Alþingiskosningar - 01.09.1995, Page 33

Alþingiskosningar - 01.09.1995, Page 33
Alþingiskosningar 1995 31 8. Úthlutun þingsæta Allocation of seats in the Althingi Þegar landskjörstjórn hafa borist allar skýrslur um kosninga- úrslit í kjördæmum kemur hún saman til þess að úthluta þingsætum. Akvæði kosningalaga um úthlutunina eru í XIV. kafla. I 111.-115. gr. eru ákvæði um úthlutun þingsæta til landsframboða. Tekið skal fram að með landsframboði er í lögunum átt við þá framboðslista sem saman eiga þegar þingsætum er úthlutað skv. 112. og 113. gr. Þeir geta verið úreinu kjördæmi eða fleirum. Þessi ákvæði fara hér á eftir(að hluta í 9. kafla) en efni 5. gr., sem vísað er til, var rakið í 1. kafla þessa inngangs: „111. gr. Uthlutun þingsœta skv. kosningaúrslitum í kjördœmum. Þingsætum hvers kjördæmis skv. a- og b-lið fyrri mgr. 5.gr. skal í fyrstu úthluta sem hér segir: 1. Deila skal tölu gildra atkvæða í hverju kjördæmi með þingsætatölu þess og kallast útkoman kjördæmistala. Brot úr heilli tölu skal fella niður. 2. Fyrst skal úthluta þingsæti þeim lista sem flest atkvæði hefur hlotið. Frá atkvæðum hans skal síðan draga kjör- dæmistöluna. Næst hlýtur sá listi þingsæti sem nú hefur hæsta atkvæðatölu o.s.frv. Með atkvæðatölu lista er átt við atkvæði sem listinn hlaut að frádreginni kjördæmis- tölu svo oft sem hann hefur hlotið þingsæti. 3. Uthlutaskalskv.ákvæðumþessarargreinarsvomörgum þingsætum að nemi 3/4 af þingsætatölu kjördæmisins. Ef þá stendur á broti skal velja næstu heila tölu fyrir ofan. Nú hefur sá listi, sem fæst atkvæði hlaut, færri atkvæði en nemur 2/3 kjördæmistölunnar og á hrnn þá ekki tilkall til þingsætis skv. þessari grein. Skal þá draga atkvæði listans frá gildum atkvæðum í kjördæminu og reikna kjördæmistöluna að nýju. Eigi ákvæði þessarar mgr. þá við þann lista, sem næstfæst atkvæði hlaut, skal beita því á ný, og svo oft sem þarf. Ákvörðun kjördæmistölu með þessum hætti skal lokið áður en úthlutun þingsæta skv. fyrri mgr. hefst. 112. gr. Skipting óráðstafaðra þingsœta. Þingsætum skv. 5. gr., sem hefur ekki enn verið úthlutað til lista, skal skipt milli landsframboða samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Við þá skiptingu koma til álita þau lands- framboð ein sem hlotið hafa þingsæti skv. 111. gr. Til þess að finna hvemig skipta ber þingsætum skv. fyrri mgr. þessarar greinar milli landsframboða skal fara þannig að: 1. Atkvæðum þeim, sem greidd hafa verið hverju lands- framboði, skal deila með tölu sem er 1, 2, 3 o. s. frv. hærri en tala þeirra þingsæta sem það hefur þegar hlotið skv. ákvæðum 111. gr. Útkomutölurnar eru skráðar fyrir hvert framboð. 2. Þá skal úthluta þingsætum til landsframboða, einu í senn. Fyrst fer sæti til þess landsframboðs sem hæsta útkomutölu hefur. Þá tölu skal síðan fella niður. Næst fer þingsæti til þess landsframboðs sem nú hefur hæsta útkomutölu o. s. frv. uns öllum þingsætum hefur verið úthlutað. 113. gr. Uthlutun þingsæta skv. kosningaúrslitum á landinu öllu. Listarsem til álita koma. Við úthlutun þingsæta, sem hefur verið skipt á milli landsframboða skv. 112. gr., koma til álita þeir listar einir sem hlotið hafa atkvæði sem nema a.m.k. þriðjungi kjördæmistölu eins og hún var fyrst reiknuð skv. 111. gr. Þá skal einungis ráðstafa þingsæti í kjördæmi sem hefur ekki þegar hlotið fulla þingsætatölu. Akvörðun kjördœmistölu. Kjördæmistölu skal einungis miða við þá lista sem til álita koma við frekari úthlutun þingsæta skv. þessari grein. I þvískyni skal fylgja eftirfarandi reglum: a. Áður en úthlutun hefst skal reikna kjördæmistölur að nýju og nú að frádregnum atkvæðum og þingsætum þeirra lista sem ekki eiga rétt til sæta skv. þessari grein. b. Finna skal atkvæðatölu lista við frekari úthlutun með því að draga frá atkvæðum hans hina nýju kjördæmistölu skv. a-lið svo oft sem listinn hefur hlotið þingsæti. c. Þegarþingsætierúthlutaðtil listaskv. þessarigrein skal lækka atkvæðatölu hans sem nemur kjördæmistölu hverju sinni. d. Kjördæmistölur og atkvæðatölur Iista, sbr. a- og b-lið, skal reikna að nýju jafnóðum og hvert landsframboð hlýtur fulla tölu þingsæta. Afangar við úthlutun þingsæta. Þingsætum skv. þessari grein skal úthluta íþremuráföngum. Úthlutaskal sæti hverju sinni til þess lista sem hefur hæst hlutfall atkvæðatölu af kjördæmistölu. Halda skal áfram úthlutun innan hvers áfanga svo lengi sem unnt er og ljúka henni og ákvörðun kjör- dæmistölu, ef þörf krefur, áður en úthlutun samkvæmt næsta áfanga hefst. 1. áfangi: Fyrst skal úthluta þingsætum til lista með atkvæðatölu sem nemur 4/5 af kjördæmistölu eða meira. Þessum áfanga lýkur jafnskjótt og ekki finnast fleiri slíkar atkvæðatölur, enda hafi ákvæði d-liðar 2. mgr. áður verið beitt ef við á. 2. áfangi: Næst skal ráðstafa einu þingsæti, ef unnt er, til hvers kjördæmis sem ekki hlaut úthlutun í fyrsta áfanga. I þessum áfanga skal þó ganga fram hjá lista hafi hann ekki fengið a.m.k. 7% gildra atvæða í kjördæmi sínu. 3. áfangi: Þá skal ljúka úthlutun í öllum kjördæmum. 114. gr. Takist ekki að fy lla tölu þingsæta í kjördæmi með ákvæðum 3. tölul. 3. mgr. 113. gr. skal ljúka úthlutun í hverju slíku kjördæmi eftir reglum 1. og 2. tölul. 111. gr. þrátt fyrir skiptingu þingsæta skv. 112. gr. Ef tvær eða fleiri tölur eru jafnháar þegar að þeim kemur við úthlutun skv. þessum kafla skal hluta um röð þeirra. Nú eru of fá nöfn á lista til þess að unnt sé að ljúka úthlutun til hans skv. þessum kafla og skal þá ganga fram hjá þeim lista. Ef einungis einn listi er í kjöri hlýtur hann öll þingsæti kjördæmisins."

x

Alþingiskosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.