Alþingiskosningar - 01.09.1995, Side 13
Alþingiskosningar 1995
] 1
karlar einir kosningarrétt og einungis bændur sem höfðu
grasnyt, kaupstaðarborgarar er greiddu til sveitar minnst 8
krónur á ári, þurrabúðarmenn er greiddu til sveitar minnst 12
krónur á ári, embættismenn og loks þeir sem lokið höfðu
tilteknu lærdómsprófi. Lágmarksaldur kosningarréttar var
25 ár. Sveitarstyrksþegar höfðu ekki kosningarrétt.
Með breytingu stjórnarskrár árið 1903 fengu lausamenn
kosningarrétt með sama hætti og kaupstaðar- og þun'búðar-
menn og aukaútsvarsgreiðslan var lækkuð niður í 4 krónur.
Afram hélst það skilyrði að menn væru ekki öðrum háðir sem
hjú. Var kjósendatalan 14-15% af íbúatölunni árin 1908-
1914.
Konur og hjú fengu takmarkaðan kosningarrétt með
hreytingu á stjórnarskránni árið 1915. Var lágmarksaldur
þeirra 40 ár en skyldi lækka um eitt ár árlega næstu 15 ár uns
aldursmark þeirra yrði 25 ár, eins og þeirra sem höfðu
kosningarrétt fyrir. Jafnframt var4 króna aukaútsvarsgreiðsla
felld niður sem skilyrði fyrir kosningarrétti. Við þetta komst
kjósendatalan upp yfir 30% af mannfjölda og smáhækkaði
síðan eftir því sem aldursmark nýju kjósendanna lækkaði.
Stjórnarskránni var breytt árið 1920 og var þá hið sérstaka
aldursmark nýju kjósendanna fellt niður. Hækkaði þá
kjósendatalan svo að hún varð um 45% íbúatölunnar.
Með stjórnarskrárbreytingu árið 1934 var aldursmark allra
kjósenda lækkað í 21 ár og sveitarstyrksþegar fengu kosningar-
rétt. Urðu kjósendur þá meirihluti þjóðarinnar, um 56%.
Fæðingum fækkaði nokkuð á fjórða tug aldarinnar og óx því
hlutdeild fólks á kosningaraldri í íbúatölunni og komst í um
60% íbyijun fimmtaáratugarins. A sjöttaáratugnumfjölgaði
börnum mjög en árgangar þeirra, sem náðu kosningaaldri,
voru fámennir. Hlutfall kjósenda á kjörskrá af íbúafjölda fór
því lækkandi allt til ársins 1967 þegar það var um 54%.
Jafnframt munu nákvæmari tölur um kjósendur, eftir að farið
var að byggja kjörskrá á kjörskrárstofnum þjóðskrár frá og
meðárinu 1956, valdanokkruumlækkunhlutfallsins. Líkur
á því að menn séu á kjörskrá í fleiri en einni kjördeild hafa
minnkað stórlega við það. Frá þeim tíma eiga heldur ekki að
vera með í kjósendatölunni þeir sem náðu kosningaaldri eftir
kjördag á kosningaárinu en samkvæmt þágildandi kosninga-
lögum voru þeir á kjörskrá þótt þeir fengj u ekki kosningarrétt
fyrr en eftir kjördag. Ekki eiga heldur að vera á kjörskrá þeir
sem dánir eru þegar kosning fer fram.
Kosningaaldur var lækkaður í 20 ár 1968 (stj órnarskipunar-
lög nr. 9/1968) og af þeim sökum hækkaði kjósendahlutfallið
við forsetakjöriðþað ár. Síðan hefur hlutfallið farið síhækkandi
þar sem öll fólksfjölgun á landinu hefur orðið meðal þeirra
sem náð hafa kosningaraldri. Var kjósendahlutfallið komið í
64% f kosningunum 1983.
Árið 1984 var kosningaaldur lækkaður í 18 ár og kom það
fyrst til framkvæmda 1987. Kosningarréttur var að auki
rýmkaður. Annars vegar var lögræðissvipting ekki lengur
látin valda missi kosningarréttar. Hins vegar skyldi taka á
kjörskrá þá sem fullnægðu skilyrðum kosningarréttar og
höfðu átt lögheimili hér á landi á síðustu fjórum árum talið frá
l.desembernæstumfyrirkjördag.Hækkaðihlutfallkjósenda
af íbúatölunni þá í 70% árið 1987.
