Jólatíðindin - 01.12.1927, Blaðsíða 3
Desember 1927
JÓLÁTÍÐINDIN
3
Sunnudagaskólinn. Sunnudagaskóli Hjálpræðis-
hersins tekur við börnum á aldrinum 6—10 ára,
starfar hvern sunnudag og byrjar kl. 2 síðdegis.
Pað er margt, sem sunnudagaskólann vanhagar um,
margt, sem þyrfti að kaupa, bæði m'yndir og annað,
sem gæti orðið til þess að gera sunnudagaskólastarfið
miklu áhrifameira og blessunarríkara fyrir börnin.
Ef þessar línur komast í hendur einhvers þess,
sem getur viðurkent, að andlegt starf meðal barnanna
er lífsspursmál fvrir þau sjálf og þjóðfjelagið sem
heild, þá hjálpaðu okkur ef þú gefur til þess að kaupa
áhöld til sunnudagaskólans, svo að starfsemi hans
geti komið að sem bestum notum framvegis.
Pað hefir oft hrygt mig, þegar jeg hefi hugsað til
þess, hve illa við stöndum að vígi, — saman borið við
það, sem víða annarsstaðar, og þá einkum erlendis,
á sjer stað, — með tæki og fleira til sunnudagaskólans,
sem í raun rjettri er alveg bráðnauðsynlegt, til þess
að starfsemin geti komið að tilætluðum notum.
Látið börnin koma til mín, segir vinur þeirra, Krist-
ur, og bannið þeim það ekki. Hvað gerir þú? Hjálp-
ar þú til, að þau geti komið til hans?
Gesta og sjómannaheimilið »Laxamýri, Strand-
gata 19 B., Akureyri, hefir haft mikla aðsókn síðast-
liðið sumar og haust.
Gestaheimilið mun framvegis veita gestkomandi
mönnum til bæjarins viðtöku, meðan húsrúm leyfir;
sömuleiðis eru menn, sem ætla sjer að dvelja í bænum
skemri tíma, velkomnir þangað. —
Með því að stjórn Hjálpræðishersins lítur svo á, að
»Laxamýri« sje mjög heppileg sem prívat íbúðarhús,
en vegna herbergjaskipunar er húsið miður heppi-
leg, sem gestaheimili, hefir hún í huga, að reyna að
gera einhverja breytingu á þessu í framtíðinni, og í
tilefni af því fæst íbúðarhúsið ásamt samkomuhúsinu,
sem er mjög heppilegt fyrir verkstæði eða þess háttar,
keypt, ef viðunanlegt boð fæst í húseignina; en þetta
hefir vitanlega engin áhrif á starfrækslu gestaheimilis-
ins eða starfsemina hjer í bænum yfirleitt fyrst um
sinn.
Lysthafendur snúi sjer til forstjóra Hjálpræð-
ishersins á Akureyri, ensains Odds Ólafssonar.
sem gefur allar nánari, upplýsin gaer að þessu lúta. —
Gesta- og sjómannaheimilið sendir hjer með öllum
viðskiftavinum sínum bestu óskir um gleðilega jóla-
hátíð og um farsæld og blessun Guðs á komandi ári'
Aramót. Hin helga frásögn um nafngjöf Frelsar-
ans í musterinu er guðspjall nýjárshátíðinnar. Áíta
daga gamall fjekk hann það nafn, sem englar Guðs
höfðu boðað, áður en hann fæddist í þennan heim;
— það nafn, sem háleitast er og fegurst allra nafna.
Nafn hans þýðir: Hinn mildi og óviðjafnanlegi læknir,
sem getur — og vill — læknað ö!I mannanna mein,
andleg og líkamleg.
Nafndagur Frelsarans hefir verið valinn sem upp-
hafsdagur hins borgaralega árs, til þess að minna
menn, á öllum tímum, á þessi sannindi.
Petta er yfirskrift, sem ætlast er til, af forfeðr-
um vorum, að blasi við öllum, er þeir standa við
áramóta-línuna; við takmörk þess gamla og liðna,
þess nýja og ókomna. Og þeir vissu, hvað þeir voru
að gera, gömlu mennirnir! Reynslan var búin að
sanna þeim og sýna, að góð byrjun er heillavænleg-
asta undirstaðan undir öllum sönnum þrifum og far-
sæld. Sjálfsagt hafa þeir reynt ýmsar leiðir, áður en
þeir komust að þeirri niðurstöðu, að gæfuvegurinn
mesti er að byrja í Jesú nafni. Þennan góða arf hafa
þeir skilið oss eftir: Reynslu sína, er birtist oss í þeirri
mynd, hver áramót sjerstaklega, að vel mætti hún
verða oss ógleymanleg.
»í Jesú nafni áfram enn
með ári nýju, kristnir menn;
það nafn um árs og æfispor
sje æðsta gleði’ og blessun vor.
Á hverri árs og æfitíð
er alt að breytast fyr og síð;
þótt breytist alt, þó einn er jafn,
um eilífð ber hann Jesú nafn.«
Akureyri í desember 1927.
Oddur Ólafsson,
ensain.
□□
□□
□□
□□
□□
□□
□□
□□
ÍQaMQD«BDQímaCIMCDB#ÖnME)QB»aDMnOI
!□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■
□□
□□
Gleymið ekki jólasöfnun
Hjálpræðishersins!
■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■
!□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■
!□□
!□□
- □□
□□
■ ■
■ ■
□□
■ □□
■■
■ ■
□□
□□
□□
□□
!□□
ipb
■"S
A th u g i ð!
Pantið i tima brauð og kökur til jólanna i
Stefátisb akaríi
Strandgötu 37. Sími 201.
