Alþingiskosningar - 01.12.1993, Blaðsíða 9
Inngangur
Introduction
1. Framkvæmd kosninganna
Background ofthe elections
Kosningar til Alþingis höfðu síðast farið fram 25. apríl 1987,
og áttu því almennar reglulegar alþingiskosningar að verða
1991. Að samþykktu frumvarpi til stjórnskipunarlaga um
breytingar á stjórnarskránni í mars bar að rjúfa Alþingi þá
þegar samkvæmt 79. gr. stjórnarskrár og stofna til almennra
kosninga að nýju. Var Alþingi rofið frá og með laugardeginum
20. apríl 1991 ogjafnframt ákveðiðað almennarkosningartil
Alþingis skyldu fara fram þann dag.
Samkvæmt stjórnarskrá eru kjördæmin átta og hefur svo
verið frá 1959 en með breytingu hennar 1984 fjölgaði
þingsætum úr 60 í 63. Af þessum 63 þingsætum eru 54 bundin
í stjórnarskrá eftir lágmarkstölu í hverju kjördæmi en
kosningalög kveða að öðru leyti á um skiptingu hinna 9 milli
kjördæma. Lágmarkstala bundinna þingsæta í kjördæmum er
hin sama og tala kjördæmiskjörinna þingmanna hefur verið
frá 1959, nema í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. I þessum
tveimurkjördæmumertalan 14þingsæti og8en var 12og5.
Samkvæmt stjórnarskrá skal fyrir hverjar kosningar ráðstafa
til kjördæma átta þingsætum eftir ákvæðum í kosningalögum
og á sama hátt er heimilt að loknum hverjum kosningum að
ráðstafa til kjördæmis einu þingsæti.
Við úthlutun þingsæta samkvæmt kosningaúrslitum skal
gæta þess svo sem kostur er að hver þingflokkur fái þing-
mannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu
sína. Er þá heimilt að úthluta allt að fj órðungi þingsæta hvers
kjördæmis, þeim sem bundin eru og þeim sem ráðstafað er
fyrir hverjar kosningar, með hliðsjón af kosningaúrslitum á
landinu öllu. Sama á við um úthlutun þess sætis semráðstafað
er til kjördæmis að loknum kosningum.
Ákvæði um skiptingu þingsæta milli kjördæma eru í 5. gr.
kosningalaga. í a-lið 1. mgr. 5. gr. er kveðið á um hvernig
bundnu þingsætin 54 skiptast milli kjördæma. I b-lið sömu
mgr. er kveðið á um skiptingu milli kjördæma á þeim
þingsætum sem ráðstafa skal fyrir hverjar kosningar. Við
skiptingu þeirra er lögð til grundvallar tala kjósenda á kjörskrá
í hverju kjördæmi í næstu almennum þingkosningum á
undan. Um skiptinguna gilda þessar reglur:
1. í hverju kjördæmi skal deila tölu kjósenda á kjörskrá í
næstu almennum alþingiskosningum á undan með
tölunumll, 15, 19, 23 o.s. frv. eins oft og þörf krefur.
Útkomutölur eru skráðar fyrir hvert kjördæmi.
2. Nú hefur kjördæmi hlotið, samkvæmt stjórnarskrár-
bundnu skiptingunni, fleiri þingsæti en 5 og skal þá
fella niður hæstu útkomutölur kjördæmisins, eina fyrir
hvert þingsæti umfram 5.
3. Ráðstafa skal einu þingsæti í senn. Fyrsta sætið hlýtur
það kjördæmi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er
síðan felid niður. Annað þingsæti kemur í hlut þess
kjördæmis sem nú hefur hæsta útkomutölu o.s.frv. uns
öllum sætunum hefur verið ráðstafað.
4. Nú eru tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar þegar að
þeim kemur samkvæmt 3. tölulið og skal þá hluta um
röð þeirra.
í'c-lið 1. mgr. 5. gr. kosningalagaerkveðið áumráðstöfun
eins þingsætis til kjördæmis að loknumkosningum, samkvæmt
nánari ákvæðum laganna.
Þannig er 62 þingsætum ráðstafað til kjördæma fyrir
kosningar en einu að þeim loknum á grundvelli kosninga-
úrslita.
Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. kosningalaga gaf dóms- og
kirkjumálaráðuneytiðútauglýsingunr. 292 22.júní 1987um
þingsætatölu kjördæma samkvæmt a- og b- lið 1. mgr. 5. gr.
sömu laga við næstu almennar kosningar til Alþingis.
Samkvæmt þessari auglýsingu skyldu þingsætin 62 skiptast
eins og hér fer á eftir. Ti 1 samanburðar er einnig sýnd skipting
þeirra 54 þingsæta sem bundin eru samkvæmt stjórnarskrá.
Bundin þingsæti Þingsæti skv.
skv. stjórnarskrá augl. ráðuneytis
Reykjavík 14 18
Reykjaneskjördæmi 8 11
Vesturlandskjördæmi 5 5
Vestfjarðakjördæmi 5 5
Norðurlandskjördæmi vestra 5 5
Norðurlandskjördæmi eystra 6 7
Austurlandskjördæmi 5 5
Suðurlandskjördæmi 6 6
Alls 54 62
Eru sætin því fjögur umfram lágmarkstölu í Reykjavíkur-
kjördæmi, þrjú í Reykjaneskjördæmi og eitt í Norðurlands-
kjördæmi eystra. I 1. yfirliti er sýndur sá útreikningur sem
úthlutun jöfnunarsætanna er byggð á.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið gaf út auglýsingu nr. 119
20. mars 1991um alþingiskosningarnar 20. apríl 1991, þar
sem styttur var frestur varðandi framlagningu kjörskrár.
Heimi ld til þess að hafa fleiri en eina kjördeild í s veitarfélagi
hefur verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í töflu 1
á bls. 28-32. í Reykjavík voru 90 kjördeildir, en í Kópavogi
11, í Hafnarfirði 10 og á Akureyri 8. Eftir tölu kjördeilda
skiptust sveitarfélögin sem hér segir:
1 kjördeild 178
2 fcjördeildir 13
3 kjördeildir 2
4 kjördeildir 3
5 kjördeildir 1
8 kjördeildir 1
10 kjördeildir 1
11 kjördéildir 1
90 kjördeildir 1
Alls 201
í 7. yfirliti á bls. 13 sést tala kjördeilda í almennum
kosningum frá því að hennar er fyrst getið í skýrslu um
alþingiskosningar 1931.