Gistiskýrslur - 01.11.1994, Blaðsíða 9
1994
Gistiskýrslur
7
Inngangur
Introduction
I. Gistináttatalning Hagstofu íslands
I. Guest-night statistics
Söfnun upplýsinga um framboð gistirýmis og § ölda gistinátta
hófst í maí 1984. Þá sendi Hagstofan leiðbeiningar og
eyðublöð til þeirra sem Ferðamálaráð hafði upplýsingar um
að seldu gistiþjónustu. Upplýsingar þessar reyndust ekki
tæmandi. I fýrstu fór því mikill tími í að skrásetja rekstrar-
aðila, leita upplýsinga um hve lengi þeir hefðu starfað, um
umfang rekstrarins, fylgjast með nýjum gististöðum o.fl.
I upphafí voru send út skýrslueyðublöð með tilvísun til
laga um Hagstofu Islands nr. 24/1913. Samkvæmt þeim er
Hagstofunni gert að annast rannsókn landshaga og semja
skýrslur þar að lútandi. Til að gegna því hlutverki getur hún
krafið aðila um gögn sem hún vinnur úr og birtir sem
upplýsingar almenns eðlis, en gætir þess vandlega að þær
megi ekki rekja til tiltekinna einstaklinga eða fyrirtækja.
Réttur Hagstofu til að krefja seljendur gistiþjónustu upp-
lýsinga var ítrekaður með 10. gr. laga um veitinga- og
gististaði, nr. 67/1985. Þar segir: “Rekstraraðilar, er undir
þessi lög falla, skulu veita stjómvöldum upplýsingar skv.
nánari fyrirmælum Hagstofu íslands. Slíkar upplýsingar
skulu einungis notaðar til könnunar og skipulagningar á
ferðaþjónustunni almennt og/eða rekstri veitinga- og gisti-
húsa sérstaklega sem atvinnugreinar.” í samræmi við þessa
lagagrein og venjur Hagstofu skuldbindur hún sig til að fara
með allar upplýsingar um starfsemi einstakra gististaða sem
trúnaðarmál og lætur aðeins í té upplýsingar í töflum eins
og fram kemur í þessu riti.
Skýrslueyðublöðin, sem Hagstofan sendir seljendum
gistiþjónustu til útfyllingar, em tvenns konar, eyðublað sem
ætlað er öllum gististöðum öðmm en farfuglaheimilum í
Bandalagi íslenskra farfuglaheimila (B.Í.F) og sérstakt
eyðublað fyrir farfuglaheimili. Ástæðan er sú að B.I.F. er
hluti af alþjóðlegum samtökum sem gera kröfu um ítarlegri
upplýsingar um þjóðemi gesta en Hagstofan fer fram á. Á
eyðublöðin skal skrá fjölda gistinátta í hverjum mánuði
eftir þjóðemi næturgesta. Á fyrrtalda eyðublaðinu em fyrst,
ásamt íslandi, talin þau 10 lönd í Evrópu sem flestir
ferðamenn koma frá, síðan önnur Evrópulönd og loks lönd
í öðmm heimsálfúm. Gestafjölda á að færa inn samkvæmt
þessari sundurliðun. Fyrir hótel og gistiheimili (þar sem
gistirými er föst stærð) er einnig beðið um upplýsingar um
fjölda útleigðra herbergja í mánuðinum og tölu herbergja og
rúma á gististaðnum. Á eyðublaðinu er til hægðarauka gert
ráð fyrir að tölur um fjölda séu færðar inn daglega. í
skráningu Hagstofu hafa tölur verið teknar saman mánaðar-
lega. Aftast í þessu hefti er að finna sýnishom af þeim
eyðublöðum sem Hagstofan sendir á gististaði.
2. Flokkun gististaða
2. Classification of tourist accommodation
Gistiþj ónusta í landinu erfjölbreytt. f úrvinnslu Hagstofunnar
er henni skipt í 6-7 meginflokka.
Fyrsti flokkur er hótel oggistiheimili. Hann skiptist í þá
staði sem starfa allt árið og hina sem reknir eru hluta úr ári.
