Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 5

Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 5
DOKTORINN 5 ur að skrifa um „náðanir" betrun- arhússfanganna í Reykjavík og er Ilálf-súr á svipinn, eins og eðlilegt er, því að þeim er slej)t út áður en hjarta þeirra er sundurkramið, og ef þeir Iiaga sér vel fær Astvaldur ekki að tala við þá, en Ástvaldur vill hafa soðinn mat en ekki hálfhráan, eins og hverjum kristnum manni sæmir. „Það cr hræðilegt að heyra þarna frá Litlu-Þverá“, segjum vér og opn- um hihlíuna, sem hr. Ástvaldur rétt- ir oss er vér komum inn. „Já, en við hverju er að húast. - Þetta hefir fólkið upp úr þvi að lesa „Morgun“. Ég hef sannfrétt að dreng- irnir liafi verið sólgnir i að lesa íiann“. „Já, það má nú segja, að það er mikið ábyrgðarleysi lijá Einari Kvar- an og þessum spíritistum að sá þessu sæði í hjarta fólksins. Ef réttlætið hefði sinn gang ætti Einar að borga kindurnar“. „Iivað skyldi liann borga. Auðvit- að vcrður aumingja fólkið að liafa sinn skaða bótalaust. Þegar í óefni er komið þj'kjast þessir náungar hvergi Iiafa komið við, og svo kem- ur Jiað á bak oss hinna að reyna að umvenda þessu vesalings fólki. — Ég liefi þegar sent siðasta árganginn af „Bjarma" til þess og mun senda meira bráðum, auðvitað án alls end- urgjalds“. „En hvernig litist yður á að Ólafur Ólafsson kristnihoði væri sendur til fólksins, því að sennilega hafið þér ekki tíma til jiess að fara, sökum kristniboðsstarfsemi yðar hér?“ „í hráðina held ég, að ekki sé vert að stofna til svo mikils kosnaðar, heldur híða og sjá hvernig „Bjarmi“ verkar. Ég liefi reynslu fyrir mér i því liér úr hegningarhúsinu, að jafn- vel forhertustu glæpamenn hafa hug- asl þegar andskotinn var sýndur þeim, eins og hann er í raun og veru, og „Bjarmi“ fegrar ekki myndina af honum. En annars er ein Ijósglæta i þessu. Fólkið sýnist mjög trúað á kraft bænarinnar, eftir frásögn Morg- unblaðsins að dæma, því að enginn trúlaus maður les 11 sinnum faðir vor, krjúpandi á kné“. „En hvað teljið þér skynsamleg- „Þróun mannsins“. (Metropolis). ast að gert sé við drengina?“ spyrj- um vér. „Það hesta væri auðvitað að koma þeim fyrir lijá trúuðu dönsku Heima- trúboðsfólki, og ég mun leitast við að gera það sem í mínu valdi stendur til þes að það takist“. Þegar hér var komið samræðunni, kemur fangi úr hetrunarliúsinu inn með (i árg. af „Bjarrna", slapandi nið- ur af iðrun og samviskukvölum. Vér kveðjum hr. Astvald og göngum til hr. Einars H. Kvaran. Skáldið er að lesa hókina „Spíritismi, Teosofi og nýguðfræði contra gamalguðfræði, lijátrú og þröngsýni“. „Gerið þér svo vel, Doktor, og fáið þér yður sæti. Er nokkuð nýtt?“ „Nei, ekki daut. En alveg er það dæmalaust með unglingana þarna á Litlu-Þverá“. „Já, óneitanlega er það blát t áfram liryllilegt að liugsa sér, að sálir barna vorra skuli vera í þessu kolsvarta myrkri mannvonskunnar á 20. öld- inni, en sem betur fer eru öll líkindi fyrir því, að hér séu sálir löngu fram- liðinna manna að verki og óneitan- lega sýnast mér aðfarir Sigurðar litla vera líkar því sem Víga-Styr hefði stjórnað höndum hans, en um það erum við Sigurður Nordal líklega ekki sammála, því að hann er einn af dýrlingunum hans“. „Vitið þér hvort drengurinn hefir lesið grein Sigurðar um Víga-Styr?“ „Ég' veit það ekki, en mér þvkir það ákaflega sennilegt og við það hafi Styr átt þægilegra með að kom- ast í drenginn". „Hefir Sálarrannsóknarfélagið nokk- uð hugsað sér að experimentera með drenginn?“ „Eg hýst ekki við því að Sálarrann- sóknarfélagið sjálft geri það, en mér þykir það mjög sennilegt, að hæsta- réttardómari Páll Einarsson liregði sér norður, því að liann er specielt að rannsaka hvaða not sagnfræðin geti liaft af Spíritismanum, og væri hægt að fá Styr til þess að gefa ná- kvæma lýsingu á lífi og siðum for- feðra vorra, væri það ómetanlegur fengur". „Vitið þér nokkuð um, á livaða mentunarstigi fólkið þarna stendur?“ „Mér er sagt að það lesi „Bjarma“. Vér kveðjum lir. Einar H. Kvaran og höldum til Sigurjóns Péturssonar. „Hafið þér nokkurntíma vitað aðr- ar eins helvítis gungur og þetta fólk þarna norður frá“, segir Sigurjón, jiegar vér komum inn lir dyrunum. „Ef ég hefði verið þarna norður frá hefði ég skotið alveg miskuimarlaust inn í fjárhúsið og tóttina, strax og' fyrsta kindin var dauð. — Þetta hljóta að vera útlifaðir ræflar af tó- baksnautn og víndrykkju og kvenna- fari“. „Já, þeir taka feiknin öll í nefið þarna norður frá, og á 16. og 17. öld var drykkjuskapur þar gífurlegur og kvennamenn voru þar miklir um átján hundruð“. „Auðvitað, þetta hclvitis tóhak og brennivín drepur alt. Eflið íslensk- an iðnað! — Iðjan og gengið! — Kaupið Álafossdúka!“ Sigurjón snar- ast út. Þegar vér höfðum áttað oss eftir samtalið við Sigurjón göngum vér upp í stjórnarráð til Dómsmálaráðherrans. Þægilegur þefur í forstofunni. —

x

Doktorinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Doktorinn
https://timarit.is/publication/1374

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (09.03.1928)
https://timarit.is/issue/404609

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (09.03.1928)

Aðgerðir: