Gistiskýrslur - 01.11.1994, Blaðsíða 5
Formáli
Árið 1984 varð að ráði að Hagstofa íslands tækist á hendur
að safha upplýsingum með reglubundnum hætti um framboð
gistirýmis og fjölda gistinátta á gististöðum. Var þetta
meðal annars gert fyrir tilmæli samgönguráðuneytis og
Ferðamálaráðs Islands. Astæða þessa var sú að upplýsingar
skorti um umfang gisti- og ferðaþjónustu í landinu sem
gerði skipulagningu og uppbyggingu ferðamála markvissari.
Hliðstæð gagnasöfnun og skýrslugerð á sér nokkra sögu
í nágrannalöndum okkar. Við skipulagningu hennar hér var
því höfð hliðsjón af útgefnum ritum nágrannaþjóða um þetta
efni og einkum reynslu dönsku Hagstofunnar á þessu sviði.
Gagnasöfnun Hagstofunnar hófst í maí 1984 og fór hún
hægar af stað en æskilegt hefði verið. Hvort tveggja var að
Hagstofan tókst verkefnið á hendur án þess að henni bættust
auknir starfskraftar og verkið reyndist umfangsmeira en
ætlað var í fyrstu. T.d. var mjög tímafrekt að fá fullnægjandi
upplýsingar um þá sem seldu gistiþjónustu. Framan af gafst
Hagstofunni ekki nægur tími til að sinna þessu verkefni sem
skyldi og bitnaði það einkum á úrvinnslu og birtingu á
niðurstöðum. Það háði og verkinu mjög hve heimtur
upplýsinga reyndust slakar frá mörgum þeirra sem selja
gistiþjónustu. Skýrslur urðu því seint tæmandi og grundvöllur
fyrir áætlanir fékkst ekki fyrr en talsverð reynsla hafði
fengist af gagnaöfluninni.
Skýrsluskil seljenda gistiþjónustu hafa batnað smám
saman. Segja má að skil frá hótelum, gistiheimilum og
farfuglaheimilum séu góð en gögn frá öðrum flokkum
gististaða berast oft ekki fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni.
Einkum stingur í augu hve skýrsluskil frá bændagististöðum
hafa verið slök. Við gagnasöfnunina hefur komið fram að
ýmsir seljendur gistiþjónustu hika við að gefa opinberri
stofnun nákvæmar upplýsingar um gestaljölda og seldar
gistinætur. í þessu sambandi skal ítrekað það sem starfsmenn
Hagstofúnnar hafa margsinnis tjáð þeim sem hún leitar
upplýsinga hjá að allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til
hagskýrslugerðar og varða einstaka rekstraraðila er farið
með sem trúnaðarmál. Það er meginregla Hagstofúnnar að
hagskýrsluupplýsingar er varða einstaklinga eða fyrirtæki
eru aldrei látnar öðrum í té, hvorki opinberum aðilum né
einkaaðilum, og eru aðeins birtar samandregnar í
töfluyfirlitum. Töflugerðin er og við það miðuð að
upplýsingamar verði ekki raktar beint eða óbeint til einstakra
aðila. Þámábendaáaðaukþess sem seljendum gistiþjónustu
er skylt að lögum að láta Hagstofunni upplýsingar í té, getur
skýrslugerðin sem slík beinlínis komið þeim sjálfum að
gagni. Hún dregur fram nýtingu gistirýmis eftir tímabilum
og fjölda gesta eftir þjóðemi og dvalartíma þeirra. Seljendur
gistiþjónustu ættu að geta nýtt sér þessar upplýsingar ásamt
öðrum til að skipuleggja starfsemi sína, til markaðssóknar
og til að bæta rekstur sinn.
Gistiskýrslur koma nú út í fýrsta sinn sem sjálfstæður
hluti afHagskýrslum Islands. Töflur um framboð og nýtingu
gistirýmis hafa þó oft verið birtar áður, í hagtöluárbók
Hagstofunnar, Landshögum, í Hagtíðindum, Norrœnu
tölfrceðiárbókinni og meðal gagna á ferðamálaráðstefnum.
Ætlunin er að framvegis birtist þær árlega. Hagstofúnni er
ljóst að enn skortir nokkuð á að þessi skýrslugerð sé
fullnægjandi. Úrbætur eru háðar skýrsluskilum frá
gististöðum. Batni þau verður skýrslugerðin gleggri og fyrr
á ferðinni og þar með fæst betri vitneskja um gistiþjónustuna
og viðgang hennar sem atvinnugreinar. Þetta ætti að vera
metnaðarmál og keppikefli öllum sem eiga í hlut.
Á Hagstofúnni hefúr Kristinn Karlsson haft umsjón með
öflun og úrvinnslu gistiskýrslna frá upphafi. Hann hefúr og
samið þetta rit ásamt hagstofustjóra. Að söfnun gistiskýrslna
hafa ásamt Kristni unnið þau Guðný Ragnarsdóttir og
Olafur Kr. Valdimarsson. Uppsetningu og umbrot þessa rits
annaðist Þyrí M. Baldursdóttir.
Hagstofu Islands í nóvember 1994
Hallgrímur Snorrason
Preface
The Statistical Bureau of Iceland started to collect data on
the supply and use of accommodation in hotels and guest-
houses in 1984. Later the data collection was extended to
include ovemight stays in sleeping-bag facilities, at camp-
ing sites, cabins and lodges. Up to now the resulting
statistics have been published sporadically in the Bureau’s
Statistical Abstract and its Monthly Statistics. This report
is, however, the first of its kind with an overview of the
development of the supply of ovemight accommodation,
guest nights by nationality of guests and occupancy rates,
broken down by seasons and parts of the country. The
Bureau plans to publish similar reports annually in the
future.
At the outset, some of the providers of tourist accom-
modation responded poorly to the Bureau's questionnaires.
This situation has gradually improved and been satisfac-
tory in the last few years as regards hotels, guesthouses and
youth hostels. For other categories, particularly farm guest-
houses and camping sites, the responses remain unsatisfac-
tory as indicated by the relatively large proportion of
estimates for these categories.
At the Statistical Bureau, Kristinn Karlsson has been
in charge of the data collection and the subsequent statis-
tical production. He has been assisted by Guðný
Ragnarsdóttir and Olafur Kr. Valdimarsson. The lay-out of
this publication has been in the hands of Þyrí M.
Baldursdóttir.
The Statistical Bureau of Iceland in November 1994
Hallgrímur Snorrason