Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 5

Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 5
S M A R I 21 Barnastúkan í Hornafirdi. Syst- urstúka er þar stofnuð. Oss er með öllu ókunnugt um starfsemi hennar, en bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn. — Æfintýr úr sveitinni. Oft er gaman að vera í sveitinni, | en mest er það gaman á sumrin. Þá er svo holt og gott loft þar, og svo er svo gaman að smala og sitja yfir ánum. Jeg skal nú segja ofurlítið frá mjer sjálfum, þegar jeg var í sveit- inni. Þá var aðalatvinna mín að sitja yfir ánum og smala inn um fjöll og firnindi. En það er oft hættusamt, að smala í háum fjöllum. Jeg lenti einu- sinni í ljótri klípu. Jeg mun þá hafa verið á 10. árinu. Jeg var að elta kindur í urðarskriðu í þoku. — Leik- urinn barst um síðir fram á kletta- brún, og stukku kindurnar fram af henni, án þess að meiða sig. Jeg ætlaði á eftir þeim, en skrikaði fót- ur og datt fram af brúninni. Kom jeg ofan í skriðuna, og lá þar sjálfsagt hálftíma í roti. En með því að heim- koma mín dróst, var farið að leita mín, og fann afi mig loksins, þar sem jeg stóð alblóðugur, nývaknað- ur úr rotinu. En ekki var jeg styrk- ari en svo, að það ætlaði altaf að líða yfir mig hvað eftir annað. En þá tók afi mig og bar mig að Iæk þar í grendinni og þvoði blóðið af mjer. Er það eitt af mjer að segja, að jeg held að jeg hafi aldrei grátið eins mikið og þá. En sleppum nú því. Jeg hrestist brátt, og þá lögðum við af stað heimleiðis með fjeð. Voru það alls rúmlega 200 kindur, en þó vant- aði okkur rösklega hálft annað hundrað. Alt gekk vel á heimleiðinni, enda reiddi afi mig alla leið. En svo Iá jeg eina viku í rúminu. Þegar jeg fór á fætur, var jeg orðinn jafngóð- ur. Þó held jeg að eitt eða tvö ör sjeu enn á höfðinu á mjer. Þrátt fyrir þessa hrakför held jeg því fram, að hvergi finnist hollara líf en einmitt í sveitunum. Brynjólfur Sigurðsson (12 ára.) Foreldrafundur. Sunnudaginn 3. mars hjelt ung- lingastúkan „Perla" á Fáskrúðsfirði hinn venjulega foreldrafund, sem líka var árshátíð stúkunnar. Vegna sjón- leiks, er fram átti að fara á fundin- um, þurfti mikinn undirbúning, slá upp leiksviði o. s. frv. En nær því allan undirbúning önnuðust stúku- meðlimir af miklum dugnaði. Fundurinn hófst kl. 4 e. h., en vegna þrengsla í salnum var ekki hægt að viðhafa venjulega fundarsiði, heldur fór samkoman fram sem hjer segir: 1. Sunginn sálmurinn : „Oss í hern- að Kristur kallar" o. s. frv. 2. Gæslumaður st., Hannes J. Magn- ússon, flutti stutt erindi. Bauð hann fyrst gestina velkomna, ræddi síðan um starf og takmark ungliingaregl- unnar og hvatti foreldrana til að vera með í starfinu. 3. Leikinn sjónleikurinn „Hjarta- þjófurinn", og voru leikendur þessir: Ásta Stefánsdótiir, Nanna Þórðar- dóttir, Kjartan Pálsson, Óskar Bender og Sveinn Guðmundsson. ^Vazid 'ij.'h'ku'i á vindtinyunuml

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.