Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 8
24
S M Á R I
Ungtemplarar.
Arið 1927 var tala ungtemplara í
Norðurálfulöndunum eins og hjer segir:
Svíþjóð . . 83235
England . . 43083
Noregur . . 41567
Skotland 21342
Þýskaland . 10878
/sUnd . . • • 1 4085
Wales . . 3273
Sviss . . 2243
Danmörk 1954
Irland . . 1200
Finnland • • • ) * * 1123
Önnur lönd í Norðurálfunni . 2165
Alls: 216168
Ungtemplarar í Asíu . . . 255
— - Afriku . . . 4435
— - Astralíu . . 2476
— - Ameriku . . 3574
Alls í öllum heimi 226908
í tómstundum.
Frœndsemisgdta.
„Hvernig er Jón skyldur þjer?“
spurði Pjetur á Hóli hana Margrjetu
á Qrund. Hún svaraði: „Móðir hans
er einkabarn móður minnar—
Hvernig voru þau skyld?
Stúkuheiti.
Fyrsti stafurinn er í urð en ekki í
arð, Annar í Nói en ekki íJói. Þriðji
í nauð en ekki í auð. Fjórði í skuld
en ekki í skáld. Fimti í raun en
ekki í baun.
*
Falin nöfn.
1. Þú varst einarður.— Tvö karlm.nöfn.
2. Járnið og eirinn. — Sama.
3. Hún vartrygg við mig. Eittkarlm.n.
Orðum brenglað.
Lesir þú þessi orð rjett saman, þá
kemstu að raun um, að þetta er al-
kunn vorvísa, eftir Jónas Hallgríms-
son: kýr, hlýtt, um, nú, orðið, góða,
sem, smalinn, og, fjör, glœðir, og,
vorið, œrnar, alt, grœnt, dalinn, er,
nýtt.
Heilabrot.
Nokkrir hermenn þurftu að kom-
ast yfir um á. Hún var óbrúuð, og
svo breið, að þeir gátu ekki synt yfir
um hana. En á ánni ljeku sjer tveir
smádrengir í lítilli ferju. Ferjan bar
ekki meira en annaðhvort báða
drengina eða einn hermann í einu,
en ferjuna urðu þeir að nota, her-
mennirnir, til þess að komast yfir um
ána. En hvernig höguðu þeir yfir-
förinni ?
Gáta.
Prestsdóttirin, kona hringjarans,
hringjarinn og presturinn voru á
skemtigöngu. Fundu þau þá hreiður
með 4 eggjum í. Þau tóku sitt egg-
ið hvert, en þá var eitt eftir. Hvern-
ig gat það verið?
Tafiþraut nr. 5.
Hvítt: Svart
He8 Bh8
Kd6 Kf7
Dh4 e5
e4
Hvítt leikur og mátar í 2. leik.
A hve margan hátt má máta ?
Kennarinn: Börn! Getur nokkurt
ykkar sagt mjer úr hverju síldarnet
eru búin til? Jonni : já, þau eru bú-
in til úr ótal götum, sem eru bundin
saman með spottum.