Samkvæmt eldri kosningalögum skyldu menn vera á
kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu lögheimili 1.
desember næst á undan þeim tíma er kjörskrár skyldu lagðar
fram. Við kosningarnar 25. apríl 1987 áttu menn því
kosningarrétt þar sem lögheimili þeirra var 1. desember
1986. Meðlögumnr. 10/1991 breyttust kosningalög þannig
að þá skyldi taka menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem
þeir voru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár
sjö vikum fyrir kjördag. Þá var kosningarréttur enn rýmkaður
með sömu lögum á þann hátt að íslenskir rikisborgarar missa
ekki kosningarrétt við að flytjast af landi brott fyrr en að
liðnum átta árum talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag.
Hafi menn átt lögheimili erlendis lengur en átta ár geta þeir
áfram átt hér kosningarrétt hafi þeir sótt um það til Hagstofu
Islands. Umsókn skal rituð á sérstakt eyðublað þar sem fram
komi fullt nafn og kennitala umsækjanda, hvenær hann flutti
af landi brott, síðasta lögheimili á landinu og heimilisfang
erlendis. Umsókn skal jafnframt bera með sér yfirlýsingu
umsækjanda um að hann sé enn íslenskur ríkisborgari. Sé
umsókn fullnægjandi tilkynnir Hagstofan það umsækjanda
og hlutaðeigandi sveitarstjórn og skal hann þá tekinn á
kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann átti síðast lögheimili
hér á landi. Ákvörðun um að einhver sé þannig tekinn á
kjörskrá gildir í fjögur ár frá 1. desember næstum eftir að
umsókn var lögð fram.
Með lögum nr. 9/1995 var viðmiðunartíma kjörskrár breytt
úr sjö vikum í þrjár vikur fyrir kjördag. Samkvæmt því skal
taka menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru
skráðirmeðlögheimili þremurvikumfyrirkjördag. Kjörskrá
fyrir kosningarnar 8. apríl 1995 var því miðuð við skráð
lögheimili 18. mars 1995.
Breytingar á hlutfalli kjósenda af íbúafjölda hafa að hluta
ráðist af ibúaskráningu námsmanna. Þeir sem fara utan til
náms halda y firleitt lögheimili sínu og kosningarrétti á Islandi.
I lögum um lögheimili nr. 21/1990 segir: „Sá sem dvelst
erlendis við nám eða vegna veikinda, getur áfram átt lögheimili
hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því
sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi
brott enda sé hann ekki skráður með fasta búsetu erlendis.”
Hliðstætt ákvæði var í lögheimilislögum frá 1960. Island
gerðist aðili að Norðurlandasamningi um almannaskráningu
í febrúar 1969 er tók gildi I. október sama ár. Núverandi
samningurumþettaefnierfrá 1990. Samningurinnfelurþað
meðal annars í sér að sérhver einstaklingur, sem tekinn er á
íbúaskrá í einu aðildarríki, skal um leið felldur af skrá í því
landi sem hann flytur frá. Til þess að leysa þann vanda um
ákvörðun kosningaréttar sem myndaðist vegna þessa var sá
háttur hafður árin 1971-1983 að fólk innan tiltekins aldurs
sem flust hafði til Norðurlanda var tekið á kjörskrárstofna.
Sveitarstjórnir felldu þá af kjörskrárstofnum sem ekki voru
námsmenn. Námsmenn sem voru yfir aldurmarkinu voru
teknir á kjörskrá bæru þeir fram ósk um það. Islensku
námsfólki á Norðurlöndum fjölgaði mikið á árunuml968-
1983, og þar sem það kom fram í kjósendatölunni en ekki
mannfjöldatölunni hækkaði kjósendahlutfallið umfram það
sem annars hefði verið.
Meðbreytingumþeimákosningalögum 1987og 1991 sem
fyrr var getið eiga allir þeir sem flust hafa af landi brott
kosningarrétt tiltekinn árafjölda að öðrum lagaskilyrðum
fullnægðum. Þar með er fallin niður hin sérstaka aðferð
Þjóðskrár til þess að koma íslenskum námsmönnum á
Norðurlöndum á kjörskrárstofn fyrir alþingiskosningar.
Sem fyrr segir var ákveðið með kosningalagabreytingunni
1995 að hver maður skuli vera á kjörskrá í því sveitarfélagi