Alþingiskosningar - 01.09.1995, Page 9

Alþingiskosningar - 01.09.1995, Page 9
Inngangur Introduction 1. F ramkvæmd kosninganna Background of the elections Síðast var kosið til Alþingis 20. apríl 1991 og áttu því reglulegar alþingiskosningar að verða í síðasta lagi 15. apríl 1995. Að samþykktum tveimur frumvörpum til stjórnar- skipunarlaga um breytingar á stjómarskránni laugardaginn 25. febrúar 1995 bar að rjúfa Alþingi þá þegar samkvæmt 79. gr. stjórnarskrár og stofna til almennra kosninga að nýju. Alþingi var rofið sama dag og jafnframt ákveðið að kosið skyldi til Alþingis laugardaginn 8. aprfl 1995. Samkvæmt stjórnarskrá eru kjördæmin átta og hefur svo veriðfrá 1959. Meðbreytingustjórnarskrárinnar 1984, sem komtilframkvæmdaíkosningunum 1987,fjölgaðiþingsætum úr 60 í 63. Af þessum 63 þingsætum eru 54 bundin í stjórnarskráeftir lágmarkstölu íhverju kjördæmi en kosninga- lög kveða að öðm leyti á um skiptingu hinna 9 milli kjördæma. Lágmarkstala bundinna þingsæta í kjördæmum er hin sama og tala kjördæmiskjörinna þingmanna var frá 1959 nema í Reykjavík þar sem hún er 14 en var 12 og á Reykjanesi þar sem lágmarkstalan er 8 en var 5. Samkvæmt ákvæðum kosningalaga frá 1987 skyldi fyrir hverjarkosningarráðstafa 8 þingsætum, en einu þingsæti var ráðstafað til kjördæmis að loknum hverjum kosningum. Þingsætin 8, sem ráðstafað var fyrir kosningarnar 1987 og 1991, fóm til þriggja kjördæma: 4 til Reykjavíkur, 3 til Reykjanessog 1 tilNorðurlandseystra. Obundnaþingsætinu (,,flakkaranum“) var ráðstafað til Vesturlands eftir kosning- arnar 1987entil Vestfjarða 1991,Samkvæmtfjöldakjósenda ákjörskráíkosningunum 1991 áttuþingsætin 8 hins vegarað skiptast jafnt milli Reykjavíkur og Reykjaness við næstu kosningar. Urslit kosninganna hefðu síðan ráðið því hvert óbundna þingsætið hefði farið. Kosningalögum var breytt í febrúar 1995 með lögum nr. 9/1995 þannig að ákvæðið um óbundna þingsætið var fellt niður. Er nú öllum þingsætunum 9, sem ráðstafað er samkvæmt kosningalögum, úthlutað fyrir kosningar. Jafnframt var deilitölum til úthlutunar breytt svo að níunda sætið kæmi að þessusinniíhlutReykjavíkur. Viðþessarbreytingarfóruþví 5 þingsæti til Reykjavíkur en 4 til Reykjaness. Ákvæði um skiptingu þingsæta milli kjördæma eru í 5. gr. kosningalaga nr. 80/1987 með síðari breytingum. í a-lið 1. mgr. 5. gr. er kveðið á um hvernig bundnu þingsætin 54 skuli skiptast milli kjördæma. í b-lið sömu mgr. er kveðið á um hvernig þauþingsæti.semráðstafaskalfyrirhverjarkosningar, eigi að skiptast milli kjördæma. Við skiptingu þeirra er lögð til grundvallar tala kjósenda á kjörskrá í hverju kjördæmi í næstu almennum þingkosningum á undan. Eftir breytingu á kosningalögum í febrúar 1995 gilda eftirfarandi reglur um skiptinguna: 1. í hverju kjördæmi skal deila tölu kjósenda á kjörskrá í næstu almennum alþingiskosningum á undan með tölunum 10,13,16,19 o.s.frv.einsoftogþörfkrefur. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvert kjördæmi. 2. Hafi kjördæmi hlotið fleiri þingsæti en 5 samkvæmt stjórnarskrárbundnu skiptingunni skal fella niður hæstu útkomutölur kjördæmisins, eina fyrir hvert þingsæti umfram 5. 3. Ráðstafaskaleinuþingsætiísenn. Fyrstasætiðhlýturþað kjördæmi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er síðan felld niður. Annað þingsæti kemur í hlut þess kjördæmis sem þá hefur hæsta útkomutölu o. s. frv. uns öllum sætunum hefur verið ráðstafað. 4. Séu tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar þegar að þeim kemur skal hluta um röð þeirra. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. kosningalaga gaf dóms- og kirkjumálaráðuneytið út auglýsingu nr. 473/1991 um þingsætatölu kjördæma við næstu almennu kosningar til Alþingis samkvæmt a- og b- lið 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Vegna breytinga á kosningalögum í febrúar 1995 var þessi auglýsing felld úr gildi með nýrri auglýsingu nr. 126/1995. Samkvæmt nýju auglýsingunni skyldu þingsætin 63 skiptast einsog hérferáeftir. Til samanburðarereinnig sýnd skipting þeirra 54 þingsæta sem bundin eru samkvæmt stjórnarskrá. Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Bundin þingsæti Þingsæti skv. skv. stjórnarskrá augl. ráðuneytis 14 8 5 5 5 6 5 6 19 12 5 5 5 6 5 6 Allt landið 54 63 Eru sætin því 5 umfram lágmarkstölu í Reykjavík og 4 á Reykjanesi. I 1. yfirliti er sýndur sá útreikningur sem úthlutun jöfnunarsætanna er byggð á. Alþingiskosningarnar 1995 eru hinar fimmtu í röð sem haldnar eru utan lögbundins kjörtíma. I kosningalögum frá 1934 var hann ákveðinn síðasti sunnudagur í júní. Því var breytt 1981 í síðasta laugardag í júní. I kosningalögum frá 1987 sagði að þá er almennar reglulegar alþingiskosningar færufram værikjördagurannarlaugardagurímaí. Árin 1979 og 1983 var þing rofið áður en kjörtímabilið rann út en 1987 og síðan hefur það runnið út í aprílmánuði. Með breytingu á stjórnarskránni í júní með lögum nr. 100/ 1995 var sett ákvæði til bráðabirgða um að næstu reglulegar alþingiskosningarskuli farafram annan laugardag f maí 1999 nema Alþingi hafi áður verið rofið. Sökum þess að vafasamt var að kosningarnar í apríl 1995 gætu alls staðar farið fram á einum degi vegna veðurs og

x

Alþingiskosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.