Alt s e n t h e i m.
(Ejlediíeg jóí og nýjár!
Þökk fvrir viðskiftin á árinu!
Stefán Sigurðsson.
A
(jkediíeg ra jóía
og farsœldar á komandi tíma
óskar öllum vinum nœr og fjœr
St. ö. SigurSsson,
kaupm., Akureyri.
Cjíeditegra jóía og nýiárs
óska jeg öllum viðskiftavinum mínum
— nœr og fjær —
með þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Sveinn Sigurjónsson,
Akureyri.
r*
-7
L
OtÓTEL GOÐAEOSS*
óskar öllum viðskiftavinum sínum
ójfeðiíegra jófa.
ÓjóBs og farsœfs nýjárs.
Pökk fyrir liðna árið.
ffón Öiristjánsson.
A
(jfeciifeg jóf. Qott nýtt ár.
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
St. Stefánsson,
járnsmiður.
| £
| Peir, sem hugsa um eilífðarmálin, £
f þurfa að eignast góða tímamæla, því að ei- f
v lífðin er ekki annað en óendanlegur tími. f
f Vitanlega endist ekkert úr um eilífð, en f
góð úr endast lengi.
f Til jólagjafa getur verið erfitt að fá heppi- f
f legri hluti. f
Stefán Thorarensen, f
t ursmiður. T
v Hafnarstræíi 71. Akureyri. Pósthólf 126. Í
Divanavinnnstofa
J. Einarssonar
Brekkugötu 2.
Akureyri.
Notar aðeins gott efni og býr þar af leiðandi
til aðeins I. flokks vörur. Minnist þess, þegar
jP þjer þuifið að fá yður: DÍVANA, FJAÐRA
% MADRESSUR, Boldangs-, eða Strigadýnur.
Komið og skoðið, það kostar ekki neitt.
.............................................................................................Hllli................."Illll.........Hllli.......Illlli.....'Illlll.......
Jólasam komur
Itjálpræðishersins á Akureyri verða að öliu for-
fallaiausu sem hjer segir:
25. des. kl. 10,30 árd. helgunarsamkoma.
25. — kl. 2 e. hád. suunudagaskóli. i
25. - kl. 8,30 — jólasamkoma. f
26. — kl. 10,30 árd. bænasamkoma.
26. - kl. 8 e. hád. opinber jólatrjeshátíð. i
27. — kl. 5 — jóiatrjeshátíð fyrir börn. f
28. — kl. 2 — jólatrjeshát.f.gamalmenni. =§
28. - kl. 8,30 — opinber jólatrjeshátíð.
29. — kl. 7,30 — jólatrjeshát. Heimilasamb. s
30. - kl. 2 — jólatrjeshátíð fyrir börn og —
gamalmenni í Glerárþorpi.
30. - kl. 7 — opinber jólatrjeshátíð í s§
Glerárþorpi. É
31. — kl. 11,30 — bænasamkoma.
Til leiðbeiningar skal þess getið, að á o p i n - §
b e r u jóiatrjeshátíðunum kostar aðgangurinn með
veitingum kr. 0,50. A 11 i sambandi við hinar jóla-
trjeshátíðirnar er ókeypis.
Á nýjársdag verða samkomurnar eins og 1. jóla-
dag, og byrja þá sjerstakar bæna- og vakninga-
samkomur, sem haidnar verða hvert kvöld vik-
unnar frá 1,—8. janúar 1928 að báðum dögunum
meðtöldum.
Ef þjer þekkið gamalmenni, sem gætu haft ánægju
af þvi, að koma á jólafagnaðinn fyrir gamalmenn-
in, sem haldinn verður miðvikudaginn 28. des., pá
biðjum vjer yður að Iáta oss vita um það í tíma,
svo að þau geti verið með. Minnist þess, að það
er of seint að gera aðvart daginn eftir það, að
jólatrjeshátíðin fór fram.
Ekkert einstæðings gamalmenni ætti að sitja
heima þetta kvöld.
Akureyri í desember 1927.
Oddur Ólafsson,
ensain.
"'illln.. @> •■'iillin.-
©‘"llllli..."Illll................... ........."llllli..........................................Illli....
■
LJ OSMYNDASTOFA
Vigfúsar Sigurgeirssonar
Hafnarstræti 106 (Brauns Verslun uppi).
Tekur myndir við dagsljós og RAFLJÓS.
Myndir stækkaðar og minkaðar.
Landlagsm. stækkaðar. Mjög hentugar jólagjafir.
Virðingarfylst.
Vigfús Sigurgeirsson, Ijósmyndari.
illi
iiiiia
Húsgagnavinnustofan,
Hafnarstræti 107 B, Akureyri,
selur Dívana á 60 kr. og hefir fyrirliggjandi
alls konar efni til þeirra. — Fjaðradýnur og
önnur stoppuð húsgögn afgreidd eftir pönt-
unum með stuttum fyrirvara.
Virðingarfylst.
lngimar fónsson, söðlasmiður.
oooO"'iiiin.....................................
~7Z —-----------
Úr í silfur- og nikkelkössum:
Omega, Zenith, Revue, O. T.,
Solitt, Sola.
Klukkur 1 - 14 daga
í eik og mahogni.
Duva, Junghaus ávalt fyrirliggjandi.
Ennfremur, úrkeðjur, trúlofunar-
hringar og standmyndir eftir fræg-
um listaverkum. Sjónaukar útveg-
aðir eftir pöntun. Vörurnar afgreidd-
iw, ar gegn póstkröfu um alt land.
jSpJ Verðið lægra en annars staðar.
Kr. Halldórsson,
úrsmiður — Akureuri.
o»))L
»i"lQ