Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 2

Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 2
18 S M Á R 1 vinur, gát á sjálfum þjer, að þú eigi steytir bát þinn á þeim. Neyttu aldrei víns nje tóbaks — og þú verður maður sælli en eigi vansælli. Hvar sem er á landi voru, er tækifæri til að ganga í lið með bindindismönnum. Þeir hafa göfugt starf með höndum, sem þarfnast ungra krafta. Komið því og vinnið í þeim víngarði, og guð sjálfur mun gjalda verkalaunin í vaxandi þroska. — Að vinna að framgangi góðra og göfugra mála, er yndislegasta æfintýrið í þessum heimi. Er eigi einmitt slíkt æfintýr ykkar unaðslegi, duldi draumur? Til heilla og hamingju, fermingarbörn! Reglustarfsemin á Norðfirði. Ný barnastúka. En sú árgæska! Sumarrósir sprungn- ar út um sumarmál! Sunnudaginn 21. apríl s. I. stofn- aði U.æ.t. br. Sigdór V. Brekkan barnastúku að Skorrastað í Norð- firði, og hlaut hún nafnið „Sumar- rós“. Stofnendur 20 alls, fullorðnir og börn. Gæslumenn: Jón Bjarnason bóndi að Skorrastað og frú Kristjana Magnúsdóttir s. st. Æ.t. Guðni Þor- leifsson, Naustahvammi. V.t. Anna Þorleifsdóttir, Hofi. F. æ.t. Guðlaug- ur Friðriksson. Rit. Stefán Þorleifs- son, Hofi. Kap. Stefán A. Þorleifs- son, Naustahvammi. F.m.r. Sigfinnur Karlsson. Við stofnunina naut U.æ.t. aðstoðar nokkurra fjelaga úr stúk- unni „Nýja öldin" og bst. „Vorperla". — „Smári“ býður „Sumarrósina" vel- komna í hópinnn. Það mun öllum bindindismönnum gleðiefni, að stúka skyldi stofnast að Skorrastað — á heimili hins ágæta bindindis-frumherja síra Magnúsar Jónssonar, og þá sem næst á 100 ára afmælt hans (sbr. „Srnári" II., 6). Lofsvert er það, að gæslum. stúk- unnar, br. Jón Bjarnason, skuli tak- ast það starf á hendur: Hann fyllir senn sjöunda tug œfiáranna. Br. Jón er einn þeirra, sem trúir reyn- ast fram í dauðann — einn þeirra, sem heiðurinn ber. — Blómgist og blessist stúkan „Sumarrós" í litlu, fögru sveitinni inn milli fjallanna! V. Stökur. Dagrenning. Nóttin sjálfí felur flýr felmtruð—það vjer sjáum—, af því dagsins engill hýr er á næstu stráum. Sólin dái dauða frá dregur smáu blómin. öllu Iá*) og landi á ljettir þá um róminn. *) lá = sjór. Eftir sjóvolk. Guð á hæðum göfgiö þjer, góðir bræður, ásamt mjer. Mitt ei kvæðið máttugt er að mikla’ hans gæði svo sem ber. Jónas Þorsteinsson.

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.