Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 6

Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 6
22 S M 4. Elín Stefánsdóttir, Agústa Stef- ánsdóttir, Unnur Halldórsdóttir og Bjarni Þórlyndsson Ijeku smáleikinn „Litla rauða húsið“. 5. Andrjes Guðmundsson og Bjarni Þórlyndsson leku samtalið: „Hvor var meiri?" 6. Hinir sömu, ásamt Bjarna Guð- mundssyni, ljeku smáleikinn: „Veiði- þjófarnir". 7. Sigrún Sigurðardóttir las upp söguna: „Brotna myndin". 8. Kristín Eyjólfsdóttir flutti kvæð- ið: „En hvað það var skrýtið". 9. Bjarni Guðjónsson flutti kvæðið: „Bjössi á Bergi“. OII þessi skemtiatrið fóru vel fram og voru þeim, sem þau fóru með, til sóma, og skemtu menn sjer vel, eftir því sem næst varð komist. Að lokum var sunginn sálmurinn: „Fyr en hjeðan förum burt“ o. s. frv. og fór síðan hver til síns heima. Samkomuna munu hafa setið nær því 200 manns. Langur, Lengri, Lengstur (Erlend þjóðsaga endursögð.) (Framh. frá síðasta blaði.) Þá mælti Langur: „Eigi er þess að dyijast, herra, að gjarnan vildi jeg fá vist hjá yður, og er því fús til að inna af hendi hvaða verk sem er, en ógjarnan vildi jeg þó þurfa að vinna hálfboginn til mikilla muna“. „Engan getur á því furðað", mælti þá kon- ungur. „En vist skal þjer heimil engu síður. Vjer skipum svo fyrir, að þú skulir rykið þurka af vorum konung- legu málverkum í eitt ár. Og þar eð þau hanga öll uppi undir þaki í höll- A R I inni, þá ætlum vjer, að eigi þurfirþú hálfboginn að vinna, því hátt er hjer til lofts. En embættisheiti þitt skal vera: Konunglegra málverka ryk- I varnarstjóri„Betra starf gat jeg | ekki fengið", kvað Langur, og þakk- aði konungi hjartanlega. Skal það ekki orðlengt, að nú tók Langur til að þurka rykið af ættfeðra-myndum konungsins, og naut hann svo Iengd- arinnar, að aldrei þurfti hann stiga að nota, enda vann hann meira á einni klukkustund en fjórar þernur á ein- um degi. Leið svo árið, og fór þá Lang að fýsa heimfarar. Einn dag um það leyti var hann í saumastof- unni og þurkaði ryk — já, meira að segja köngurlóarvef af málverki af móðurafa konungsins. Heyrir hann þá grát úr einu stofuhorninu og sjer hvar ung saumastúlka situr saman- hnipruð, og grætur hún beisklega. Langur, sem aldrei mátti neitt aumt sjá, fer þá til stúlkunnar og spyr hana, hvað að henni gangi. „Æ, kæri herra rykvarnarstjóri, jeg er aumkv- unarverður vesalingur! Hjer sit jeg frá morgni til kvölds og sauma hvíld- arlaust, jafnt helga daga sem virka. Yfir því myndi jeg þó ekki kvarta, ef drottningin væri ekki eins og hún er. Á hverri stund dagsins kemur hún hingað og stingur mig með langri nál og ber mjer leti á brýn. í morguri bað jeg hana að greiða mjer árskaupið. En þá henti hún í mig skærum og sagði að jeg fengi ekk- ert kaup“. „Jæja, svona er hún þá inn við beinið, þessi drottning", sagði Langur. „Jeg skal tala við hana, svo sannarlega sem jeg er konunglegra- málverka-rykvarnarstjóri og heiti Langur“. Snaraðist hann þá óðar út úr saumastofunni, og vill þá svo til,

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.