Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 3

Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 3
DOKTORINN 3 ♦ Viötal við Sigurð Eggerz bankastjóra. —o--- „Doktornum“ þótti hlíða í tilefr.i af liinum glæsilega sigri Sigurðar Egg- erz í sjálfstæðismálinu að hafa tal af honum og fór því að finna hann á Hótel ísland, en þar tekur hann sér hálftíma livild daglega, ef hann kem- ur því við fyrir ös í íslandsbanka og starfsönnum á Alþingi og við leikfé- lag bankans, sem hann leiðheinir endurgjaldslaust. Vér hittum svoleiðis á, að banka- stjórinn er að borða rjómakökn og les i blaði sínu „íslandinu“. „Komið þér sælir, bankastjóri. Vér óskum yður hjartanlega til hamingju fyrir síðasta verk vðar í þágu þessar- ar þjóðar“. Andlitið á hankastjóranum verður stórt og' breitt og fagurt eins og 100 króna Islandshankaseðill i augum manns, sem aldrei hefir eignast nema 5 aura. „Þetta er að eins eitt af verkunum, sem mér hefir auðnast að vinna i þágu þessarar þjóðar, og raunar ekki það stærsta. — Það er sannfæring nhn, að mesta verkið liafi ég unnið þegar ég sagði „nei“ við kónginn 1915, þá var hornsteinninn lagður undir sjálfstæði þessarar þjóðar“. „Haldið þér að ísland verði kon- ungsriki eða lýðveldi 1943?“ „Ég veit það ekki. Mér fyrir mitt leyti er alveg sama hvort tignarsætið ég Iilýt þá. Annars hef ég' aldrei lagt mikið ii])]) úr titlum. Maðurinn og verkin eru alt“. „Hversu gamall maður verðið þér 1943?“ „Sjáum nú til“, segir bankastjór- inn, og brosir vndislega, „ég man nú aldrei liversu gamall ég er, nema því aðeins að rifja upp stærstu áfangana. Nú skulum vér athuga: 6 ára var ég orðinn allæs og skrifandi, 10 ára orti ég mitt fvrsta kvæði til þessarar þjóðar, 12 ára fór ég upp á hæsta tindinn og horfði yfir landið mitt, 14 ára var ég fermdur og sór þjóð minni trúnaðareiða, tvítugur útskrif- aðist ég úr Latínuskólanum, 24 ára lauk ég emhættisprófi í lögum við Kaupmannahafnarháskóla með lofi, 25 ára varð ég sýslumaður og tók stjórn héraðsmálanna i mínar hend- ur, 30 ára varð ég þingmaður fyrir þessa þjóð og hélt uppi bláhvítum j fána frelsisins og hreinskilninnnar, 35 ! | ára varð ég bæjarfógeti í landnáms- I hæ Ingólfs, 40 ára varð ég æðsti mað- j ur þessarar þjóðar, 43 ára afsalaði ég mér völdunum, svo að aðrir fengju j æfingu til að halda um stjórnar- j j taumana, er mín misti við, 47 ára bjargaði ég fjárhag þessarar þjóðar, 48 ára sagði ég „nei“ við kónginn, 49 I ára kom ég kenslu- og dómsmálum j þjóðar vorrar í fast kerfi, 50 óra j skipaði ég mig bankastjóra í Islands- j banka til þess að hafa gát á Claes- j sen og dönsku hluthöfunum, 54 ára bauð ég mig fram í Dalasýslu og sigraði. — Já, þetta stemmir. Ég er j 55 ára nú, og sjáum nú til, nú er j 1928 til 1943 eru 15 ár. Ég stend þá j akkúrat á sjötugu“. „Þetta er dáðríkur og atliafnamik- ill ferill. — Guð gefi að svona verði margir synir þessarar þjóðar“, segj- um vér. Bankastjórinn stendur upp. Tekur „Landið sitt“ með annari hendi, lireiðir út faðminn og mælir undur- hlítt: „Þú álfu vorrar yngsta land, mitt eigið lcind“. (Jón Baldvinsson o])nar hurðina. Danskur molluþeyr fer um salinn. „Landið“ blaktar í liöndum banka- stjórans). Símfregnir. —o--- Hafnarfirði G. mars: Hér hefir lengi verið skortur á góðu neysluvatni. Nú er ráðin bót á þessu á undursamlegan hátt. Vatn flæðir inn

x

Doktorinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Doktorinn
https://timarit.is/publication/1374

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (09.03.1928)
https://timarit.is/issue/404609

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (09.03.1928)

Aðgerðir: