Alþingiskosningar - 01.12.1993, Qupperneq 17
Alþingiskosningar 1991
15
fjölda og kemur fram við talningu atkvæða. I heildartölunni
í 9. yfirliti eru ekki atkvæði greidd erlendis og í skipum, en
þar eru hins vegar talin atkvæði sem ekki er skilað í tæka tíð
fyrir lok kjörfundar eða verða ógild við það að kjósandi
greiðir atkvæði á kjörstað eða greiðir annað utankjörfundar-
atkvæði. Af heildartölunni hafa 89% greitt atkvæði hjá
kjörstjóra og 11% annars staðar.
5. Atkvæðagreiðsla í annarri kjördeild á kjördegi
Voting on election day at a polling station other than that of registration
Samkvæmt 82. gr. kosningalaga má kjörstjórn leyfa manni,
sem ekki stendur á kjörskrá, að greiða atkvæði ef hann sannar
með vottorði að hann standi á kjörskrá í annarri kjördeild
innan sama kjördæmis, hafi afsalað sér kosningarrétti þar og
vottorðið sé gefíð út af undirkjörstjórn þeirrar kjördeildar.
Mikilvægi þessa ákvæðis, sem hefur gilt frá því 1916, hefur
farið síminnkandi frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 1918, er
2,9% kjósenda neyttu þessa réttar. Þá og allt til sumarkosninga
1959 voru þessi atkvæði að hluta bréfleg atkvæði, sem
komust ekki í heimakjördeild kjósenda áður en kjörfundi
lyki. Við kosningarnar 1991 greiddu 12 kjósendur atkvæði
á kjördegi í öðru sveitarfélagi en þar sem þeir stóðu á
kjörskrá. Heimild 82. gr. kosningalaga nær einnig til atkvæða-
greiðslu í annarri kjördeild innan sama sveitarfélags, og
notfærði 121 kjósandi sér hana þannig við kosningarnar
1991. Flestir þeirra, 85, greiddu atkvæði í húsi Sjálfsbjargar
í Reykjavík, en stóðu á kjörskrá á öðrum kjörstöðum þar.
í 8. yfirliti er sýnd tala þeirra karla og kvenna sem kusu í
hverju kjördæmi samkvæmt heimild 82. gr. kosningalaga,
og í 5. yfirliti sést hlutfallstala þessara atkvæða af heildar-
tölunni.
6. Framboðslistarogframbjóðendur
Candidate lists and candidates
Frá því að hlutfallskosningar voru teknar upp í öllum
kjördæmum með stjórnarskrárbreytingunni 1959, hefur tala
lista og frambjóðenda verið sem hér segir:
Frambjóðendur
Listar Alls Karlar Konur
1959, október 35 438 402 36
1963 33 402 371 31
1967 35 450 406 44
1971 42 525 447 78
1974 46 556 459 97
1978 47 598 449 149
1979 37 474 355 129
1983 45 556 361 195
1987 64 958 521 437
1991 67 1.029 560 469
Fyriralþingiskosningarnar20. apríl 1991 komu fram fleiri
framboðslistar og fleiri frambjóðendur en nokkru sinni fyrr
í alþingiskosningum. Alls buðu 11 stjórnmálasamtök fram
og voru framboðslistar 67 og frambjóðendur 1.029, þar af
560 karlar og 469 konur.
Sjö stjórnmálasamtök buðu fram í öllum kjördæmum:
Alþýðuflokkur-Jafnaðarmannaflokkur íslands (hér eftir
nefndur Alþýðuflokkur), Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur, Frjálslyndir, Alþýðubandalag, Samtök um kvenna-
lista og Þjóðarflokkur—Flokkur mannsins. Heimastjórnar-
samtök huðu fram í 7 kjördæmum, öllum nema Vestfjarða-
kjördæmi. Grænt framboð bauð fram í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi. Verkamannaflokkur Islands og
ÖfgasinnaðirjafnaðarmennbuðuframíReykjaneskjördæmi.
Urðu framboðslistar því 11 í Reykjaneskjördæmi, 9 í
Reykjavík, 7 í Vestfjarðakjördæmi og 8 íhverju hinnafimm.
Hlutdeild kvenna á framboðslistum hefur aukist mikið.
Hún var8%haustið 1959,35% 1983og 46% 1991. íþremur
efstu sætum á lista var hlutdeild kvenna 37% við kosningamar
1991. 110. yfirliti er sýnd tala frambjóðenda fyrir alþingis-
kosningarnar 1987, allra og þeirra sem voru í þremur efstu
sætum á lista, eftir kyni í hverju kjördæmi og fyrir hvert
landsframboð. 111. yfirliti er sýnd tala karla og kvenna á
hverjum framboðslista.
Kjörgengur við kosni ngar til Alþingis er hver sá ríkisborgari
sem kosningarrétt á og hefur óflekkað mannorð.
Samkvæmt 27. gr. kosningalaga á að fylgja framboðslista
skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru að þeir hafi
leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja
skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í
hlutaðeigandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera
margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talsmanna, 20 að
lágmarki og 30 að hámarki.
Frambjóðendur við kosningarnar 1991 eru taldir með
stöðu og heimilisfangi í töflu 2 á bls. 33-45.