Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 2

Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 2
2 DOKTORINN Ávarp Doktorsins til þjóðarinnar. —o--- Sem betuf fer er margt doktora til hjá þjóð vorri, má þar t. d. nefna Dr. Björn Þórðarson í betrunarhús- fræði, Dr. Pál Eggert Ólason í sagna- fræði, I)r. Pál Í. Ólafsson í tann- skemdum og stúkulifnaði, Dr. Guð- lirand Jónsson í ættjarðarást og skil- vísi, Dr. Agúst H. Bjarnason í þekk- ingu á Guðmundi Finnbogasyni og Dr. Guðmund Finnbogason í skilningi á Dr. Ágúst H. Bjarnasyni, Dr. Sig- urð Nordal í eðli Disu á Skaganum og Dr. Jón Helgason í breytiþróun kristindómsskoðana hjá manninum frá vöggunni til grafarinnar með til- liti og hliðsjón af stöðu manns i lif- inu og veraldargengi þessa lifs. — Alt eru þetta hinir mestu dánu- menn og hyggur „Doktorinn" gott til samvinnu með þessum „collegum“ sínum. Sá „Doktor“, sem hér kemur fvrir almenningssjónir er ekki eins lærður og þessir doktorar í sérstökum fræði- greinum, en bann liefir grúskað i öllu milli himins og jarðar eins og Guð- mundur Hannesson, og vegna þessa mikla fróðleiks síns og samanburðar- þekkingar, slær hann engu föstu, sem algildum sannleika, fremur en Guð- mundur, og mun því segja eitt i dag .og annað á morgun og þvi verða vin- sæll af almenningi fyrir skilning og víðsýni. Skal hér drepið á skoðanir hans í nokkrum málum þessu til stað- festingar. Hann er bæði með og móti tóbaks- einkasölu eins og Magnús Guðmunds- son, og sama er afstaða lians til annarar einkasölu. Hann vill segja upp sambandinu við Dani 1943 eins og Sigurður Egg- erz, nema þvi að eins, að Danir taki að sér að fæða og klæða sósíalista, þá vill liann lialda þvi. Hann er á móti því, að Ganymedes hafi frjálsan aðgang að Kvennaskól- anum, en hinsvegar telur Iiann lífs- nauðsynlegt að honum sé þar ekki algerlega bannaður aðgangur. Hann er því eindregið fylgjandi, að konur eigi börn með mönnum sínum, en vill að þær segi stopp við þá áð- ur en þær verða úttaugaðar. — Barneignir utan hjónabands tel- ur hann að eins levfilegar undir sér- stökum kringumstæðum. Hann er á móti víndrykkju nema i bindindisfélögum og sömuleiðis á móti dansi nema hjá lijónum hvort við annað. — Þó telur hann leyfilegt þegar sérstaklega stendur á, að makaskifti séu höfð. — Einnig telur hann að leyfa megi endrum og eins að unglingar og ógift fólk dansi sam- an undir sérstöku eftirliti þar til ráð- inna kvenna, sem komnar eru á efri aldur og hafa sýnt fult skírlífi. Um hár kvenna vill hann taka það fram, að liann telur rétt að ungar stúlkur í kaupstöðum með lítið liár klippi sig og gamlar konur, sem að mestu Iiafa mist bárið eða aldrei liaft það. Sveitastúlkur vill hann að liafi fléttur til þess að minna bændur á að flétta reipin sín. Stúlkur í kaupstöð- um, sem hafa svo mikið liár, að þær geta falið brjóst sín í því, vill hann að gangi með laust liár og hrynjandi, einkum ef brjóstin eru slapandi eða hálsinn gulur. — Hann er samdóma Guðmundi Finnbogasyni í því, að stúlkur, sem eru brjóstalausar eða tannlausar eigi heldur að vera það, heldur en að fá sér falskar tennur eða fölsk brjóst, svo að þær svikji ekki á sér heimildir og valdi ef til v i 11 framhjátektum eða sílfeldu lijónarifrildi. 1 mataræði ráðleggur hann maga- veiku fólki að fara fyrst til .Tónasar Kristjánssonar og fá matseðil hjá honum hljóðandi npp á kartöfluhíði og kornhrat, ef það dugir ekki, að eta þá súrt skvr, hákarl og hangiket, eft- ir ráðleggingum Guðmundar Hannes- sonar, en haldi samt magaverkirnir áfram, að fara þá til Þórðar læknis á Kleppi og drekka lijá lionum heitt vatn. — Stoði ckkert af þessu, en kveisan fari harðnandi, að biðja þá dr. Þorvald Pálsson, sérfræðing í magasjúkdómum og meltingarólagi um eitt „rece])l“ og fylgja nákvæm- lega fyrirmælum lians. Ef þá linast ekkert er rétt að draga það ekki að láta Harald Níelsson þjónusta sig. Þeim, sem bókhnýsnir eru, ráð- leggur „Doktorinn“ til að lesa ekk- ert fyr en þeir hafa ráðfært sig við Kristján Albertson; sönghneigðum mönnum er rétt að tala við Einar Hjaltested. I stjórnmálum er „Doktorinn“ alveg lilutlaus, þó var hann með Eyjólfi Jóhannssvni í Rakarafrumvarpinu, en á móti Jóhannesi bæjarfógeta og Ósk- ari. — Annars vill hann taka það fram, að hann telur Jónas frá Hriflu of religiösan mann til þess að fást við stjórnmál og Jón Þorláksson og Héðinn of óeigingjarna til þess að vænta megi að þeim endisí lengi starfskraftar til þess að vinna að al- menningsheill. Þessi stefnuskráratriði vill „DoktT orinn“ sérstaklega taka fram, en ann- ars mun hann láta sig' alt skifta á millum himins og jarðar, því að ekk- ert mannlegt telur liann sér óvið- komandi. Mun hann altaf, þegar honum þurfa þvkir, koma fram fyrir almenn- ing, en engan ákveðinn viðtalstima hefir hann, og í eitt skifti fyrir öll, vill hann taka það fram, að hann af- greiðir engin brennivínsrecept nema lianda Birni Þorlákssyni áður en hann leysist úr þessum lieimi, því að svo sterkum manni þýðir ekki að gefa messuvín, ef sál hans á að losna við líkamann órifin. Að síðustu vill „Doktorinn“ taka það fram í eitt skifti fvrir öll, að hann fer ekki í meiðyrðamál, hvað sem uni hann verður sagt, og mætir heldur ekki í málum, sem kunna að verða hafin gegn honum. Og enn fremur vill hann, til að fyrirbyggja allan misskilning, láta þess getið, að ekkert er að marka það, sem liann hefir eftir öðrum, því að ýmist hafa þeir aldrei sagt það eða þá alt öðruvísi. Tekur hann hér Valtý og dómsmálaráðherrann til fyrirmyndar, en verði þeir hengdir fyrir það mun hann ekki skorast undan að láta hengja sig líka. j

x

Doktorinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Doktorinn
https://timarit.is/publication/1374

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (09.03.1928)
https://timarit.is/issue/404609

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (09.03.1928)

Aðgerðir: