Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 3

Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 3
S M A R I 19 I sumarleyfinu. Kaupstaöardrengur: Hvað djúpt eruð þið látnir hneigja ykkur, sveitadrengirnir, þegar þið heilsið gestum: Sveitadrengurinn: Það skal jeg sýna þjer. — Svo sem — svona. — (Hneigir sig.) Kaupstaðardrengur: Gott hjá þjer, Siggi! Þetta getur vel gengið í sveitinni. En svona hneigjum við okk- ur í kaupstaðnum, sjerðu! Farfuglinn. (Brot.) Þú Iitli fugl, sem langt um haf á Ijettum vængjum flýgur, þú hlakkar nú, er hafi af mitt hvíta ættland stígur; aö líta kaldan klakageim þjer kæra unun veitir, og til að komast hingað heim þú hinstu krafta þreytir. Þótt fagni þjer ei fögur blóm á fölvum eyðisöndum, og eyjan þín sje auð og tóm og öllum fjarri löndum — hún kannast samt við sönginn þinn sem sumar er að boða og vefur litla vænginn þinn í vorsins morgunroða. Þig fýsti út í auðan sæ frá aldinblömgum ströndum og sætum ilm og sælum blæ, er sveif þar yfir löndum. Hví gastu hvatt svo broshýr blóm, er bærðust þar á grundum, og skógardýrð og skæran hljóm í skuggasælum iundum? Og hennar bláa fjallafjöld í fögrum sumarljóma, mun heilsa þjer um heiðrík kvöld og hlióð þín endurróma. Og vjer, sem hún á brjósti ber þinn blíða róminn kennum, og upp til himins eftir þjer vjer augum vorum rennum. Þ. E. ^V&zid ttú sú'utd'&indinyu y-fiúaz!

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.