í þessum flokki eru öll hótel og gististaðir sem nefna sig
gistiheimili (lítil hótel) án tillits til stærðar en að því
tilskildu að á staðnum sé sérstök gestamóttaka. Þessi flokkur
tekur til stærsta hluta allrar gistiþjónustu í landinu. Tveir
þriðju hlutar þeirra gistinátta sem Hagstofan hefúr upp-
lýsingar um eru á gististöðum í þessum flokki. Heimtur
upplýsinga um gistináttafjölda á þessari tegund gististaða
hafa verið um og yfir 85% í mánuði. Gistirými er þekkt fýrir
alla staði sem tilheyra þessum flokki. Nýting gistirýmis og
skipting gesta eftir þjóðemi á þeim gististöðum, sem ekki
hafa skilað upplýsingum, er því áætlað með nokkm öryggi
á þeim gmndvelli. Því er talið að niðurstöðutölur í þessum
flokki séu mjög nærri lagi.
Annar flokkur gististaða em farfuglaheimili og áþekkir
gististaðir. Flest farfuglaheimilin em í Bandalagi íslenskra
farfugla sem gerir miklar kröfúr til skýrslugerðar. Hag-
stofan hefur notið góðs af því, skýrslugerðin hefúr verið með
ágætum og er tæmandi að því best verður séð.
Þriðji flokkurinn em svefhpokagististaðir. Hér er um að
ræða sumarhótel, félagsheimili og skóla sem selja gistingu
í svefnpokum á dýnum í stærri vistarverum. Árið 1986 fór
Hagstofan fram á það við sumarhótel að þau tilgreindu
gistinætur af þessu tagi sérstaklega. Árin 1984 og 1985 má
ætla að þær hafi annað hvort verið ótaldar eða blandast
gistinóttum í herbergjum. Eftir 1986 er líklegt að talning
Hagstofu nái til allra gistinátta af þessu tagi á sumar-
hótelum, þar sem þær em flestar, en erfiðara er að fúllyrða
um heimtur annars staðar.
Fjórði flokkur gististaða em tjaldstœði og skálar. Þeim
er skipt í tjaldstæði í þéttbýli, dreifbýli og á hálendi og skála
á hálendi. Heimtur í þessum flokki hafa verið misjafnar.
Skýrslur berast ekki frá öllum sem selja gistiþjónustu af
þessu tagi. Hins vegar hafa þær yfirleitt borist óslitið frá
þeim sem á annað borð hafa skilað og gefur það upp-
lýsingunum aukið gildi.
Fimmti flokkur gististaða em bœndagististaðir innan
vébanda Ferðaþjónustu bænda. Þar er oftast um að ræða
sveitaheimili sem selja gistingu heima á bæjum eða í
sumarhúsum. Sú þjónusta er flokkuð sem starfsemi
bændagististaða en önnur gistiþjónusta, sem auglýst er á
vegum ferðaþjónustunnar, er flokkuð eftir því hvemig
gistingu er um að ræða. Þannig em tjaldstæði á vegum
bænda talin með öðrum tjaldstæðum í þessari skýrslu. Sama
gildir um farfuglaheimili og stærri gististaði, sem auglýst
hafa í bæklingum Ferðaþjónustunnar, þeir em flokkaðir
með gistiheimilum eða stöðum með svefnpokagistingu eftir
því sem við á. Heimtur frá ferðaþjónustubændum hafa verið
lakar en upplýsingar um fjölda bændagististaða eru fengnar
frá Ferðaþjónustu bænda og ættu að vera áreiðanlegar.
Sjötti flokkur gistingar er heimagisting. Þar er um að
ræða misstórt gistirými á einkaheimilum í þéttbýli, mest á
höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þessi rekstur er oft í
tengslum við ferðaskrifstofur eða hótel sem vísa gestum í
slíka gistingu um háannatímann. Gistiskýrslur hafa skilað
sér illa frá þessum aðilum, og því eru engar áætlanir
varðandi heimagistingu birtar að svo stöddu.