Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 4
20
S M Á R I
. Smágreinar um tafllistina.
(Samtíningur víðsvegar að.)
VI.
Drottningarbragð.
Tafl þetta er teflt í New Jersey í Ameríku, 1900.
H. N. Pilsbury. N. N. H. N. Pilsbury. N. N.
Hvítt. Svart. Hvítt. Svart.
1 . d2—d4 d7—d5 10. Dd 1—g4 fl—fö
2. c2—c 4 e7—e6 1 1 . Dg4—g3 Dd8—d7
3. Rb 1—c3 c7—c6 12. Dg3—h4 Bc7Xe5
4. Rg 1—f3 Bf 8—d6 13. d4Xe5 Hf 8—h8
5. e2—e4 Rg8—e7 14. Dh4Xh8 f 5—f 4
6. Bf 1—d3 0—0 15. Dh8—h7f Kg6Xg5
7. e4—e5 Bd6—c 7 16. h2—h4f Kg5—g4
8. Rd3Xh7f Kg8Xh7 17' Dh7Xg7f og mát í
9. Rf3Xg5f Kh7—g6 næsta leik.
Frá barnastiíkunum.
Æskubraut nr. 62 á Borgarfirði
hefir starfað ve! og dyggilega á vetr-
inum. Regluboðar Umdæmisstúkunn-
ar heimsóttu hana í haust sem leið,
og Ijetu þeir vel af. Stúkan á mjög
efnilega og áhugasama fjelaga, eins
og t. d. br. Sigurð Guðmundsson,
ritara stúkunnar. — Þökk sje þeim,
er vel starfa!
Klettafrú nr. 60 á Seyðisfirði lifir
góðu lífi undir Ieiðsögu og í skjóli
U.gæslum., br. S. Fougner-Johansens.
Það er yfirleitt dauft í templaraheim-
inum [á Seyðisfirði, en því ánægju-
legra er að vita til þess, að Kletta-
frú lætur engan bilbug á sjer finna,
heldur stefnir gunnreif áfram að stór-
ræðum — húsbyggingu. Njóti hún
heil hugar og handa!
Vorperla nr. 64 á Norðfirði hefir
átt við óvenjulega mikla veikindaörð-
ugleika að stríða á vetrinum. Þrátt
fyrir það hefir henni búnast farsæl-
lega. Vöxtur hennar er ekki hrað-
fara, en alljafn. A öllum sviðum hef-
ir hún haldið við, og víðast sótt dá-
lítið fram. En veikindi hafa dregið úr
öllum stærri framkvæmdum.
Bjarkarrós nr. 65 á Eskifirði starf-
ar ötullega, þótt hún sje móðurlaus
einstæðingur. Hún á við margt að
stríða eðlilega, eins og gengur og
gerist. En hún kemst ósködd úr
hverri eldraun. Br. Jón Valdemars-
son, gæslum. hennar, innir af hendi
ágætt og fórnfúst starf, sem allir
templarar skyldu þakka og meta.
Gangi honum alt sem best, og megi
hann brátt sjá árangur trúmensku
sinnar: öfluga undirstúku d staðn-
um! Bjarkarrós hjelt nýlega 100. fund
sinn — uppi í fjalli!
Perla nr. 74 á Fáskrúðsíirði starf-
ar glæsilega vel undir forsjá br.
Hannesar J. Magnússonar kennara.
Það er tvímælalaust ein allra besta
barnastúka landsins og framkvæmda-
söm mjög. Hún hjelt almennan for-
eldrafund 3. mars s. I., eins og sagt
er frá annarsstaðar í blaðinu. —
Heill sje Perlu!