Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 4

Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 4
4 DOKTORINN um grunn og vegg'i barnaskólans nýja, svo að fullorðnum er vatnið í klof í kjallaranum. Almenn samskot hafin í standmynd af byggingarmeistaranum. ísafirði 7. inars: Halldór Júlíusson kom hingað í gær. Jafnaðarmenn gengu niður að skipi með fánum, en blómum var stráð á göturnar. — Smámeyjar í hvítum kjól- um sungu: Stíg heilum fæti á helgan völl. — Atkvæðafalsarar og illræðis- menn íhaldsins flúnir til fjalla. — Ráð- stafanir gerðar til eitrunar. Refabogar smíðaðir í tugum. Akureyri 6. mars: Altalað er hér nyrðra, að Þórólfur í Baldursheimi muni verða fjármálaráð- herra með vorinu vegna leiðinda Magn- úsar Kristjánssonar í því starfi. — Jafn-yfirlætislaus er Þórólfur þó sem áður og talar við hvern sem er. — Fæst hann í tómstundum sínum við ,,mo- della“-smíði á vögnum. Vestmannaeyjum í gær: Hér var blæjalogn í gær svo að ekki bærðist hár á höfði. — Veðurstofan spáði ofviðri, svo að enginn bátur þorði að róa. — Tjónið metið í tugum þús. króna. — Ráðstafanir gerðar til þess að sækja Jón Eyþórsson og girða hann af upp á Heimakletti. Stijkkishólmi í fyrradag: Guðmundur Guðmundsson Iæknir gaf út tilkynningu í gær, að hann g.æfi hér eftir til dauðadags hverjum manni hundaskamt sem æskti þess. — Sam- stundis var skotið á fundi og hann gerður að heiðursborgara þorpsins. Unglingarnir á Litlu-Þverá. —o— Ctaf hinum voðalegu viðburðum á Litlu-Þverá, þar sem tveir drengja- ormar drápu 18 kindur, ekki með lmífi á kristilegan og þjóðlegan liátt, eins og pabbi þeirra og afi og lang'- afi hafa gert frá ómuna tíð, heldur með hamri og al og öðrum hrylli- legum pyntingarverkfærum ,sem öll- um kristilegum mönnum hryllir við, hefir „Doktorinn" átt samtal við nokkra leiðandi menn þjóðarinnar, jafnframt því sem hann birtir mynd af hinu saklausa og guðhrædda sveitafólki, sem varpar sér til jarðar í einlægum bænarhug og trúartrausti. Fvrst snúum vér oss til Hannesar Jónssonar alþm., sem Morgunhlaðið er altaf að liníta í, en sem oss sýnist mjög intelligent maður, með mikið uppstrokið lirokk- ið hár. „Erú þetta ekki kjósendur yðar, fólkið þarna á Litlu-Þverá?, spyrj- um vér. „Jú, það er i mínu kjördæmi, en hvort það hefir kosið mig eða Leví veit ég ckki, en þó er mér næst að halda, að það sé íhaldsmegin, að minsta kosti eldri strákurinn“. „Af liverju ráðið þér það með strákinn, að hann sé ihaldsmaður ?“ „Ég hef heyrt, að hann liafi lesið mikið Vörð, og ísafold hefi ég séð utan um smjör frá þessu lieimili“. „Hvernig fólk liefir þetta þótt?“ spyrjum vér. „Mesta meinleysisfólk, eftir því, sem ég hest veit og' skuldar ekki meira hjá mér í Ivaupfélagið, heldur en þorrinn". „IJafið þcr séð eldri strákinn, er liann mjög dæmoniskur í útliti?“ „Nei, fjandinn hafi það, liann er heldur sauðarlegur, eins og krakkar í sveitum á hans reki eru“. „Hver er vðar persónulega skoðun á því, hvort illur andi liafi hlaupið í strákinn eða hvort innrætið sé svona geðslegt lijá barninu?“ „Ég' vií fvrir mitt leyti sem minst um það segja, því að fæst orð liafa ekki síður liér en um sainábvrgðina minsta ábyrgð. — En svo mikið get ég sagt, að það er von mín, að það hafi verið illur andi en ekki dreng- urinn sjálfur, sem gerði þetta“. „Haldið þér, að skepnurnar liafi verið í svo góðu standi, að hæg't sé að eta þær?“ spyrjum vér. „Það er ég að vona, svona snemma á vetri“, svarar alþingismaðurinn, og vér kveðjum liann, því að varirnar á Jónasi eru komnar að eyranu á hon- um, og vér viljum ekki fá ýrurnar, því að ekki er ómögulegt að bakte- ríur kunni að vera í þeim. Frá alþingismanninum göngum vér beina leið suður í Ás til cand. theol. Ástvaldar Sigurbjörns Gíslasonar. Þegar vér komum inn er Ástvald- 9 ♦

x

Doktorinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Doktorinn
https://timarit.is/publication/1374

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (09.03.1928)
https://timarit.is/issue/404609

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (09.03.1928)

Aðgerðir: