Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 7
DOKTORINN
7
Dómsmálaráðherra fleygir út buxnadraslum fyrirrennara síns.
Tímabilið frá 875—1500 er mikið
rannsakað, en lieildarsögu vantar, en
i ráði mun vera að kenslumálaráð-
lierra feli Hannesi dýralækni Jóns-
syni að skrifa sögu þessa timabils. —
Var þá drykkjuskaparöld mikil i
landi liér og drukku höfðingjar spiri-
tus eoncentratus eins og vatn. Er
Hannes manna best til þess fallinn
að lejrsa verk þetta vel af hendi, og
er hinn trúverðugasti maður í frá-
sögn.
Tímabilið frá 1500 til miðbiks 18.
aldar hefir dr. Guðbrandur Jónsson
kynt sér all-ítarlega. Hefir hann birt
i blaðinu „Verði“ mjög nákvæma
sögu Sunnevumálsins og síðar mun
meira birtast bjá honum um kvenna-
far þessarar aldar, sem var allrosa-
legt. Er dr. Guðbrandur hinn fróð-
asti maður um þessa hluti og einkar
nákvæmur.
Um tímabilið frá miðbiki 18. aldar
og' alt fram til 1900 hefir mikið ver-
ið ritað. Má þar tilnefna hina einkar
fróðlegu grein Sigurbjörns Ástvaldar
í „Vísi“ um betrunarhúsið í Revkja-
vík. Má segja að efnið sé því nær
tæmt i þeirri grein.
Yfir þá tæpa þrjá tugi ára, sem
liðnir eru frá aldamótunum 1900
vantar heildarsögu, en margar ágæt-
ar heimildir eru fyrir hendi. Má þar
fyrst nefna skrif Trvggva Þórhalls-
sonar núverandi forsætisráðherra um
f járaukalögin miklu og svar Magnús-
ar Guðmundssonar gegn þeim skrif-
um. — Hirtust greinar þessar í hin-
um merku blöðum Tímanum og
Verði og voru höfundunum til hins
mesta sóma sökum áreiðanleika og
ritsnildar.
Þá má nefna ýms ágæt skrif i
Morgunblaðinu, sem einkum hafa
menningarsögulegt gildi, en snerta
annars allar greinar þjóðlífsins og
þvkja framúrskarandi að glöggleika
og málfegurð.
Loks má nefna skrif Jónasar Jóns-
sonar núverandi dómsmálaráðherra
um íhaldsflokkinn og „lens“ lians.
Verður að vísu að nota það með
nokkurri varfærni, ekki sökum þess,
að þau sé ónákvæm, heldur vegna
þess að lieimildarskrá vantar enn
við þau.
Saga sú, sem bér birtist, hefst ekki
fyr en um 1920. Verður hún aðallega
mannlýsinga- og atburðasaga þeirra
stórmenna, sem mest liafa látið til
sin taka í þjóðlífi voru og stjórnmál-
um nú síðustu árin. — Og verður hún
því engin heildarsaga.
Höfundurinn hefir gert sér alt far
um að líta sem réttast og hlutdrægn-
islausast á menn og málefni. — Hefir
hinn ágæti kennari hans brýnt það
fyrir honum og verið honum til fyrir-
myndar í hvivetna. — Er honum saga
þessi tileinkuð með dýpstu lotningu
og aðdáun.
II öf.
ÞORSKFIRÐINGASAGA HIN MEIRI.
1. kap.
Þorsteinn er maður nefndur. Hann
bjó þar sem beitir í Þingholtum.
Hann var bróðir Bjarnar, sem seldi
jarðskjálfta og hattprjóna.
Þorsteinn var mikill maður vexti
og manna styrkastur, þeirra er
voru einhamir. Löngum var liann
stiltur vel, en reiddist illa, ef hann
misti vald skapsmuna sinna, svo sem
enn mun sagt verða, þegar sá maður
kemur til sögunnar er Fenger nefn-
ist og var danskrar ættar.
Skáld var Þorsteinn gott bg orti
drápur um konunga, eji kýmnikvið-
linga um sér minni menn, svo sem
frá mun skýrt, er kemur að viðureign
hans við Berlim lhnn danska.
Son átti hann með konu sinni er
Villijálmur nefndist. Var Iiann mikill
maður og styrkur sem faðir lians, en
ekki þótti hann þó lians jafnoki.
í þann tíma er saga þessi hefst
stjórnaði Þorsteinn blaði því er
Morgunblað nefndist, sem seinna
hlaut nafnið „Danski Moggi“ og enn
siðar „Fjólu-Moggi“, er Valtýr tók við
stjórn þess, svo sem enn mun sagt
verða. Blað þetta áttu kaupmenn
danskir og islenskir, verður síðar
sagt ger frá sumum þeirra. Ekki
var blað þetta meira en miðlungi
vinsælt af alþýðu og varð þó verr
siðar.
Frb.
Samtal.
—o—
JÓN GAMLI (guðhræddur eldri mað-
ur, heittrúaður framsóknarmaður):
„Mikið voðalegt orðbragð er þetta,
sem íhaldsmenn hafa um hann Jónas
í blöðunum sínum. Árni frá Múla kall-
ar hann „snáp“ og „sígapandi, gortandi
endemi", ekki skil ég í öðru en mann-
inum heínist fyrir þetta annaðhvort
þessa heims eða annars“.
i