Doktorinn - 09.03.1928, Blaðsíða 8
8
DOKTORINN
EINAR GAMLI (beinfreðinn íhalds-
maður, vita-trúlaus á annað líf, en lil-
biður Jón Þorláksson):
„Þeir geta aldrei haft eins Ijót orð
um þetta manndýr eins og það á skilið.
Ef ég tryði á annað líf, mundi ég halda
að Árni frá Múla yrði settur í virð-
ingarsæti í Himnaríki fyrir þessi snilli-
yrði sín, en að minsta kosti ætti hann
að fá eina flösku af ósviknu, kristilegu
brennivíni fyrir þau“.
JÓN GAMLI: „Og svo er ekki nóg
með þetta. Jón Þorláksson líkir honum
við Albertí, þenna voðalega, danska ó-
þokka, sein var sístelandi, en Jónas hef-
ir aldrei stolið nema þvi, sem við höf-
um allir gert þegar við vorum litlir,
sykurmola og jólakökubita frá mömmu
okkar“í
EINAR GAMLI: „Það er auðheyrt,
Jón minn, að þú fylgist heldur lítið
með í •stjórnmálunum, annars hlytirðu j
að vita það, að Jónas er einhver mesti
mannorðshnuplari, sein uppi hefir
verið“.
JÓN GAMLI: „Jónas byrjaði ekki á
þessu fyr en íhaldsmennirnir voru bún-
ir að reyna að rupla öllu mannorði af
honum, en það vildi til, að hann hafði
af svo miklu að taka, að það gryntist
ekkert á því, þótt íhaldsmenn gröms-
uðu með lúkunum í því“.
EINAR GAMLI: „Ég nenni ekki að
eyða fleiri orðum við þig. Þú ert sauð-
þrár og heimskur eins og lcerlingin
mín“.
JÓN GAMLI: „Og þú hel'ir ákaflega
óheilbrigðar skoðanir á stjórnmálunum,
eins og heillin mín. — Hún er svo hrif-
in af honum Hákoni og hann snýr
henni altaf til villutrúar“.
(Þeir skilja).
Nýjn stúkn hefir Ásgeir Ásmundsson
frá Seii stofnað. Meðlimir 25. Aðgangur
þröngur en valið fólk.
Kaupmenn hafa selt Valtý Stefáns-
syni mest af hlutum sínum í Morgun-
blaðinu og lagt féð í Alþýðuhlaðið.
Dómsmálaráðherra mun hafa í
hyggju að slvipa þessa menn í menta-
málaráð íslands: Björn Birnir bónda í
Grafarholti, Jónas Bjarnason hónda í
Geldinganesi og Carolínu Zimsen frú í
Reykjavík.
Ingibjörg H. tíjarnason hefir lítið
getað sótt þingfundi að undanförnu.
Veldur því órói sá, sem Ganymedes ger-
ir í Kvennaskólanum. Matthías Þórðar-
son er orðinn hárliti11 af samviskubiti.
Ingibjörg má ekki sjá hann fyrir aug-
unum á sér.
(3^unRiar.
—o—
(Blaðið með þessum punktum á, sem
hér fara á eftir, fanst í bréfakörfu
dómsn álaráðherrans á Aljiingi).
Ólafur Thórs er halanegri, svertingi,
skrælingi, götustrákur, heimskingi, illa
upp alin dóni og hefir borið saurinn inn
í þingsal þjóðarinnar.
Ólafur Thórs lætur togarana sína læð-
ast inn í landhelgina hjá kjósendum
sínum, með breitt yfir nafn og' númer
og stela þar miljónunum, sem ihaldið
ver í kosningamútur.
íhaldsflokkurinn er allur samsekur
og meðvitandi í kosningasvikunum í
j Hnífsdal. Allir í íhaldsflokknum eru
j glæpamannahyski, sein hvergi á annars-
| staðar heima en í Betrunarhúsinu og
j letigarðinum.
^DoRiorinn
KEMUR ÚT ER HONUM
ÞURFA ÞYKIR.
Qtgefendur og eigendur:
XOKKRIR MEXX í REYKJAVÍK.
A1) y rgða r maður 1)0 KT ORSIN S,
sem einnig annast um afgreiðslu
hans, er:
SIGURÐUR SIGURZ,
Bankastræti 7.
Seldur í Bókaversíun
Sigfúsar Eymundssonar.
U t a n á s k r i f t :
D O K T O R I N N
P. O. Box 145.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Doktorinn birtir þetta til eftirbreytni
þeim, sem fást við kenslu og uppeldis-
starfsemi hjá þjóðinni og til viðvörun-
ar óþroskuðum sálum, sem íhaldsmenn
hafa ekki enn ánetjað. — Eftirprentun
er bönnuð.
VERÐLAUN
verða veitt 3 krökkum, sem mest selja
af „Doktornum“, í hvert sinn sem hann
kemur út, og sá krakkinn sem hæstur
verður eftir 12 blaða sölu fær 50 kr.
verðlaun.
DOKTORINN
tekur feginshendi á móti góðum gaman-
og ádeiluritgerðum og kviðlingum. Há
ritlaun greiðir hann fyrir smellna sögu
úr Reykjavíkurlífinu.
cHœjarfrdtiir.
—o--
•
tíjörn Þorláksson lagðist í gær í iðr-
unarveiki. Talinn mjög þungt lialdinn.
Ól. Thórs sendi togaranum „Skalla-
grími“ í fyrradag eftirfarandi loft-
skeyti: „Þingmaður Vestur-Húnvetninga
sefur enn“.
Magnús Guðmundsson er leppur fyrir
útlend stórgróðafélög, sem ætla að
byggja hér flotastöðvar. Þegar ég kom
í Stjórnarráðið héngu buxnadruslurnar
af honum og fatalepparnir þar á hverj-
um snaga. — Eg hef ekki enn komist
yfir að týna út allar þessar druslur.
Síðan ég tók við völdum hef ég ekki
gert annað en að moka íhaldsflórinn
og svo dirfast jiessir stórglæpamenn að
finna að minum verkum.
ÚTSÖLUMENN
útum land óskast. Sölulaun 25%. Blaðið
sent einstökum kaupendum aðeins gegn
% árs fyrirframgreiðslu. — Árgangur-
inn (minnst 24 blöð), kostar 10 kr. —
Einstök blöð kosta fimtíu aura. —-
Ekki er tekið á móti föstum áskrifend-
um í Reykjavík.