Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 6
6
DOKTORINN
Oss er lileypt inn til dómmálaráð-
herrans, sem liefir sér til dægrastytt-
ingar að stæla hönd Hálfdáns Hálf-
dánarsonar hreppstjóra úr Hnífsdal.
„Eitt glæpamálið enn“, segjum vér.
„,íá, íhaldið cr ein óslitin glæpa-
keðja; ég lield, að ég komist aldrei
fyrir endann á henni“.
„Hefir það sannast við rannsókn-
ina, að eldri strákurinn væri íhalds-
maður“, spvrjum vér.
„Já, auðvitað, það gat maður nú
strax sagt sér af innrætinu".
„Ætlið þér að láta flengja dreng-
inn opinherlega eða að bíða með að
hegna honum þangað til liann hefir
náð Iögaldri?“
„Ég geri hvorutveggja. Það veitir
ckki af „Skarpe Lut til skurvede Ho-
veder".
„En hvað ætlið þér að gera við
drenginn á eftir? — Ekki er hægt að
koma honuni upp í sveit?“
„.Tón Baldvinsson hefir lofað að
taka hann af mér og liafa liann til
snúninga i Alþýðubrauðgerðinni land-
inu að kostnaðarlausu".
Rannsóknardómarinn vfir öllu ís-
landi kemur inn og hrópar: „Hann
er búinn að játa“. Vér hneygjum oss
og förum.
Æfisaga Daníels,
—o---
Atburðir úr lífi stúdents, sem
var aldrei til, og er þó altaf til.
—o—
Fjallkonuför Daníels.
A „Fjallkonu“ er fjör og læti
fvlliri mikið og at.
Frú Dalilsted dillar af kæti
— Daniel pantar mat.
Margt er þar inni meyja,
mörg er þar girnilig.
Daniel dregur upp spegil,
Daníel skoðar sig.
Daníel læðist til dyra.
— Daníel liefur staf —-
Daníel dustar kragann.
Daníel stingur af.
Daníel í Grjótagötu.
Efst upp í Grjótagötu
er gamalt kerlingarskar.
Hún virðist dafna drjúgum. —
Daníel borðar J)ar.
Daniel drífur sinn praxis
og drekkur sín greiddu vin.
Hann býr í Bankastræti
og býður oft heim til sín.
Matsala’ í Grjótagötu
gengur vist lieldur vel.
Ein liefir raunaroskin
reikning á Daníel.
Húsnæðisböl Daníels.
Hverfult er alt í heimi,
húsnæðis magnast sút.
Daprast flutningadagar —
Daníel rekin út.
Sorgunum margir sóa
sitjandi yfir krús.
Þar fæðast dýrir draumar
— Daníel kau])ir hús.
Svipul er draumasæla.
— Sólin kemur og fer. —
Dagar i djúpið hvcrfa.
En Daníel inn á „Her“.
Daníel á kránni.
Á kránni er kæti mikil,
kampavín þambað fast.
Satt margt er drýgt við drykkju
— Daníel trakterast.
Glös eru tæmd í teygum.
Tappi flýgur úr stút.
Einn gerist dauðadrukkinn
Daníel borinn út.
Á fætur skal hvergi fara
en ferðast í nýjum stil.
Handfljótir drengir drifa
Daníel iit í bíl.
Hjá Þorsteini er alt á þönum.
— Og það ekki í fyrsta sinn.
„Dimt er á dökku miðum“
Daníel borinn inn.
Alt er ágætt i heimi,
endi J)að nógu vel.
— Griðkonur sorgar-syngja —
sálm vfir Daníel.
Endalok Daníels.
Oft eru ungum sálum
örlögin J)ung og köld.
Drungalegt varð og dapurt
Daníels æfikvöld.
Kafald er úti og kólga,
kaffi’ enginn maður ljær.
Daníel dustar kragann
drífur sig út og „slær“.
„Ö1 fær sá aura liefur“
- Astvaldur hjálpi mér. -
Blankur og dauðadrukkinn
Daniel fargar sér.
Þorskfirðingasaga
hin meiri.
—o--
Samin aí’
Samvinnuskólanemanda
í
hjáverkum.
—o—
Reykjavík.
Gefið út
af
Ríkisforlagi Islands
(Stjórnandi: Þórólfur í Baldursheimi).
—o—
PROLOGUS.
Eins og kunnugt er liefir Bogi Th.
Melsted, liinn afkastamikli og skarp-
vitri sagnfræðingur samið mjög ná-
kvæma Islandssögu fram til ársins
875. — Greinir þar mjög glögglega
frá liorfelli Hrafna-Flóka, sem fyrst-
ur kendi Islendingum þá list að fóðra
ekki skepnur sínar. Einnig er ])ar ná-
kvæmlega skýrt frá liinu níðangurs-
lega kvennaráni J)ræla Hjörleifs, sem
hafði hinar örlagaríkustu afleiðingar
fyrir ættgöfgi vora og vér súpum
seiðið af enn ])ann dag' í dag.