Alþingiskosningar - 01.09.1995, Síða 29

Alþingiskosningar - 01.09.1995, Síða 29
Alþingiskosningar 1995 27 17. yfirlit. Frambjóðendur við alþingiskosningar 8. apríl 1995 sem lokið hafa háskólanámi eftir deildum og kyni Summary 17. Candidates for general elections 8 April 1995 with university degree by faculty and sex Fjöldi Number Hlutfallstölur, % Alls Total Karlar Males Konur Females Alls Totaí Karlar Males Konur Females Alls 246 119 127 100,0 100,0 100,0 Total Tækniskólar á háskólastigi 11 7 4 4,5 5,9 3,1 Technical college Kennaraháskóli 31 5 26 12,6 4,2 20,5 Teacher's training college Guðfræðideild 6 5 1 2,4 4,2 0,8 Faculty of Theology Læknadeild 22 9 13 8,9 7,6 10,2 Faculty of Medicine Lagadeild 24 14 10 9,8 11,8 7,9 Faculty of Law Faculty of Economics and Viðskipta- og hagfræðideild 25 21 4 10,2 17,6 3,1 Business Administration Heimspekideild 31 14 17 12,6 11,8 13,4 Faculty ofArts Tannlæknadeild 2 1 1 0,8 0,8 0,8 Faculty of Dentistry Verkfræðideild 6 6 - 2,4 5,0 Faculty of Engineering Faculty of Natural Raunvísindadeild 26 18 8 10,6 15,1 6,3 Sciences Félagsvísindadeild 37 8 29 15,0 6,7 22,8 Faculity of social science Aðrar háskóladeildir 25 11 14 10,2 9,2 11,0 Other university faculty úr röðum iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks (alls 9% fram- bjóðenda, 32% landsmanna). Þetta gildir að mestu um öll kjördæmi og þá stjórnmálaflokka sem buðu fram í öllum kjördæmum (15. og 16. yfirlit). Nokkur munur er þó á flokkunum. Nefna má að hlutfall stjórnenda og embættis- manna var hæst hjá Sjálfstæðisflokki, 50%, en lægst hjá Þjóðvaka, 17%. Þetta skýrist að talsverðu leyti af mismunandi fjölda þingmanna meðal frambjóðenda hvors flokks. Hæst hlutfall sérfræðinga var hjá frambjóðendum Kvennalista, 43%, en lægst hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokks, 17%. Séu frambjóðendur úr röðum þessara tveggja starfsstétta teknir saman reynist hlutfallið hæst um 67% hjá Sjálfstæðis- flokki, lægst45% hjáÞjóðvakaen 59-62% hjá Alþýðuflokki, Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og Kvenna- lista. Sé á hinn bóginn litið til starfsstéttanna þriggja, iðnaðar- fólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks, þaðan sem fáir frambjóðendur koma, er hlutfall frambjóðenda úr þessum stéttum hæst hjá Þjóðvaka, 17%, en lægst hjá Kvenna- lista og Sjálfstæðisflokki, 3-4%. Menntun I vinnumarkaðskönnun er spurt um hæstu prófgráðu þátt- takenda. Eru svörin flokkuð eftir menntunarflokkum Alþjóða- menningarmálastofnunarinnar, UNESCO, en niðurstöður dregnar saman í þrjú menntunarstig, grunnmenntun (samsvarar skyldunámi eða minna), starfs- og framhalds- menntun (þ.m.t. starfsmenntun í sérskólum áháskólastigi) og háskólamenntun. Eins varfarið að í frambjóðendakönnuninni. 1 ljós kemur að frambjóðendur hafa að jafnaði mun meiri menntun en niðurstöður vinnumarkaðskönnunar sýna fyrir fólk á aldrinum 18-74 ára (14. yfirlit). Þannig eru 41% landsmannaeingöngu með grunnmenntun samkvæmt vinnu- markaðskönnun en 22% frambjóðenda, 48% landsmanna hafa öðlast starfs- eða framhaldsmenntun en 49% fram- bjóðenda, en háskólamenntun hafa 11 % landsmanna en 29% frambjóðenda. Þessi hlutföll eru nokkuð breytileg eftir kjördæmum og flokkum en megindrættirnir eru þó alls staðar hinir sömu. Hlutfall frambjóðenda sem hafa eingöngu grunnmenntun eða minna er lægst hjá Sjálfstæðisflokki, 12%, en hæst hjáÞjóðvaka, 29%. Hlutfall frambjóðendameð háskólamenntun er á hinn bóginn lægst hjá Þjóðvaka, 21%, en hæst hjá Kvennalista, 42% (15. yfirlit). Að tiltölu voru flestir háskólamenntaðir frambjóðendur í framboði í Reykjavík en fæstir á Suðurlandi en af þeim sem hafa lokið starfs- eða framhaldsmenntun komu tiltölulega flestir frá Norðurlandi vestra en fæstir af Vesturlandi. Þá kemur fram að hlutfallslega fleiri konur en karlar meðal frambjóðenda hafa lokið háskólaprófi og er það öfugt við það sem á við um landsmenn almennt. 116. yfirliti er frambjóðendum skipt eftir aldri og menntun- arstigi. Bornir eru saman allir frambjóðendur, þeir sem skipa þrjú efstu sætin á öllum listum sem voru í framboði og loks allir landsmenn 18-74 ára. Hér má sjá að megindrættir í muninum á menntunarstigi frambjóðenda og landsmanna koma fram í öllum aldursflokkum. Þá kemur fram að tiltölulega mun fleiri frambjóðendur, sem skipuðu þrjú efstu sætin á lista, hafa lokið háskólaprófi en frambjóðendur í heild. í 17. yfirliti má sjá hvernig þeir frambjóðendur, sem hafa lokiðháskólaprófi,skipasteftirnámssviðum.Þarkemurm.a. fram að um 29% karla hafa lokið prófi í lögum, viðskiptafræði eða hagfræði og 16% í raunvísindum, verkfræði eða tækni- fræði.Hinsvegarhefur21%kvennameðalháskólamenntaðra frambjóðenda lokið kennaraprófi og 23% prófi í félags- vísindum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Alþingiskosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.