1369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.