Alþingiskosningar - 01.12.1993, Síða 13

Alþingiskosningar - 01.12.1993, Síða 13
Alþingiskosningar 1991 11 nr. 10/1991 breyttust kosningalögin þannig að nú skal taka menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir voru skráðir með lögheimili skv. íbúaskrá þjóðskrár sjö vikum fyrir kjördag. Kjörskrárl991 voruþvímiðaðarviðskráðlögheimili 2. mars 1991. Þá var kosningarréttur enn rýmkaður með sömu lögum á þann hátt að frestur á því að íslenskir ríkis- borgarar missi kosningarrétt við lögheimilisflutning úr landi var lengdur í átta ár frá brottflutningi af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Slíkur ríkisborgari á og kosningarrétt eftir þann tíma, enda hafi hann sótt um það samkvæmtnánarireglumlaganna.Sásemhefuráttlögheimili erlendis lengur en átta ár skal tekinn á kjörskrá hafi hann sótt um það til Hagstofu Islands. Umsókn skal rituð á sérstakt eyðublað þar sem fram komi fullt nafn og kennitala umsækjanda, hvenær hann flutti af landi brott, síðasta lögheimili á landinu og heimilisfang erlendis. Umsókn skal jafnframt bera með sér yfirlýsingu umsækjanda um að hann sé enn íslenskur ríkisborgari. Sé umsókn fullnægjandi tilkynnir Hagstofan umsækjanda það og hlutaðeigandi sveitarstjórn. Akvörðun um að einhver sé þannig tekinn á kjörskrá gildir í fjögur ár frá 1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram. Hluta af hækkun kjósendahlutfallsins síðan 1968 má rekja til breytinga sem varða íbúatöluna ekki síður en kjósenda- töluna. Þeir sem fara utan til náms halda jyfirleitt lögheimili sínu—ogþákosningarrétti — á íslandi. I lögheimilislögum nr. 21 /1990 segir: „Sá sem dvelst erlendis við nám eða vegna veikinda, getur áfram átt lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott enda sé hann ekki skráður með fasta búsetu erlendis." Hliðstætt ákvæði var í lög- heimilislögunumfrá 1960. IslandgerðistaðiliaðNorðurlanda- samningi um almannaskráningu í febrúar 1969 er tók gildi 1. október sama ár. Núverandi samningur um þetta efni er frá 1990. Samningurinn felur það meðal annars í sér að sérhver einstaklingur, sem tekinn er á almannaskrá í einu aðildarlandi, skal um leið felldur af almannaskrá í því landi sem hann flytur frá. Til þess að leysa þann vanda, sem myndaðist varðandi 3. Kosningaþátttaka Participation in the elections Viðkosningarnar 20.apríl 1991 greiddu atkvæði alls 160.142 kjósendur eða 87,6% af heildarkjósendatölunni. Er þetta minni þátttaka í alþingiskosningum en nokkru sinni síðan 1946. Mest hefur hún orðið 92,1% árið 1956. Við atkvæða- greiðsluna um niðurfellingu sambandslaga og stofnun lýðveldis 1944 var þátttaka 98,4%. í 2. yfirliti á bls. 9 er sýnd kosningaþátttaka síðan 1874, fyrir kjósendur í heild og karla og konur sérstaklega. Við kosningarnar 1991 greiddu atkvæði 87,9% karla sem voru á kjörskrá, en 87,3% kvenna. Þátttaka karla var því meiri en kvenna, en munurinn var minni en nokkru sinni fyrr í alþingiskosningum. Við kosningarnar 1987 voru þessi hlutföll 90,5% og 89,7%, og við kosningarnar 1983 voru þau 89,4% og 87,1%. Við forsetakjör 1980 og 1988 var þátttaka karla kosningarrétt vegna þessa, var sá háttur hafður á árin 1971- 83 að fólk sem flust hafði til Norðurlanda var tekið inn á kjörskrárstofna þjóðskrár væri það innan tiltekins aldurs og ekki vitað annað en að það væri við nám. Fólk yftr aldurs- markinu en við nám var tekið á kjörskrá bæri það fram ósk um það. íslensku námsfólki á Norðurlöndum fjölgaði mikið frá 1968 til 1983, og þar sem það kom í kjósendatöluna en ekki mannfjöldatöluna olli það hækkun kjósendahlutfallsins umfram það sem annars hefði verið. Með breytingum þeim á kosningarrétti 1987 og 1991, sem fyrr var getið, eiga kosningarrétt um tiltekinn áraljölda allir þeir sem flust hafa af landi brott og fullnægja öðrum skily rðum hans. Er því fallin niður við alþingiskosningar hin sérstaka aðferð þjóðskrárinnar til þess að námsmenn á Norðurlöndum komist á kjörskrárstofn. Sem fyrr segir lætur Hagstofan sveitarstjórnum í té stofn að kjörskrá, sem þær gera síðan svo úr garði að úr verður gild kjörskrá. Tölur samkvæmt kjörskrárstofni hafa ævinlega verið hærri en samkvæmt endanlegri kjörskrá, en litlu munar nú, því að ekki eru lengur teknir á kjörskrárstofn þeir sem ná kosningaraldri á árinu en eftir kjördag. Breytingar verða aðallega vegna andláts og vegna kjörskrárkæra. I 3. yfirliti á bls. 10 er sýnd tala manna á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningarnar 1991 eftirþvíhvortþeiráttu lögheimili hérálandieðaerlendis2. mars 1991. Séstþaraðþeirsemáttu lögheimili erlendis voru 5.878 eða3,2% kjósendatölunnar og svaraði það til 2,3% af íbúatölunni. Kjósendur skiptust hartnær til helminga á karla og konur í alþingiskosningunum 1991 — voru kvenkjósendur 104 umfram karlkjósendur. Af öllum kjósendum á landinu kont að meðaltali 2.901 kjósandi áhvern þingmann, en 2.721 viðkosningarnar 1987. I töflu 1 á bls. 28-32 er sýnd tala kjósenda í hverju kjördæmi og í hverjum kaupstað og hreppi. Ennfremur koma þar tölur fyrir hvern kjörstað í Reykjavík. 14. yfirliti er sýnd tala kjósenda á hvern þingmann í hverju kjördæmi í alþingiskosningunum 1983, 1987 og 1991. aftur á móti minni en kvenna, í fyrra skiptið voru þessi hlutföll 90,1% og 90,9% og í hið síðara 68,0% og 77,6%. f 5. yfirliti sésthve mikil kosningaþátttaka varhlutfallslega í einstökum kjördæmum. Mest var kosningaþátttaka í Suðurlandskjördæmi, 91,2%, og þar var jafnframt mest þátt- taka karla, 91,3%, og kvenna 91,1%. í Reykjavík var þátt- takan minnst, 86,1%. Þátttaka karla var sömuleiðis minnst þar, 86,1%, en þar og í Norðurlandskjördæmi eystra var þátttaka kvenna minnst 86,0%. í töflu 1 á bls. 28-32 er sýnt hve margir kjósendur greiddu atkvæði og hlutfallsleg þátttaka þeirra í hverju sveitarfélagi. Er hver kjósandi talinn í því sveitarfélagi þar sem hann stóð á kjörskrá en ekki þar sem hann greiddi atkvæði. Hvernig sveitarfélögin innan hvers kjördæmis og á landinu í heild

x

Alþingiskosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.