Alþingiskosningar - 01.09.1995, Side 36
34
Alþingiskosningar 1995
á sama hátt nema að hún fór að öllu leyti eftir listanum eins
og hann var eftir breytingar.
Samkvæmt þeim reglum sem nú gilda skipta frambjóðendur
um sæti ef meiri hiuti kjósenda færir einn niður fyrir annan
með yfirstrikun eða nýrri tölusetningu.
10. Kjörnir þingmenn
Elected Members ofthe Althingi
I töflu 9 eru taldir kjörnir þingmenn og varamenn í hverju
kjördæmi í alþingiskosningunum 1995. Þar er sýnt hvaða
stjómmálasamtök þeir eru kjörnir fyrir og úthlutunartölur
þær sem kjör þeirra byggist á og lýst er í töflum 4-8 og í 8. og
9. kafla þessa inngangs.
Fimm þingmenn kjörnir í alþingiskosningunum 1991
afsöluðu sér þingmennsku á kj örtímabi 1 i nu: Eiður Guðnason
1993, Jón Sigurðsson 1993, Karl Steinar Guðnason 1993,
IngibjörgSólrúnGísladóttir 1994 ogSteingrímurHermanns-
son 1994.
Varamenn þeirra tóku sæti á Aiþingi sem aðalmenn: Gísli
S. Einarsson (f. 12. desember 1945), Petrína Baldursdóttir (f.
18. september 1960), Guðmundur Arni Stefánsson (f. 31.
október 1955), Guðrún J. Halldórsdóttir (f. 28. febrúar 1935)
og Jóhann Einvarðsson (f. 10. ágúst 1938).
Einn þingmaður sem setið hafði sem aðalmaður við lok
nýliðinskjörtímabils varekkiíframboði, Ingi Björn Alberts-
son. Af fráfarandi þingmönnum voru sjö svo neðarlega á lista
að þeir stefndu augljóslega ekki að endurkjöri: Anna Olafs-
dóttir Björnsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Helgason,
Kristín Einarsdóttir, Matthías Bjarnason, Pálmi Jónsson og
Salome Þorkelsdóttir. Tveir þingmenn tóku sæti neðar á lista
en nægði til kjörs í kosningum 1991. Guðrún Helgadóttir var
(4. sæti álistaen listinn hafði haft tvo þingmenn í kjördæminu.
Ólafur Þ. Þórðarson var í 2. sæti á lista en listinn hafði fengið
einn þingmann kjörinn í síðustu kosningum.
Sex þingmenn sem sóttust eftir endurkjöri náðu ekki
kosningu: Eggert Haukdal, Gunnlaugur Stefánsson, Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Jóhann
Arsælsson og Sigbjörn Gunnarsson.
Kjöri náðu 44 af fráfarandi þingmönnum en nýkosnir
þingmenn voru 19: Arnbjörg Sveinsdóttir. Agúst Einarsson,
AstaR. Jóhannesdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, EinarOddur
Kristjánsson, Guðný Guðbjörnsdóttir, Gunnlaugur M.
Sigmundsson, Hjálmar Arnason, Hjálmar Jónsson, Isólfur
Gylfi Pálmason, Kristín Halldórsdóttir, Kristján Pálsson,
Lúðvík Bergvinsson, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn
Haraldsson, Pétur H. Blöndal, Siv Friðleifsdóttir, Svanfríður
Jónasdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einn hinna nýkjörnu þingmanna, Kristín Halldórsdóttir,
átti sæti á Alþingi sem aðalmaður árin 1983-1989. Agúst
Einarsson, Asta R. Jóhannesdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir,
Hjálmar Jónsson og Svanfríður Jónasdóttir höfðu tekið sæti
á Alþingi sem varamenn. Einn hinna endurkjörnu þingmanna
var nú kjörinn fyrir annan flokk en 1991, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, sem var áður þingmaður Alþýðuflokks en bauð sig nú
fram fyrir Þj óðvaka. Agúst Einarsson, Asta R. Jóhannesdóttir
og Svanfríður Jónasdóttir sem öll voru kjörin fyrir Þjóðvaka
höfðu tekið sæti á alþingi sem varamenn fyrir annan flokk.
í aftasta dálki í töflu 10 sést atkvæðatala sem h ver þingmaður
hlaut í sitt sæti á lista eða ofar. Breytingar á listum breyttu
engu um röð manna á þeim í alþingiskosningunum 1995
fremur en í fyrri kosningum.
Ágúst fyrir Alþýðuflokk, Ásta fyrir Framsóknarflokk og
Svanfríður fyrir Alþýðubandalag.
Eftirfarandi yfirlit sýnir hve margir þeirra, sem kjörnir hafa
verið á Alþingi síðan núverandi kjördæmaskipan komst á
haustið 1959, áttu lögheimili í kjördæminu sem þeirbuðu sig
fram í og hve margir utan þess:
Innan Utan
Alls kjördæmis kjördæmis
1959 60 49 11
1963 60 45 15
1967 60 49 11
1971 60 51 9
1974 60 50 10
1978 60 47 13
1979 60 49 11
1983 60 50 10
1987 63 53 10
1991 63 57 6
1995 63 59 4
Þingmennirnir fjórir sem áttu lögheimili utan kjördæmis
síns bjuggu í Reykjavík en voru í framboði utan Reykjavíkur
og Reykjaness.
Kjörnir voru 47 karlar og 16 konur, en 48 karlar og 15
konur 1991.
121. yfirliti er sýndur fjöldi karla og kvenna sem náð hafa
kjöri frá því Alþingi fékk löggjafarvald árið 1874. Konur
urðu kjörgengar árið 1915.
I töflu 9 er skráður fæðingardagur og -ár allra þeirra sem
kosningu hlutu 1995. Þeir skiptust þannig eftir aldri:
30-39 ára Samtals 9 Karlar 6 Konur 3
40-49 ára 28 18 10
50-59 ára 23 20 3
60-69 ára 3 3 -
Samtals 63 47 16
Elstur þeirra sem kosningu náðu var Egill Jónsson, 64 ára
en yngstur Lúðvík Bergvinsson, 30 ára. Meðalaldur þing-
manna á kjördegi var 47,7 ár. I 21. yfirliti er sýndur meðal-
aldur þingmanna á kjördegi 1874-1995.
Ragnar Arnalds hefur setið á Alþingi lengst nýkjörinna
þingmanna þótt hann hafi ekki átt samfellda þingsetu. Hann
var fyrst kjörinn þingmaður árið 1963 og hefur átt sæti á
Alþingi sem aðalmaður í 27,8 ár talið frá kjördegi til kjördags.
Þeir43 þingmenn, semkjörnir voru 8. aprfl 1995 og átthöfðu
sæti sem kjörnir aðalmenn á þingi áður, áttu að meðaltali 9,6
ára þingsetu að baki.